24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 15
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 15 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is/nyhreyfing 8 vikna námskeið fyrir karlmenn í glæsilegu nýju húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ. Innifalið í námskeiði er aðgangur að spa-aðstöðu, útipottum og gufum. Fyrir karla sem vilja komast í gott form í góðum hópi. Hjól og tækjaþjálfun 2x í viku og þjálfað með púlsúri sem gerir þjálfunina markvissari og hvetjandi. Frábær þjálfun, mikill sviti og góð stemning. Vigtun og mælingar. Hafðu samband í síma 414-4000 eða með tölvupósti afgreidsla@hreyfing.is Allar nánari upplýsingar á www.hreyfing.is Hefst 14. janúar NÝ HREYFING & nýtt Karlaþrek Ný heilsulind opnar 7. janúar í Glæsibæ. Heimsmarkaðsverð á olíu er í sögulegu hámarki og útlit er fyrir að það hækki enn. Heimsmarkaðsverð á olíu komst yfir 100 dollara á tunnu. Ástæðan er sögð lágt gengi Bandaríkjadals sem ger- ir að verkum að fjárfestar kaupa olíu frekar en að fjár- festa í peningum. Olíuverð á ekki að vera í hæstu hæðum á þessum árstíma, ef árs- tíðabundnar sveiflur giltu eins og venjulega. Nú ræður ekki aðeins framboð og eftirspurn heldur spilar gengi dollars inn til enn frekari hækkana. Olíu- verð hefur haldist mjög hátt og verið á uppleið lengi. Útflutningur Íslendinga nam 18,7 milljörðum króna í des- ember samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar. Innflutningur á vörum og þjónustu til landsins nam aft- ur á móti 34,8 milljörðum króna. Vöruskiptin í desember voru því óhagstæð um 16,1 milljarð króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu. Vöruskiptajöfnuðurinn frá janúar til október var óhag- stæður um 81 milljarð króna, samtals voru fluttar út vörur fyrir 238 milljónir en inn fyrir 320 milljónir. Vöruskiptahall- inn í október nam 6 millj- örðum. Lykilstarfsmenn Glitnis hafa hagnast um allt að 270 millj- ónir með kaupréttarsamn- ingum sínum við bankann síðustu tvo mánuði síðasta árs. Forsenda þess er þó sú að starfsmennirnir hafa selt hluti sína en ekki ákveðið að halda þeim. Kaupréttarsamningar þessir voru gerðir árið 2005 og eru nálægt hundrað starfs- menn aðilar að þeim. Sam- kvæmt samningunum geta starfsmennirnir keypt hlutina á 15,5 krónur en gengi þeirra var á bilinu 24 til 22 krónur á tímabilinu. fr Dollarinn og olíuverðið Fjárfest í olíu 16 milljarðar í mínus Vöruskipti við útlönd Lykilstarfsmenn Glitnis Hagnast um 270 milljónir Sláturhús sem uppfyllir gæðakröfu Evrópu- sambandsins er risið fyrir norskt fé í Svasílandi, en 300 prósenta tollamúr heldur framleiðslu þess frá Noregi. Vinstrimenn í stjórnarandstöðu vilja múrinn burt, til að tryggja neytendum ódýrt nautakjöt, en ríkisstjórn vill vernda norska bændur. Svasíland er eitt fátækasta land veraldar og nýtur mikillar þróunaraðstoðar, meðal annars frá norska ríkinu. Mikilvægur þáttur í aðstoð Norð- manna er Aid for trade-áætlun Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar. Þar er sérstaklega reynt að láta aðstoð nýtast til uppbyggingar viðskiptalífs. Grannríkjum hleypt fram fyrir á markað Dagsavisen hefur eftir þingmönnum Sósíal- íska vinstriflokksins og Norska verkamanna- flokksins að tregðan til að lyfta tollum af svas- lenskum landbúnaðarvörum stafi af því að sláturhúsið hafi risið undir umsjón Landssam- bands kjöt- og fuglaframleiðenda. Starfar sam- bandið sjálfstætt og óháð norsku bændasamtök- unum, sem landbúnaðarráðherrann Terje Riis-Johansen veitti áður forstöðu. Hefur verið bent á að það skjóti skökku við að á sama tíma og vörur frá Svasílandi beri 300% toll sé nýverið búið að létta tolli af innflutningi frá grannríkjunum Botsvana og Namibíu. Riis-Johansen hafnar því að Miðjuflokkurinn starfi af óheilindum í málinu. „Það er ekki svo að einhver hafi að sérstöku markmiði að halda Svasílandi úti. Við útvíkk- uðum reglur um tollafrelsi nýlega og studdumst þar við alþjóðleg viðmið. Því miður fellur Svasíl- and þar utan,“ segir Riis-Johansen við Dagsav- isen. andresingi@24stundir.is Sláturhús reist fyrir norskt þróunarfé í Afríku Nautakjöt frá Svasílandi til Noregs Nautasteikur Ódýrt kjöt af afrískum nautgripum á mis- greiða leið á disk norskra neytenda

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.