24 stundir - 19.12.2007, Page 12
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Kortasvindl er ekki teljandi vanda-
mál á Íslandi, enda þótt menn
treysti á kortin og að allt fari vel
þótt þau týnist. Lögreglan í Reykja-
vík telur skorta á að verslunareig-
endur kenni starfsfólki að fylgja
ýtrustu öryggiskröfum. Og ekki
nóg með það heldur hafa söluaðil-
ar víða sjálfir tekið ákvörðun um
að sleppa undirritun á færslur ef
upphæðin er lág.
„Kaupmenn sem gera þetta
fylgja ekki reglum, en ábyrgðin er
þeirra,“ segir Þórður Jónsson
sviðsstjóri hjá Valitor-Visa. „Þeir
telja áhættuna þess virði. “
Meira eftirlit erlendis
Lögreglan bendir á viðamiklar
varúðarráðstafanir erlendis til að
koma í veg fyrir allar tegundir af
kortasvikum. Starfsfólk verslana sé
sérþjálfað til að sjá út fólk sem ætl-
ar að svindla. Það kom því lögregl-
unni ekki á óvart að pólsk af-
greiðslustúlka áttaði sig á
fölsuðum peningaseðli sem farið
hafði um hendur nokkurra Íslend-
inga sem tóku ekki eftir neinu.
Kæruleysi eða trúnaðartraust
Þórður segir rétt hjá lögreglu að
Íslendingar séu andvaralausir.
„Þeir treysta á að allt sé í lagi. Ég
hef á tilfinningunni að söluaðilar
horfi ekki mikið á myndir eða
undirskriftir þegar greitt er með
korti og korthafinn horfi ekki vel á
hvaða upphæð hann skrifar und-
ir.“
Þórður segir dæmi um svik
sölumanna sjaldséð, þó hafi maður
selt hálsbindi úti á götu fyrir
nokkrum árum og bætt núlli aftan
við allar færslur. En Íslendingar
séu frekar smákrimmar en at-
vinnumenn í kortasvikum.
Einföld ráð í jólaösinni
Ráðleggingar til korthafa í jóla-
ösinni eru einfaldar. Að passa kort-
ið vel, láta loka týndu korti strax,
ekki lána neinum kortið og gæta
að upphæðinni sem skrifað er
undir. Kaupmenn þurfa að fylgjast
vel með hvort myndin sé af kort-
hafa og hvort undirskriftin sé í lagi.
➤ Visakortaveltan á síðustu sexvikunum fyrir jól í fyrra nam
sjötíu milljörðum króna og
stefnir í 15% aukningu.
➤ Visa hefur 73 prósent korta-markaðarins. Íslendingar eiga
heimsmet í rafrænum við-
skiptum
JÓLAKORTAVELTAN
24stundir/ÞÖK
Rétta kortið? Góð
jólavísa sjaldan of oft
kveðin.
Íslenskir kortasvindlarar eru viðvaningar og svik fátíð Hvorki
korthafar né verslunin sýna þó nægilega aðgát við viðskipti sín
Treyst á VISA
og lukkuna
12 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
Hæstiréttur staðfesti í dag far-
bannsúrskurð Héraðsdóms
Reykjaness yfir karlmanni sem er
ákærður fyrir tilraun til mann-
dráps en til vara fyrir sérstaklega
hættulega líkamsárás. Er mannin-
um gert að sæta farbanni til 16.
janúar. Hann hefur sætt farbanni
frá 9. nóvember.
Slegið með flösku
Maðurinn, sem er pólskur rík-
isborgari, er grunaður um að hafa
aðfaranótt fimmtudagsins 8. nóv-
ember síðastliðinn gert alvarlega
líkamsárás á heimili sínu. Hann er
grunaður um að hafa slegið annan
mann ítrekað með brotinni gler-
flösku í höfuð, háls og víðar í lík-
amann.
Sá sem ráðist var á hlaut ýmsa
áverka sem taldir eru afleiðingar
árásar. Hann marðist á augnknetti
og augnatóftarvefjum, hlaut yfir-
borðsáverka á brjóstkassa, öxl og
upphandlegg og djúpt sár í gegn-
um hálsvöðva. mbl.is
Hæstiréttur staðfestir úrskurð um farbann
Áfram í farbanni
eftir árás á mann
Í HARÐVIÐARVAL
GJAFABRÉF
GEFÐU
Gefðu góða Gjöf
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460
www.belladonna.is
Opnunartímar til jóla
miðvikud. - laugard. 11.00 - 20.00
Þorláksmessa 12.00 - 20.00
Aðfangadagur 10.00 - 12.00
Vertu þú sjálf - vertu bella donna
Glæsilegur fatnaður
í stærðum 38 - 60
LÓÐ UNDIR IÐNAÐAR- OG SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST
1000-2000 m2 lóð óskast undir iðnaðar-
og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Áhugasamir sendið upplýsingar á
inga@byggingasveitin.is
kv,. Inga sími 561-3000