24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Þetta eru spennandi tímar og það eru gríðarleg tækifæri sem felast í þessu fyrir íslensk fyrirtæki. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Þetta eru spennandi tímar og það eru gríðarleg tækifæri sem felast í þessu fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri ís- lensku kauphallarinnar, um sam- runa OMX undir nafninu Nasdaq OMX Group. Samrunabylgja „Þetta hefur verið að gerast á undanförnum árum. Samruna- bylgja sem gengið hefur yfir kaup- hallirnar,“ segir Þórður og bætir við: „Til dæmis sameinuðust New York Stock Exchange og Euronex, sem eru kauphallirnar í Frakk- landi, Belgíu, Hollandi og Portú- gal. Það var fyrsti kauphallasam- runinn yfir Atlantshafið. Nasdaq og OMX er síðan annar kauphalla- samruninn yfir Atlantshafið.“ Þórður geri ráð fyrir því að í framtíðinni verði stigin frekari skref í átt að auknu samstarfi og hugsanlega samruna. Heimskauphallir „Ég býst við því að í framtíðinni verði fremur fáar kauphallir, heimskauphallir, sem eru með kauphallarstarfsemi í öllum heimshlutum,“ segir hann og bæt- ir við: „Ég geri ráð fyrir því að Nasdaq verði ein af þeim kaup- höllum sem verði þar í farar- broddi.“ Hann býst við spennandi tímum framundan, sérstaklega hvað varðar skref í átt til stækk- unar á kauphöllinni og þá líklega næst til Asíu og Mið-Austurlanda. „Bæði New York Stock Exchange og Nasdaq eru nú þegar byrjaðar að þreifa sig áfram með samstarf í Asíu.“ Önnur af tveimur stærstu Að sögn Þórðar verður kauphöll Nasdaq OMX næststærsta kaup- höll í heimi ef miðað er við mark- aðsvirði. „Þetta er stærsta kauphöll í heimi ef talinn er fjöldi skráðra fyritækja í kauphöllum Nasdaq OMX,“ segir Þórður. Hann segir að fyrst um sinn verði kauphöllin hér á landi rekin með svipuðu sniði og áður, en breytinga megi vænta síðar. Þórður segir stærstu breytinguna felast í auknum sýni- leika skráðra fyrirtækja í OMX. „Nasdaq er mjög sterkt vörumerki þannig að það kemur félögum á Norðurlöndum mjög vel að tengj- ast Nasdaq. Ekki eingöngu gagn- vart bandaríska markaðnum held- ur einnig gagnvart mörkuðum annars staðar í heiminum og þá er ég að vísa til Mið-Austurlanda og Asíu þar sem mikið fjármagn er.“ Kauphöll Íslands Kauphöllin verður hluti af Nasdaq OMX Mikil tækifæri með samruna  Íslenska kauphöllin verður hluti af einni stærstu kauphöll í heimi  Aukinn sýnileiki íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum ➤ Kauphöll Íslands varð hluti afnorrænu kauphöllinni OMX í lok ársins 2006. Að auki voru kauphallirnar í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki í samsteypunni. ➤ Nasdaq OMX er stærsta kaup-höll í heim sé miðað við fjölda skráðra fyrirtækja en sú næststærsta ef miðað er við markaðsvirði. NASDAQ OMX GROUP 24stundir/G.Rúnar MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &  ' ()*  +#,   -         ./0   #"   " 1,  "2## 23      4, !"# "    5#  67 #*   &2896 +,  ( (   :   (        ;# ,         (*    !                                                           : (   + (< = $ & .>.?/@AB /0@A@0AC D?A@0D@.. C>A@?.>A0 ABD?B.A>D/ C.@BCB>C 0D@.BB@? C@BC.@>D>> .AD/>B0AA/ .?0@B.@?C C.>BDB?>B DBC/0D.A CD/.C./0 CCAA@/@? C?C@??@ 0B.?.D. ' ' C/0A>00 C>@ACC ACB00>D@ ' >D>.A.C. ' ' C??0???? ' ' >EB0 0/E>? CBE00 C.EA0 DCE@? .@ED? DAE@0 B@/E?? .@E0? C0E?? 0E>A >>E0? DE?D /E>C DDAE?? D???E?? 0C?E?? ?EB@ C/0E?? 0EC0 C?CE?? D.ED? BE0B ' ' ...0E?? ' ' >E>? 