24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir Curves líkamsræktarstöð er rekin í Kópavogi, Reykja- nesbæ og á Akranesi. Alls eru stöðvarnar reknar í einum 60 löndum og eru eingöngu ætlaðar konum. Á öllum aldri Fyrsta stöðin var opnuð hér á landi árið 2005 og sú nýjasta nú á þessu ári. Jón Jóhannsson, eigandi Curves, segir konur frá 16 ára upp í áttrætt æfa á stöðvunum og þangað komi konur sem ekki myndu annars æfa í öðrum líkamsræktarstöðvum, en æfingarnar henti bæði þeim konum sem eru í formi og þeim sem eru að koma sér í form. „Hér geta allir æft eftir eigin getu og hingað koma saman mæðgur, vinkonur, ömmur og barnabörn. Kon- urnar eru leiddar í gegnum æfingarnar af þjálfara og nýta þannig tímann betur, en almennt eyða konur allt of miklum tíma í að vafra um tækjasalinn. Hver æfing tek- ur hálftíma og þá eru allir vöðvar líkamans þjálfaðir og teygt á eftir. Tækin í salnum eru sérstaklega hönnuð fyr- ir konur og byggjast á samhæfingu. Í einu tæki eru t.d. æfðir bæði brjóst- og bakvöðvar,“ segir Jón. Holskefla í janúar Jón segir yfirleitt róast í líkamsræktarstöðunum í desem- ber en síðan komi holskefla í janúar. Í Kópavoginum t.d. sé þó alltaf jafn stramur af konum og almennt hætti viðskiptavinir stöðvanna ekki að æfa um jól eða sumar heldur haldi þær ótrauðar áfram. Á stöðvunum eru einnig í boði sex vikna átaksnámskeið í mataræði sem hafa verið mjög vinsæl. Nám- skeiðin byggja á mataræði, þar sem konunum er kennt að borða rétt og skipuleggja mataræðið. maria@24stundir.is Curves líkamsræktarstöðvarnar Eingöngu fyrir konur Rómuð fyrir starfsfólk Rósa Björk Guðlaugsdóttir er einn þjálfara hjá Curves líkamsræktarstöðvunum. Fyrir grænmetisætur er gott að hafa í huga að ekki inniheldur öll fæða úr jurtaríkinu jafn mikið af amínósýrum. Því er mikilvægt að borða fjölbreytt fæði til að lík- aminn fái allt það sem hann þarfn- ast. Egg, hnetur, fræ, belgávextir og sojavörur innihalda prótín og eru því góður kostur. Sama er að segja um hrísgrjón og mjólkurvörur. Fjölbreytni og sambland er allt sem þarf. Prótín fyrir grænmetisætur Líkaminn getur ekki geymt prótín og því er mikilvægt að innbyrða eitthvert magn á hverjum degi. Sérfræðingar mæla með að fæða okkar innihaldi um tíu til fimmtán prósent af prótíni. Mælt er með að karlmenn innbyrði 55,5 grömm á dag en konur 45. Þetta þýðir að hæfileg neysla prótíns í einni eða tveimur máltíðum á dag á að sjá til þess að við fáum okkar prót- ínskammt. Misjöfn prótínþörf Prótín eru afar mikilvæg til að byggja upp og gera við það sem þarf í líkamanum. En hvort prót- ínið styrkir neglurnar eða ræðst á sáran vöðva veltur á því hvernig það er samansett. Prótín er sam- ansett af amínósýrum sem raða sér saman á mismunandi hátt og mynda keðjur. Sumar þeirra verða til í líkamanum en aðrar koma úr fæðunni. Mikið er af prótíni í kjöti, fiski og mjólkurvörum. Prótín til uppbyggingar Börn hreyfa sig minna en áður eða að meðaltali í 43 mínútur á dag svo að reyni á líkamann. Í Bandaríkj- unum eyða börn allt að 20% af tíma sínum í sjónvarpsgláp og hef- ur offita aukist um 36% á 20 árum. Engu að síður telja níu af hverjum tíu foreldrum börn sín í góðu formi þrátt fyrir að tvö af hverjum þremur séu of feit. Um 30% 10 til 19 ára barna og unglinga hafa nei- kvæða afstöðu í garð líkamsræktar. Hreyfingarleysi barna Æ fleiri nota hjólið sitt sem aðal- samgöngutæki í og úr vinnu og skóla. Hjólreiðar eru vistvænn og ódýr ferðamáti og þægileg, holl hreyfing fyrir alla. Margir nota ekki hjól vegna þess að þeir segja það of erfitt vegna, veðurs, barna og almenns tímaskorts. Hjól er þó hægt að fá í ýmsum gerðum og út- færslum er henta hverjum og ein- um og þá má nota strætisvagna með. Þeir hraustustu hjóla Stöðugt fleiri stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi enda nauðsynlegt til að halda lífi og heilsu. Þeir sem eiga börn og segjast engan tíma hafa til að stunda líkamsrækt hafa litla af- sökun því ein vinsælasta líkams- ræktin er sund og hentar hún allri fjölskyldunni í sameiningu. Börnin kunna vel að meta að skemmta sér í sundi og foreldr- arnir geta tekið nokkrar ferðir á meðan í lauginni. Allir saman í sund Fæst í apótekum og heilsubúðum 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Lífrænt Fjölvítamín Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. V o t tað 100 % lífræ nt Til að fá jafnmikið af nokkrum völdum næringarefnum og í dagskammti af Lifestream Spirulína þarf að borða: · 7 gulrætur (betakarotín) · 1 skál af fersku spínati (járn) · 1 skál af híðishrísgrjónum (kalíum) · 1 glas af mjólk (kalk) · 125 gr. nautakjöt (prótín + B12 vítamín) · 30gr. hveitigrassafa (blaðgræna) · 1 hylki Kvöldvorósarolía (GLA fitusýrur) Súrefnistæmir umbúðirnar til að vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir vegna þess að þeir eru ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. ISO9001 · ISO14001 Aukið úthald, þrek og betri líðan Styrkir fljótt líkamann gegn kvefi og flensu WHO Alþjóðlega Heilbrigðisstofnunin telur hágæða Spirulina ákjósanlegan næringarauka fyrir börn og fullorðna. Mörg hundruð rannsóknir hafa verið gerðar á Spirulina og fjöldi þeirra hefur birst í virtum vísindaritum. Lifestream Spirulina eflir einbeitingu, gefur orku, dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf. Gott fyrir alla sem eru í vinnu, námi og vilja halda línunum í lagi. Greinilegur munur eftir nokkra daga inntöku Hress og hraust í ræktina og vinnu með Spirulina! Lifestream Spirulina gefur mér mjög mikla orku en ég finn ótrúlega .nniðaþketgér ageþnumnnikimÞó svo að ég borði mjög hollt fæði er það Spirulina sem gerir mér kleift að hafa orku í allt sem þarf að gera en ég er í skóla, vinnu, líkamsrækt og æfi fótbolti. Hef miklu meiri úthald og er hressari á morgnana. Daði R. Kristleifsson, 18 ára www.celsus.isGóð heilsa

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.