24 stundir - 19.12.2007, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
Eftir Björn Braga Arnarsson
bjornbragi@24stundir.is
Brekkurnar fram yfir pakkana
Bjarni Benediktsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, ætlar að
leggja land undir fót og fara með
stórfjölskyldunni til Austurríkis á
skíði. „Við höfum gert það einu
sinni áður og það var alveg ynd-
islegt,“ segir Bjarni og bætir við
að það sé gott að komast aðeins
frá öllu jólastressinu sem ríkir
gjarnan hér heima. „Við reynum
að hafa sem minnst fyrir pökkum
og öðru slíku, en einblínum á að
njóta félagsskaparins og vera sem
mest í brekkunum.“ Bjarni hefur
litlar áhyggjur af því að fá ekki ís-
lenskan jólamat. „Hótelmatseðill-
inn er býsna langur og efnismikill
þannig að það verður ekki vanda-
mál,“ segir Bjarni, sem kemur þó
heim fyrir áramótin og heldur
upp á þau á Íslandi.
Ekki skipulagða týpan
„Hvað á ég eiginlega að hafa í
matinn?“ spyr Svandís Svav-
arsdóttir á móti eftir að blaða-
maður spurði hana sömu spurn-
ingar. „Ég er ekki svona skipulögð
týpa, ég er svoddan villimaður.
Við erum nú vön því að hafa
rjúpur, en ég ætla ekki að hafa
rjúpur þegar þær eru svona fáar,“
segir hún. Hjá fjölskyldu oddvit-
ans er þó órjúfanleg hefð fyrir
möndlugraut í forrétt á að-
fangadagskvöld. „Við borðum
hrikalega rjómasoðinn möndlu-
graut í forrétt og erum því orðin
hálfsödd þegar kemur að aðalrétt-
inum.“ Áður en borðhald hefst er
hún þó vön því að fara í kirkju.
„Við maðurinn minn erum fé-
lagar í Dómkórnum, þannig að
við höfum yfirleitt farið og sungið
hátíðarmessuna áður en við borð-
um.“
Mikil bókahefð
„Ég var alinn upp við að borða
lambahamborgarhrygg á jólunum
og hef gert það alla ævi. En síð-
ustu fjögur jól, eftir að ég og
María sambýliskona mín fórum
að búa saman, höfum við borðað
rjúpur, sem er rótgróinn siður úr
hennar ætt,“ segir Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra og
ætlar að ef rjúpurnar verði ekki á
boðstólum komi önnur villibráð í
staðinn. „Ég leyfi henni nú bara
að velja þetta,“ bætir hann við og
er rólegur yfir öllu saman. Hann
segir jólahefðir fjölskyldunnar að
mestu venjunni samkvæmt, en úr
fjölskyldu hans kemur þó sérstök
bókahefð. „Það hefur lengi verið
siður að allir fái að minnsta kosti
eina bók í jólagjöf,“ segir hann og
er sjálfur með nokkrar á óskalist-
anum. „Ég er búinn að lesa Harð-
skafa eftir Arnald og þótti hún
mjög góð. Síðan hlakka ég til að
lesa Þar sem vegurinn endar eftir
Hrafn Jökulsson og Rimla hugans
eftir Einar Má. Ég gæti nefnt
miklu fleiri en þessar eru efstar á
blaði.“
Stjórnmálamenn hafa það náðugt með sínum nánustu um jólin
Austurríki, möndlu-
grautur og bókalestur
➤ Björgvin og Svandís verða lík-lega með villibráð, en aust-
urrískir hótelkokkar sjá um
að seðja hungur Bjarna.
JÓL STJÓRNMÁLAMANNA24 stundir höfðu sam-
band við þrjá valinkunna
stjórnmálamenn, þau
Bjarna Benediktsson,
Svandísi Svavarsdóttur
og Björgvin G. Sigurðs-
son, og grennsluðust fyr-
ir um hefðir þeirra og fyr-
irætlanir um jólin.
Bjarni Ben Skíðar um brekkur Austur-
ríkis með fjölskyldunni, fjarri jólastressi.
Björgvin G. Vill fá Rimla hugans og Þar
sem vegurinn endar í jólapakkann.
Svandís Svavars. Svoddan villimaður,
en ætlar þó að hlífa rjúpunni þessi jól.
Það getur verið erfitt að finna litl-
ar gjafir til þess að stinga að mak-
anum ef maður vill gleðja hann áð-
ur en að aðfangadagskvöldi líður.
Gefist ekki tími til þess að finna per-
sónulegar gjafir til þess að setja í
jólasokkinn þá er tilvalið að lauma
snyrtivörum, uppáhaldsilmvatninu
eða rakspíranum í sokkinn að
kvöldi Þorláksmessu. Slíkar gjafir
koma sér alltaf vel.
Góður ilmur handa honum
Góður rakspíri er tilvalin gjöf en
nú er hægt að velja úr fjölda ilmteg-
unda þannig að það ætti ekki að
vera erfitt að finna ilm sem hentar.
Armani Attitude
Ótrúlega góður ilmur sem er í senn
ferskur og karlmannlegur. Angan af
kryddum og trjákvoðu dregur fram
allt það besta.
Jean Paul Gaultier Homme
Sæt, kryddkennd angan einkennir
ilminn frá Gaultier sem hentar vel
ungum mönnum.
Issey Miyake Intense
Heitur, sterkur rakspíri sem angar
af ávöxtum, kardimommum og
svörtu reykelsi. Rakspíri sem hentar
bæði hátíðlegum og hversdags-
legum tilefnum.
Hypnose Homme
Nýi ilmurinn frá Lancôme einkenn-
ist af fáguðum kynþokka og karl-
mannlegri angan. Ávextir og krydd
gefa rakspíranum ferskan ilm sem
hentar öllum karlmönnum.
Diesel Fuel for Life
Ilmurinn frá Diesel hefur slegið í
gegn. Sterkur, ferskur og karlmann-
legur án þess að vera yfirþyrmandi.
Gleddu með góðum rakspíra
Góður ilmur á aðfangadag
Jólin eru einn annasamasti tími
ársins hjá verslunarmönnum og
sjaldan eða aldrei er jafnmiklum
peningum eytt og á þessum
tíma, en flestir gera vel við sig í
bæði mat og drykk ásamt því
sem jólagjafirnar kosta sitt. Um
jólavertíðina eru kreditkort not-
uð til þess að borga fyrir vörur
og þjónustu að meðaltali 5.340
sinnum á hverri mínútu í
Bandaríkjunum.
Mikil notkun
kreditkorta
Í Úkraínu eru jólatrén gjarnan
skreytt með gervikóngulóarvef
ásamt öðru hefðbundnu skrauti.
Ástæðan er sú að það er talið
kunna góðri lukku að stýra að rek-
ast á kóngulóarvef að morgni jóla-
dags. Þar í landi er einnig hefð að
bera fram tólf rétta máltíð og fær
yngsta barnið í hverri fjölskyldu
það hlutverk að fylgjast með fyrstu
kvöldstjörnunni birtast á himnum
en þá má hátíðin hefjast.
Kóngulóarvefur
á jóladag
S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ...
Jólagjöfin í ár
er alvöru Vita Mix
blandari og matreiðsluvél
Mylur alla ávexti, grænmeti
klaka og nánast hvað sem er
Hnoðar deig
Býr til heita súpu og ís
Hraðastillir
Lífstíðareign!
10% afsláttur
fram að jólum
Verð kr. 53.974
Uppskriftarbók og DVD
diskur fylgir