24 stundir - 19.12.2007, Page 34

24 stundir - 19.12.2007, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir Bandaríkjamenn hafa gaman af því að gera ýmsar kann- anir og fyrir stuttu gerðu þeir rannsókn á því hvaða jólaplöt- ur væru í allra mestu uppáhaldi hjá þjóðinni. Ýmsir lista- menn komust á blað og meðal þeirra er hljómsveitin Beach Boys, jólaplata frá árinu 1967, en lögin Little Saint Nick og Merry Christmas Baby af þeirri plötu urðu mjög vinsæl á út- varpsstöðvum fyrir jólin þetta árið og platan virðist lifa. The Carpenters komust einnig á blað með plötu sína Christmas Collection en söngkonan Karen Carpenter er sögð með undurfagra jólarödd á þessari plötu. Á plötunni er eitt þekktasta lag Carpenters, What Are you Doing New Ye- ar’s Eve. Elvis Presley er að sjálfsögðu á þessum lista með plötu sína Elvis Christmas Album en á henni kennir bæði áhrifa frá blús- og rokksveiflum stjörnunnar. Eftirminnileg lög á plötunni eru Blue Christmas, Santa Bring My Baby Back og Santa Claus is Back in Town. Jackson 5 eru með eina vinsælustu jólaplötu allra tíma með Michael litla Jackson í fararbroddi, The Best of Jackson 5 The Christmas Collection. Svo er einnig um Barböru Streisand, A Christmas Al- bum. Þetta er hátíðleg plata og eitt vinsælasta lagið er Jingle Bells. Ray Charles á vinsæla jólaplötu, The Spirit of Christmas, sem naut mikilla vinsælda, m.a. lögin Winter Wonderland og Baby, Its Cold Outside. Ekki er hægt að telja upp vinsælar jólaplötur nema nefna sjálfan Frank Sinatra, A Jolly Christmas from Frank Sinatra. Platan kom út árið 1957 og vinsæl lög af plötunni eru The Christmas Waltz og It Came Upon a Midnight Clear. Ekki má heldur gleyma sjálfum kónginum, Bing Crosby, en plata hans White Christmas er með allra vinsælustu jóla- plötum sem út hafa komið. Jólalög allra tíma Vinsælustu jólaplöturnar Um eitt hundrað þúsund Norð- menn borða ekki kjöt eða fisk á jólunum. Það eru svokallaðar grænmetisætur sem velja fremur hnetusteik en svínakjöt. Flestallir Norðmenn eru þó með jólamat eftir gömlum siðvenjum sem þeir eru aldir upp við. Þeir sem kjósa grænt jólaborð telja sig ekki síður fá jólamat því að hluti alls með- lætis með jólasteikinni er græn- meti. Margir borða hnetusteik Jólakveðjur hafa verið á dagskrá Rásar 1 nánast frá upphafi en kveðjurnar hafa verið lesnar á Þor- láksmessu frá árinu 1943. Upp- haflega voru kveðjurnar ætlaðar hlustendum á Grænlandi og út- lendingum á Íslandi en um1940 var dagskrárliðurinn nefndur Jóla- kveðjur og ávörp til skipa á hafi úti og sveitabýla. Seinna var farið að flytja kveðjur frá Íslendingum bú- settum erlendis. Jólakveðjur hluti af jólunum Þeir eru eflaust margir sem öfunda breska kvikmyndaleikstjórann Guy Ritchie, en sá þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað hann gefur konunni í jólagjöf. Guy og eig- inkona hans, súperdívan Ma- donna, hafa ákveðið að skiptast ekki á jólagjöfum. Þau aðhyllast bæði Kabbalah sem er eitt afbrigði gyðingdóms, en Madonna ku vera mjög mótfallin markaðssetningu sem fer fram í kringum jólin. Madonna vill ekki jólagjöf Við óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Starfsfólk Eymundsson eymundsson.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.