24 stundir - 19.12.2007, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Jólahald hér á Litla-Hrauni ber
þess merki að þetta er fangelsi og
því er tilstandið auðvitað undir
öðrum kringumstæðum en ef þeir
væru heima hjá sér,“ segir Kristján
Stefánsson, forstöðumaður á Litla-
Hrauni. „En það er ýmislegt gert til
að stytta föngum stundirnar,“
nefnir hann og segir að Bubbi
komi alltaf á aðfangadag að
skemmta föngunum.
Bubbi kemur og skemmtir
Aðspurður segist Bubbi hafa
komið í 24 ár á Litla-Hraun og um
ástæður þess vill hann ekkert gefa
uppi. „Nei, ég tjái mig ekki um
hvers vegna ég geri þetta,“ segir
hann „Í ár mun ég taka einhverja
með mér eins og venjulega, þá
verða þar rithöfundar sem lesa fyr-
ir fangana úr útkomnum verkum.“
Helgistund og gjafir
Kristján nefnir að fangarnir
haldi jólin hátíðleg eins og þeim er
unnt miðað við aðstæður. Haldin
sé helgistund sem Hreinn Há-
konarson, fangaprestur þjóðkirkj-
unnar, sér um. Þá fá margir gjafir
frá ættingjum og vinum. Gjafirnar
segir Kristján opnaðar í viðurvist
fangavarða. „Það eru nú orðin
mörg ár síðan eitthvað misjafnt
barst fanga í gjafasendingu og man
ég ekki einu sinni hvað það var ná-
kvæmlega en auðvitað berast þeim
gjafir sem eru teknar sérstaklega til
skoðunar. Þá erum við að tala um
ýmis tæki og tól, tæknigræjur og
hljóðfæri.“
Fangamaturinn enginn fangamatur
Jólin haldin hátíðleg
á Litla-Hrauni
➤ Á jólamatseðlinum í ár erhumarsúpa og hamborg-
arhryggur með sykurbrún-
uðum kartöflum og meðlæti.
➤ Á Litla-Hrauni er starfrækturkór undir handleiðslu Gunn-
ars Björnssonar, prests á Sel-
fossi.
➤ Um 12 fangar fá dagvist-arleyfi til að heimsækja vini
og ættingja yfir jólin.
LITLA-HRAUNÁ Litla-Hrauni eru jól
haldin hátíðleg eins og
kostur er á, opnaðar gjaf-
ir, sungið og eldaður er
dýrindismatur. Þá fá
fangarnir Bubba til sín í
heimsókn, en hann hefur
sungið inn fyrir þá jólin
síðustu 24 árin.
Bubbi Morthens Í tuttugu ár hefur hann
farið á aðfangadagsmorgun á Litla-Hraun
og spilað þar fyrir þá sem þar gista.
24stundir/Halldór Kolbeins
Þeir sem vilja hugsa um vigtina
um jól og áramót geta vel haldið
góð jól án þess að fitna. Aðal-
málið er að hugsa um hvað er
borðað. Ef fólk vill ekki úða í sig
feitu kjöti er sniðugt að hafa sjáv-
arréttaforrétti. Hægt er að borða
mikið af rækjum, hörpudiski,
kræklingum og öðrum sjáv-
arréttum án þess að fitna. Ef vel
er borðað af fiski í forrétt er
minna magamál fyrir kjötið sem
kemur í aðalrétt.
Þá er einnig gott ráð að hlaða vel
á diskinn sinn af grænmet-
ismeðlætinu þegar kemur að að-
alréttinum en skammta sér lítinn
kjötbita í staðinn.
Hins vegar er gott að hafa í huga
að hreyfing er alltaf góð, líka á
jólunum. Þeir sem eru duglegir
og ákveðnir í að halda vigtinni yf-
ir jólin ættu að fara í langan
göngutúr á jóladag en með því
verður samviskan mun betri.
Jól án þess að
vigtin springi
Vatnagörðum 14 – 104 Reykjavík
– fyrsta bókin í nýrri ritröð
um íslenskar laxveiðiár
Laxá í Kjós, ásamt Bugðu, hefur af þekktum stangaveiðimönnum verið
kölluð „Háskóli“ stangaveiðimanna vegna fjölbreytileika síns.
Þetta er óskabók veiðimanna, hvort sem þeir eru þaulreyndir eða að
feta sín fyrstu spor í veiðikúnstinni og fæst bæði á ensku og íslensku.
Höfundurinn, Guðmundur Guðjónsson, lýsir veiðistöðum af
þekkingu og kryddar lýsingar sínar sögnum af skemmtilegum
mönnum sem hafa notið þeirrar ánægju að spreyta sig í þessum ám í
gegnum tíðina. Gullfallegar myndir Einars Fals Ingólfssonar gæða
bókina enn frekara lífi.
Fæst bæðiá ensku ogíslensku
Bragðgóður og huggulegur
morgunverður er tilvalinn á að-
fangadag en það er um að gera að
byrja daginn með heitum kakó-
bolla og hátíðlegu meðlæti.
Norskt jólabrauð
½ bolli smjör
2 bollar mjólk
½ bolli vatn
8 bollar hveiti
2 pakkar ger
½ bolli sykur
2 teskeiðar salt
½ teskeið kardimommur
2 bollar þurrkaðir ávextir
mjólk
Bræðið smjörið ásamt mjólk og
vatni. Setjið 4 bolla af hveiti í stóra
skál ásamt þurrefnunum og bland-
ið við smjörblönduna. Hrærið
þurrkuðum ávöxtum saman við og
bætið við afganginum af hveitinu.
Hnoðið deigið og látið lyfta sér í
klukkustund. Mótið í tvo brauð-
hleifa og burstið með mjólk. Látið
þá lyfta sér í 45 mínútur. Bakið við
190 gráður í 30 til 40 mínútur.
Epla- og kanilkaka
1 matskeið kanill
2 teskeiðar lyftiduft
1 bolli bráðið smjör
1½ bolli ljósbrúnn sykur
4 stór egg
6 epli, skorin í litla bita
1 bolli flórsykur
1 til 2 teskeiðar vatn
2 ½ bolli hveiti
1 teskeið salt
½ teskeið matarsódi
Hitið ofninn í 175 gráður.
Hrærið saman hveiti, kanil, mat-
arsóda, salti og lyftidufti. Hrærið
saman í annarri skál smjör, brún-
an sykur og egg. Blandið þurrefn-
unum við. Bætið eplabitunum
saman við. Bakið í 50 til 60 mín-
útur. Kælið. Blandið saman flór-
sykri og vatni og setjið yfir kök-
una.
Hefjið daginn með heitu kakói og bakkelsi
Með kaffinu á
aðfangadagsmorgun
24 stundir/Árni Sæberg