24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 29
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 29 Flestir strengja áramótaheit en fæstir halda þau út árið ef marka má rannsókn breskra sálfræð- inga. Reykingamenn ætla sér að drepa í og kyrrsetufólk ætlar í ræktina, en staðreyndin er sú að aðeins einn af hverjum tíu nær settum markmiðum. Skýr og einföld markmið Niðurstöður rannsókna á 3.000 breskum körlum og konum sýndi fram á að karlmenn sem settu sér skýr og einföld mark- mið væru líklegri til þess að ná árangri en hinir og konur sem sögðu fjölskyldu og vinum frá markmiðum sínum héldu frekar áramótaheitin. Karlmenn eru 22% líklegri til þess að ná árangri setji þeir sér einföld markmið, eins og að ákveða hversu mörg kíló þeir ætla að missa á ákveðnum tíma í stað þess að ætla að missa nokk- ur kíló á árinu. Að segja öðrum frá markmiðum sínum eykur einnig líkur á að kona standi við áramótaheitið um allt að 10%. Flestum mistekst Richard Wiseman prófessor við Háskólann í Hertfordshire segir að þrátt fyrir að svo fáum takist að standa við áramóta- heitin telji rúmlega helmingur sig vel geta það þegar áramótaheitið er gefið en ef marka má nið- urstöður rannsóknarinnar hafa aðeins 12% náð tilætluðum ár- angri í lok árs. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að erfiðasta áramótaheitið sé að hætta að reykja og 75% kveikja aftur í á nýja árinu og aðeins 28% tekst að losa sig við aukakílóin. „Markmiðin á nýja árinu eiga að vera ný og fersk eða þá að þau gömlu sé nálgast með nýjar leiðir í huga. Annað gengur ekki,“ segir Wiseman. Flestir strengja áramótaheit en fæstir uppfylla þau Tekst hjá einum af hverjum tíu 24 Stundir/Brynjar Gauti Hreyfing Það taka margir þá ákvörð- un í byrjun nýs árs að losa sig við aukakílóin en fæstum tekst vel til. Handþvottur er þýðingarmesta einstæða atferlið til að hindra út- breiðslu sýkinga. Flestir þvo sér hugsunarlaust en rannsóknir hafa sýnt að þumalfingur og fing- urgómar verða helst útundan í handþvotti, en það eru einmitt þeir sem allt snerta og gefa þarf sér tíma til að nudda sápunni vel á húðina, sérstaklega fyrrnefnda staði (fingurgóma og þum- alfingur). Þvoðu þér um hendurnar Um 20% skólabarna í Evrópu eru yfir kjörþyngd og mataræði þeirra er ansi slakt samkvæmt nýjustu rannsóknum. Börn borða mikið af sælgæti, sætu morg- unkorni, nasli og drekka sæta safa og gosdrykki heima hjá sér. Þrátt fyrir að foreldrar hafi val um að kaupa holla vöru, til dæm- is hafragraut og ferskan fisk, virðast þeir ekki gera það og ala börn sín á fitu, sykri og salti. Mamma, meira nammi! Þeir sem trúa því að áróður fram- leiðenda landbúnaðarvara nái til fæðupíramída sem settir eru fram af stjórnvöldum almenningi til fróðleiks geta kynnt sér Harvard- heilsupíramídann. Ólíkt mörgum öðrum fæðupíramídum er hvatt til mikillar hófsemi í neyslu mjólkurvara og að lítils sé neytt af rauðu kjöti, smjöri, kartöflum, pasta og brauði sem er ekki búið til úr heilu korni. Harvard-heilsu- píramídinn Heilbrigði og almenn hreysti getur haft stór áhrif á lífsgæði og hamingju. Grunninn leggur þú í bjartri og glæsilegri líkamsræktarstöð, Silfur Sporti, þar sem boðið er upp á einkaþjálfun, ráðgjöf, fullkominn tækjasal, upphitun og þol, lyftingasal og próteinbar, svo eitthvað sé nefnt. Í Silfur Sporti er lögð sérstök áhersla á persónulega þjónustu og stresslaust umhverfi. Leggðu grunninn að heilbrigðri sál í hraustum líkama. Hátún 12 • 105 Reykjavík • Sími 551 0011 www.silfursport.is • silfursport@silfursport.is LEGGÐU GRUNNINN X S T R E A M D E S IG N S S 07 01 004

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.