0AE/? CBEA? C.EBC DCE00 .@E/? DAEA? B0CE?? .@E>? C0E?0 /E?D C??E0? DE?@ /E>. D.?E?? D?.BE?? 0C>E?? ?EB0 CACE?? 0ED? C?DE?? ' BE/? ' ' ../0E?? ' AE0? *   ( CD C@ @C .B C.C > C/ C?? B? @@ > C? C0 0 . C0 ' ' C? / C@ ' .D ' ' C ' ' F#   (#( .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B .CD??B DBCDD??A DACDD??A .CD??B .CD??B .CD??B DACDD??A .CD??B /CDD??A DDBD??A .CD??B ACDD??A DCCD??A ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis banka, fyrir 7,6 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum P/F Atlantic Petroleum eða 3,35%. Bréf í Össuri hækkuðu um 1,12% og bréf Teymis um 0,51%. ● Mesta lækkunin var á bréfum P/F Föroya Bank eða um 6,56%. Bréf Exista lækkuðu um 6,08% og bréf FL Group um 5,69% ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,75% í gær og stóð í 6.144,06 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 1,03% í gær. ● Samnorræna OMX40-vísitalan lækkaði um 0,09% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækkaði um 0,3% og þýska DAX-vísitalan um 0,5%. Róbert Trausti Árnason hefur verið ráðinn verkefnastjóri Evr- ópumála á stefnumótunar- og samskiptasviði Samtaka atvinnu- lífsins og hefur þegar tekið til starfa. Starfið er nýtt og mun Ró- bert Trausti verja um helmingi starfstímans í Brussel. Verkefni hans munu meðal annars snúa að því að fylgja eftir hagsmuna- málum atvinnulífsins í tengslum breytingar sem er verið að vinna að á Evrópulöggjöfinni. mbl.is Róbert Trausti til SA Sérfræðingar segja að einn maður hafi staðið á bak við hækkun olíuverðs í gær, þ.e. þegar verðið á tunnu af hráolíu fór á 100 dali í fyrsta sinn í sögunni. Þeir segja að umræddur fjár- festir hafi gert þetta til að öðlast augnabliksfrægð og til að geta gortað af þessu í ellinni. Einn fjárfestir keypti 1.000 tunnur, sem er lágmarkið, og seldi þær strax á 99,40 dali. Með þessu tapaði hann 600 dölum. Þetta segir Stephen Schork, fyrrverandi starfsmaður kauphallarinnar í New York og núverandi rit- stjóri fréttabréfs sem fjallar um olíumarkaðinn. Kauphöllin í New York hefur staðfest að verðið á bandarískri hráolíu hafi aðeins einu sinni farið yfir 100 dali. mbl.is Einn maður valdur að olíuhækkun Reykjavik Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) hafa formlega tilkynnt að þau hafi dregið sig út úr tilboði í 40 pró- senta hlut í stærsta jarðvarmafyr- irtæki Filippseyja, PNOC-EDC. 24 stundir greindu frá því í nóv- ember að félögin hefðu hætt við vegna þess að þeim þótti tilboðið, 84 milljarðar króna, óeðlilega hátt. Filippseyska orkufyrirtækið First Gen stendur nú eitt að til- boðinu, sem var langhæst allra þeirra tilboða sem bárust. þsj Hætta formlega við PNOC-EDC Seltjarnarneskaupstaður gerir ráð fyrir að auka verulega útgjöld til málaflokka, sérstaklega þó íþrótta- og æskulýðsmála og til fræðslumála. Íþróttir og tóm- stundaiðkun barna verða áfram styrktar og bætt við heim- greiðslum til foreldra barna á aldrinum níu til 24 ára. Útsvar hefur verið lækkað um tvö prósent og er með því lægsta sem er í landinu. Bæjarstjórn til- kynnir góðan hag þrátt fyrir lág gjöld. bee Auka útgjöld, lækka útsvar www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • Auðvelda þér að standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Verð frá 98.000 krónum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.