Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Strengjakvartettinn amina(nafnið er ritað með litlumstaf) var stofnaður sumarið 1998, þá sem Anima. Meðlimir hitt- ust upprunalega þegar þeir námu við strengjadeild Tónlistarskólans í Reykjavík en kvartettinn starfaði þetta sumarið á vegum Hins húss- ins. Fljótlega eftir það fór amina að starfa með hin- um og þessum hljómsveitum og aðstoðaði m.a. Sigur Rós á sögulegum útgáfutónleikum Ágætis byrjunar í Íslensku óperunni sumarið 1999. Síðan þá hefur amina átt í sam- starfi við Sigur Rós, bæði varðandi tónleika og plötuupptökur. Alla tíð hefur amina þó verið rekinn sem sjálfstæð sveit og hafa meðlimir að undanförnu lýst þeirri löngun sinni til að stíga fram með eigin tónlist. Sú löngun er nú komin í fast form, í líki hinnar fjögurra laga Animam- ina sem kvartettinn gefur sjálfur út. Tónlistin á plötunni er áferðar- falleg og sveimkennd, minnir vissu- lega – og eðlilega – á ýmsa þætti í tónlist Sigur Rósar en býr um leið yfir eigin „karakter“ þar sem lág- værar, minimalískar stemmur eru einkennandi. Hljóðgjafar eru margir og mismunandi og á stund- um nokk sérstæðir.    Kvartettinn skipa þær Edda RúnÓlafsdóttir, Hildur Ársæls- dóttir, María Huld Markan Sigfús- dóttir og Sólrún Sumarliðadóttir. Meðlimir kvartettsins eru nú bú- settir í þremur löndum; á Íslandi, í Bretlandi og í Danmörku og allir eru liðsmenn í námi. Allir voru þeir þó staddir hérlendis í sumar og þar sem engin tónleikaferð með Sigur Rós var í farvatninu var stokkið á tækifærið og platan kláruð. Í samtali sem blaðamaður átti við Eddu kemur fram að tónlistin sem prýðir Animamina hafi komið mjög áreynslulaust, ekki hafi verið lagt upp með neina sérstaka stefnu. „Platan varð til upp úr engu svo að segja. Við byrjuðum að vinna hana í Hollandi þar sem við hitt- umst eina helgi. Þar byrjuðum við að fikra okkur áfram með hörpu, tölvu og strengjum.“ Það er list að samræma vélræna og lífræna þætti svo vel sé (þ.e. tölvur og lifandi hljóðfæraleik) en sá samsláttur gengur snurðulaust upp í tilfelli aminu. „Eins og með tónlistina þá kom það líka einhvern veginn af sjálfu sér,“ segir Edda aðspurð. „María er í Listaháskólanum og er að læra m.a. að nota tölvur við tónlistar- vinnu. Við höfum þó allar verið að fikta við slíkt og höfum mikinn áhuga á að æfa okkur meira í þessu.“ Edda segir að það hafi lengi staðið til að amina myndi stíga fram ein og sér og segir það á ákveðinn hátt létti að finna að þær gætu það. „Strákarnir í Sigur Rós hjálpuðu okkur mikið, studdu okkur og full- vissuðu okkur um að þetta væri mögulegt. Samstarfið hjá okkur fjórum gengur alveg ótrúlega vel og það hjálpaði eðlilega mikið líka.“ Meðlimir aminu tóku snemma þá ákvörðun að þrátt fyrir klassískt nám myndu þeir ekki fara hina „hefðbundnu“ leið að námi loknu. „Sá kafli í okkar ferli er einfald- lega búinn og við höfum hreinlega ekki áhuga á að fara þá leið,“ segir Edda.    Animamina var tekin upp umvíðan völl ef svo má segja, í Hollandi, á Kolstöðum í Borgar- firði, á Sólvallagötu og svo í Sund- lauginni, hljóðveri Sigur Rósar í Mosfellsbæ. Edda segir það meiriháttar reynslu að hafa flengst þvert og endilangt um hnöttinn með Sigur Rós og segir hlæjandi að þær stúlk- urnar séu svo gott sem orðnar háð- ar því. „Það er a.m.k. eitthvað sem okk- ur langar til að gera meira af. Við spiluðum t.d. á raftónlistarhátíð- inni Forma Nova í sumar og það gekk vel. Við unnum efnið þremur vikum fyrir hátíð í nettu stresskasti en það gekk svo alveg ótrúlega vel – gekk einhvern veginn alveg upp.“ Edda segir að lokum að til standi í nánustu framtíð að fylgja Anim- aminu eftir með breiðskífu. Það eru 12 tónar sem dreifa plöt- unni og einnig er hægt að nálgast hana í gegnum vefverslun Sigur Rósar (www.sigur-ros.co.uk). Plöt- unni verður einnig dreift í Bret- landi og í febrúar á næsta ári verð- ur hún gefin út í Bandaríkjunum af útgáfufyrirtækinu The Workers- Institute. Frekari upplýsingar er að finna á www.aminamusik.com. Strokkvartett stígur fram ’Meðlimir aminu tókusnemma þá ákvörðun að þrátt fyrir klassískt nám myndu þeir ekki fara hina „hefðbundnu“ leið að námi loknu.‘AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Stúlkurnar sem skipa aminu eru allar í námi sem stendur en nýttu tækifær- ið í sumar, þegar þær voru allar á landinu, til að klára sína fyrstu plötu. Kvikmyndaleikstjórinn MichaelMoore er með mörg járn í eld- inum þessa dagana. Í nýrri mynd sem hann er að gera og nefnist Sicko, gagnrýnir hann heilbrigðis- iðnaðinn í Banda- ríkjunum og þá vinnur hann einn- ig að gerð fram- haldsmyndar vegna verðlauna- myndarinnar Fahrenheit 9/11. Myndin sem köll- uð er Fahrenheit 9/11 1/2 mun fjalla um annað kjörtímabil George W. Bush, Bandaríkjaforseta. Í Sicko hyggst Moore meðal ann- ars draga fram í dagsljósið svik bandarískra sjúkratryggingafélaga og fjalla um bandarísk lyfjafyrir- tæki en myndin verður að öllum lík- indum frumsýnd árið 2006. Segir hann að bandaríska heilbrigðis- kerfið sé „verra en það er í mörgum miklu fátækari ríkjum“ og þar gildi að fáir hagnist á kostnað fjöldans. Sex lyfjafyrirtæki hafa nú sent starfsfólki sínu aðvörun, þar sem því er uppálagt að fylgjast með því hvort að Moore sé að sniglast í kringum útsölustaðina en innanbúð- armenn þar eru hræddir um Moore muni gabba fólk í viðtöl. Talsmaður eins þeirra, Pfizer Global Research and Development, sagði að starfs- fólki þar hefði verið bent á að vara sig ef það sæi „druslulegan mann með derhúfu“ skyldi það fara gæti- lega. Um Fahrenheit 9/11 1/2 segir Moore: „Slæmt framhald í einu máli verðskuldar gott framhald í öðru. Hvernig myndin verður fer eftir því hvað aðalleikaranum mínum dettur í hug að gera.“ Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.