24 stundir - 19.12.2007, Page 47
24stundir MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 47
Tuttugu ára gamalt jólalag,
„Fairytale Of New York“ með
Pogues, hefur verið ritskoðað á
bresku útvarpsstöðinni BBC1.
Stöðin bannar línuna þar sem
söngkonan Kirstly MacColl heit-
in syngur orðið „faggot“ eða
„hommi“ upp á íslensku, og eins
þegar Shane MacGowan kallar
MacColl „an old slut on junk“,
eða „gamla dópdruslu“.
Lagið er í áttunda sæti vinsælda-
lista í Bretlandi. re
Banna Fairytale
Of New York
Victoria Beckham segir að í her-
búðum kryddstúlkna hafi ætíð
verið geysimikil valdabarátta
milli Mel B. og Geri. Þegar þær
hafi verið ósáttar hafi orðið mikil
tilfinningasprenging en um leið
og þær náðu sáttum hafi allt fall-
ið í ljúfa löð. Þetta er haft eftir
frúnni í óútkomnum heimild-
arþætti á BBC. bm
Krydduð
valdabarátta
David Beckham kom fram í raun-
veruleikaþætti hinn 16. desember
á bandarísku sjónvarpsstöðinni
E! channel. Rapparinn fór með
börnin sín þrjú í fótboltaskóla
David Beckhams, sem kenndi
þeim að hafa vald yfir boltanum.
Eftir þáttinn sagðist Beckham
vera mikill rappaðdáandi og það
væri frábært að hafa fengið að
hanga með Snoop. re
Beckham í þætti
Snoop Dogg
Neil Young mun snúa aftur til
Evrópu snemma á næsta ári.
Hann mun spila í Þýskalandi,
Danmörku, Frakklandi og á Bret-
landseyjum. Neil verður í París
14. febrúar, í Frankfurt 24. febr-
úar, í Berlín 26. febrúar, í Kaup-
mannahöfn 28. og 29. febrúar, í
Edinborg 3. mars, í Lundúnum
5., 6., 8. og 9. mars og í Manchest-
er 11. og 12. mars. re
Neil Young á
ferðalagi
Hópur stjórnmálafræðinema á leið í námsferð
fékk tölvupóst þess efnis að flug þeirra til Íslands
frá Baltimore á vormánuðum hefði verið fellt
niður. Ástæðan mun vera breyttar áherslur Ice-
landair. „Ég fékk áfall þegar ég sá tölvupóstinn því
það stóð ekkert í honum að Icelandair myndi
finna lausn,“ segir Freyja Oddsdóttir stjórnmála-
fræðistúdína og bætir við að nokkurt uppþot
hefði orðið innan hópsins. „Við erum löngu búin
að panta flug á netinu og þess vegna óþægilegt að
fá svona skilaboð.“ Sigríður Helgadóttir, starfs-
maður í fjarsöludeild Icelandair, segist ekki vita
hve margir hafi nú þegar pantað ferðir sem falla
niður vegna breytinganna. „Þetta gerist mjög
sjaldan en í lögum flugfélaga er leyfi fyrir slíkum
breytingum á áætlun,“ segir Sigríður. Freyja segir
að stjórnmálafræðinemar hafi fengið misvísandi
skilaboð þegar þeir höfðu samband við Icelandair
í kjölfar tölvupóstsins. „Sumum var boðið að
bóka tengiflug þeim að kostnaðarlausu en öðrum
var sagt að þeir þyrftu að greiða fyrir. Einnig voru
nemendur bókaðir á misjöfn tengiflug til Boston
en þaðan þurfum við að fljúga heim,“ segir
Freyja. „Ef manneskja er á vildarmiða þarf hún að
borga tengiflugið en annars reynir Icelandair eftir
bestu getu að koma fólki á áfangastað því að
kostnaðarlausu,“ segir Sigríður. „Annars skoðum
við hverja pöntun fyrir sig og reynum að finna
lausn,“ bætir hún við. „Mér finnst þetta frekar
mikið klúður og alls kostar óvíst að hópurinn
lendi í sama tengiflugi. Samt höfum við þurft að
hagræða ferð okkar stjórnmálafræðinema talsvert
vegna breytinga innan Icelandair,“ segir Freyja.
bjorg@24stundir.is
Bandaríkjaferð háskólanema í upplausn vegna breytinga Icelandair
Ringlaðir stjórnmálafræðinemar
eða
eða
Gjafakort Kaupflings
Gjafakort Kaupþings er fullgilt greiðslukort sem gildir hvar sem er í heiminum
og einnig á vefnum. Gefðu Gjafakort með upphæð að eigin vali.
Þú getur keypt Gjafakortið í næsta útibúi Kaupþings.
Gefðu Gjafakort Kaupþings og
leyfðu henni að velja