24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 33

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 33
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 33 MENNING menning@24stundir.is a Reyndar voru það sjálf plötuumslög- in sem heilluðu mig mest til að byrja með og síðar var það tónlistin. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Þegar myndlistarkonan Guðrún Vaka var í gagnfræðaskóla voru hljómsveitirnar Duran Duran og Wham aðalmálið hjá krökkum á hennar aldri. En hún hafði allt öðruvísi smekk en jafnaldrar henn- ar og hafði því enga skoðun á því hvorri hljómsveitinni hún „héldi með“ eins og það var orðað. Þegar hún var spurð hvaða afstöðu hún hefði til málsins asnaðist hún til þess að segja Wham, en svo vildi til að allur bekkurinn hélt með Duran Duran. Sannleikurinn var sá að í stað þessara hljómsveita hlustaði hún miklu frekar á Elvis Presley, Cat Stevens, Simon and Garfunkel og Creedence Clearwater Revival, en þeim kynntist hún þegar hún komst í plötusafn pabba síns, sem átti ógrynni af vínylplötum. Á ung- lingsárum sagði Guðrún Vaka eng- um frá sínum raunverulega tónlist- arsmekk en nú er komið að því að hún geri hann upp og það ætlar hún að gera á sinni fyrstu einka- sýningu, sem opnuð verður á Café Karólínu á morgun, laugardaginn 5. desember. „Það sem ég hef gert er að ég hef málað myndir af plötu- umslögum þessara tónlistarmanna á veggfóður en breytt litunum að- eins og gert myndirnar þannig að mínum,“ útskýrir hún. Guðrún Vaka byrjaði af hálf- gerðri rælni að mála svona plötu- umslagamyndir þegar hún var við nám í Myndlistarskólanum á Ak- ureyri. Þær myndir féllu í mjög góðan jarðveg og því ákvað hún að vinna áfram með þemað. Hún seg- ist vitaskuld löngu hætt að skamm- ast sín fyrir tónlistarsmekk sinn. „Þegar ég var að vinna þessar myndir hlustaði ég að sjálfsögðu á tónlist þessara karla, sem mér finnst auðvitað frábært. Reyndar voru það sjálf plötuumslögin sem heilluðu mig mest til að byrja með og síðar var það tónlistin. Nú eru það hins vegar fyrst og fremst text- arnir, sem eru mjög góðir og hafa raunverulega þýðingu,“ segir hún. Hlustarðu á nútímatónlist? „Nei, allavega ekki mikið. Tón- list í dag á það til að fara dálítið í taugarnar á mér og þá helst text- arnir, enda er algengt að þeir fjalli ekki um neitt. Þó eru undantekn- ingar eins og lagið Dear Mr. Presi- dent með söngkonunni Pink,“ seg- ir hún að lokum. Guðrún Vaka hélt hvorki með Duran Duran né Wham á sínum tíma Með gamaldags tónlistarsmekk Cat Stevens, Simon and Garfunkel, Creedence Clearwater Revival og fleiri gamlir góðir eru í miklu uppáhaldi hjá myndlistarkonunni Guð- rúnu Vöku á Akureyri. Hún opnar einkasýningu á Café Karólínu á morgun, en myndirnar eru unnar eftir plötuumslögum. Gerir upp tónlistarsmekk- inn Guðrún Vaka við eitt verka sinna. ➤ Útskrifaðist úr Myndlist-arskólanum á Akureyri árið 2006. ➤ Er meðlimur í Grálistahópn-um svokallaða, en hann var stofnaður síðasta sumar og samanstendur af myndlist- armönnum á ýmsum aldri. GUÐRÚN VAKA Fyrsta bók ársins frá Nýhil er bókin Íslam og Íslendingar, en um er að ræða greinasafn í ritstjórn rit- höfundanna Auðar Jónsdóttur og Óttars M. Norðfjörð sem fjallar um hættulegar einfaldanir í um- ræðunni um íslam á Íslandi og víð- ar í heiminum. Í tilefni af útgáf- unni verður bókin á sérstökum afslætti í bókabúðinni Útúrdúr við Njálsgötu 14. Í bókinni er að finna tólf myndir gerðar af innlendum og erlendum myndlistarmönnum sem varpa fram þeirri spurningu hvort Ís- lendingum sé nokkuð heilagt, en múslimar hafa verið gagnrýndir fyrir að leggjast gegn skopteikning- um af spámanninum Múhammeð. Rætin mynd er