24 stundir - 19.12.2007, Side 35

24 stundir - 19.12.2007, Side 35
24stundir MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 35 MENNING menning@24stundir.is a Við erum óttalega einföld. Okkur finnst gaman að gera tónlist, gaman að spila á tónleikum og grúska í græjum og allt þetta. En við erum alveg glöt- uð í öllu sem heitir plögg og svoleiðis dóti. Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Þetta var í raun manndómsvígsl- an í upptökutækni. Það var svo margt sem maður kunni og við vorum að prófa okkur áfram og tókum hluta af plötunni nokkrum sinnum upp, þangað til við vorum orðin fullkomlega ánægð með út- komuna,“ segir Magnús Øder, bassaleikari Benny Crespo’s Gang, sem var mikið með puttana í út- setningum og upptökum en með- limir sveitarinnar komu mikið að vinnslu plötunnar sjálfir. Benny Crespo’s Gang heldur í kvöld út- gáfutónleika í Tjarnarbíói í tilefni af því að sveitin sendir frá sér sína fyrstu plötu. Platan ber sama nafn og hljómsveitin sem hefur verið starfrækt frá árinu 2003. Sveitina skipa Helgi Rúnar gítarleikari, Lovísa Elísabet hljómborðsleikari, Magnús Øder bassaleikari og Björn Sigmundur trommuleikari. Lay Low ruddist á undan Hljómborðsleikari Benny Cres- po’s Gang, Lovísa Elísabet, er lík- lega betur þekkt undir nafninu Lay Low. Magnús viðurkennir að hækkandi frægðarsól söngkonunn- ar að undanförnu hafi tafið gerð þeirra eigin plötu umtalsvert enda spiluðu tveir af meðlimum Benny Crespo’s Gang inn á plötu Lay Low, Please dońt hate me, sem hef- ur notið gríðarlegra vinsælda. „Ég og Bassi (Björn Sigmundur trommuleikari) fórum reyndar með henni í tónleikaferð um Evr- ópu. Platan hennar ruddist eigin- lega fram fyrir okkar plötu,“ segir Magnús í léttum tón. Magnús gef- ur lítið upp um ástæðurnar að baki nafni sveitarinnar og segir að með- limir Benny Crespo’s Gang vilji halda því út af fyrir sig. Léleg í markaðsstarfinu Aðspurður um framtíðaráform sveitarinnar segir Magnús að hann myndi ekki slá hendinni á móti frægð og frama erlendis en segir að sveitin einbeiti sér að því að gera það sem þeim þykir skemmtilegast. „Við erum óttalega einföld. Okkur finnst gaman að gera tónlist, gam- an að spila á tónleikum og grúska í græjum og allt þetta. En við erum alveg glötuð í öllu sem heitir plögg og svoleiðis dóti,“ segir Magnús að lokum. Húsið verður opnað klukk- an 20:47 í kvöld og búist er við hús- fylli enda margir sem hafa beðið lengi eftir plötu frá þessari hressu rokksveit. Benny Crespo’s Fagna samnefndri plötu í kvöld. Benny Crespo’s Gang heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói í kvöld Fyrstu plötunni fagnað Íslenskir tónlistaráhuga- menn þekkja Benny Cres- po’s Gang. Sveitin hefur verið starfrækt í nokkur ár en þeirra fyrsta plata kom út fyrir stuttu. Í kvöld verður blásið til út- gáfutónleika til að fagna nýju plötunni. ➤ Benny Crespo’s Gang varstofnuð á Selfossi árið 2003. ➤ Fyrsta plata sveitarinnar komút í nóvember á þessu ári. Platan var tæp 3 ár í vinnslu. ➤ Einn af meðlimum hljóm-sveitarinnar er tónlistarkonan Lay Low, sem hefur slegið í gegn með plötu sinni, Please don’t hate me. ➤ Útgáfutónleikar verða haldn-ir í Tjarnarbíói í kvöld og hús- ið verður opnað klukkan 20:47. BENNY CRESPO’S GANG 24stundir/Golli Fimm listamenn halda sameig- inlega útgáfuhátíð á Lídó á Hall- veigarstíg í kvöld og er frítt inn. Listamennirnir eiga það allir sameiginlegt að gefa sjálfir út plötur sínar nú fyrir jól, en þeir eru stórsveit Samúels Jóns Sam- úelssonar, Einar Scheving, Tómas R. Einarsson, systkinin Ingibjörg, Óskar og Ómar Guðjónsbörn og Jagúar. hh Sameiginleg út- gáfuhátíð á Lídó Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hef- ur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í fimmtán ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Á mið- vikudaginn verða tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju, á fimmtu- daginn í Kópavogskirkju og á föstudaginn leikur hópurinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tón- leikarnir hefjast allir klukkan 21 og verður selt inn við dyrn- ar. hh Mozart við kertaljós

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.