dregin upp af hlut- um sem Íslendingum eru heilagir, en þeir verða hengdar upp til sýnis í útgáfuveislu í bókabúðinni Útúr- dúr í dag klukkan 17. Einnig eru tvær skopteikningar í bókinni eftir Hugleik Dagsson og Lóu Hjálmtýs- dóttur og viðtal við Yousef Inga Ta- mimi, 19 ára gamlan múslima sem er fæddur og uppalinn á Íslandi. Í ritnefnd bókarinnar sátu þeir Viðar Þorsteinsson, Haukur Már Helgason, Eiríkur Örn Norðdahl og Þórarinn Leifsson. Meðal grein- arhöfunda í bókinni má nefna Magnús Þorkel Bernharðsson, Amal Tamimi, Jón Orm Halldórs- son, Guðberg Bergsson og Þórhall Heimisson. Áberandi er einnig að fjöldi höfunda af yngri kynslóðinni skrifar í bókina um innflytjenda- mál og trúarbragðadeilur. Bókin er 190 síður og verður dreift í allar helstu bókaverslanir strax eftir helgi. Á bókakynning- unni í dag verður boðið upp á ísl- amskt snakk og allir eru velkomnir. Fyrsta bók ársins frá Nýhil fjallar um Íslam og Íslendinga Er Íslendingum ekkert heilagt? Myndlistarkonan Arngunnur Ýr opnar sýningu á nýjum verkum í Gallerí Turpentine við Ingólfsstræti í dag, föstudaginn 4. janúar, klukk- an 17.30. Arngunnur sýnir ný verk, unnin á árinu 2007 með olíu á ál. Hún er búsett í San Francisco í Bandaríkj- unum og á Íslandi og hefur haldið fjölmargar sýningar hér á landi sem erlendis. Hún sýnir verk sín meðal annars í virtum galleríum í New York, Boston, San Francisco, París og í Reykjavík. Arngunnur gerir aðallega lands- lagsmálverk af íslenskri náttúru og segir hún verk sín skírskota til fjar- veru sinnar frá landinu sem hún elskar. Sýningin í Gallerí Turpent- ine stendur í þrjár vikur. Arngunnur Ýr sýnir í Gallerí Turpentine Náttúran úr fjarska Fjarri heimahögum Arngunnur Ýr við eitt málverka sinna af ís- lenskri náttúru. Nú þegar átta vikur eru frá því að handritshöfundar í Hollywood hófu verkfall sitt, birtust spjall- þáttastjórnendurnir Jay Leno, David Letterman og Conan O’Brien aftur á skjánum vest- anhafs síðastliðið miðvikudags- kvöld þó svo að verkfallinu sé hvergi nærri lokið. Alskeggjaðir höfðingjar Að þessu sinni urðu þeir að reiða sig á brandara sem þeir sjálfir og aðrir, sem ekki eru í verkfalli, höfðu skrifað og eitt af því fyrsta sem áhorfendur tóku eftir var að bæði O’Brien og Let- terman voru orðnir alskeggjaðir, enda byrjuðu þeir báðir að safna þegar þættirnir þeirra voru teknir af dagskrá vegna verkfallsins. Reyndar náði framleiðslufyr- irtæki Lettermans, Worldwide Pants, samningum við félag handritshöfunda í Bandaríkj- unum í árslok og því eru höf- undar þáttarins hans aftur komn- ir til starfa. Hið sama gildir ekki um hina tvo og þótti þáttur O’Briens sérstaklega bera þess merki þar sem hann hélt styttri ræðu, eða uppistand, en hann er vanur en freistaði þess í stað að spinna á staðnum. Leno samur við sig Þáttur Lenos var hins vegar með hefðbundnu sniði og að Spjallkóngar aftur á skjánum þessu sinni notaði hann að sjálf- sögðu tækifærið og gerði grín að verkfalli handritshöfunda. Einn brandaranna var á þessa leið: „Þrír menn gengu inn á bar. Einn þeirra var gyðingur, annar krist- innar trúar og sá þriðji var músl- ími. Gyðingurinn sagði við músl- ímann … ég hef reyndar ekki hugmynd um hvað hann sagði, þar sem handritshöfundarnir eru í verkfalli.“ Forsetakosningar í nánd Fyrstu forkosningarnar á milli frambjóðenda flokkanna vegna forsetakosninganna í í Iowa-fylki í Bandaríkjunum næsta dag fengu vitaskuld sitt pláss í um- ræðunni en umræða um kosning- arnar verða trúlega fyrirferða- miklar á næstu mánuðum. upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda heimili og honnun 9.januar 2008

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.