24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 27
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 27
Eftir Hildu H. Cortez
hilda@24stundir.is
Nú þegar árið er liðið og allsnægtir
jólanna að baki ætla margir að taka
heilsuna í gegn og hafa líklega fjöl-
mörg áramótaheit verið strengd
þess eðlis.
Megrunarkúrar eru hjá mörgum
daglegt brauð, fjöldi fólks telur
hvern einasta bita sem innbyrtur er
og margir fylgjast vel með fjölda ka-
loría í hverri máltíð.
Erfitt að telja kaloríur
Talning hitaeininga er ofmetin
að mati fjölda bandarískra sérfræð-
inga ef marka má það sem kemur
fram í dagblaðinu The New York
Times. Er bent á að ómögulegt sé
að fylgjast nákvæmlega með þeim
fjölda kaloría sem líkaminn brennir
eftir ákveðinn tíma við vissar æfing-
ar.
Claude Bouchard, sérfræðingur
hjá Biomedical Research Center í
Los Angeles, segir að aldrei sé hægt
að segja með vissu hversu miklu
einstaklingur brenni. Aðeins sé
hægt að tala um meðaltalsbruna við
vissar gerðir æfinga. „Ef því er hald-
ið fram að manneskja brenni 100
kaloríum á hlaupabretti í vissan
tíma þá verður í raun að gera ráð
fyrir að bruninn liggi á bilinu 70 til
130. Þannig að fólk getur brennt
meiru eða minna en það reiknar
með.“ Jafn gamlir einstaklingar sem
eru jafn háir og þungir í samskonar
formi geta brennt mismörgum
hitaeiningum við nákvæmlega
sömu æfingar. Bæði hafa erfðir þar
sitthvað að segja og það hversu oft
vissar æfingar hafa verið gerðar, en
því oftar sem ákveðin hreyfing er
stunduð því færri kaloríum brennir
líkaminn eftir skipti.
Notkun tækja skiptir máli
William Haskell íþróttasálfræð-
ingur bendir einnig á að fæstir taki
með í reikninginn kaloríur sem lík-
aminn brennir við eðlilega líkams-
starfsemi, en þær á að draga frá
þegar bruni hitaeininga við æfingar
er reiknaður út. Haskell segir einnig
að það skipti máli hvernig þrektæki
eru notuð. „Útreikningar eru ekki
nákvæmir ef fólk hangir til dæmis á
handriðum hlaupabrettanna en
slíkt dregur verulega úr kaloríu-
bruna. Fyrirtæki sem framleiða
þessi þrektæki nota mismunandi
leiðir til þess að reikna þetta út og
formúlur þeirra gefa eingöngu upp
hversu miklu meðalmanneskja
myndi brenna við þessar æfingar.
Það þarf alltaf að hafa í huga.“
Hreyfing Einstaklingar brenna
misjafnlega mörgum hitaeiningum
við samskonar þrekæfingar.
Fólk brennir mismiklu við sömu æfingar
Kaloríutalning
ekki nákvæm
Erfitt er að reikna út ná-
kvæmlega hversu mörg-
um kaloríum líkaminn
brennir við ákveðnar æf-
ingar. Aðeins er hægt að
taka mið af meðaltölum
hverju sinni.
24stundir/Sverrir
Rannsakendur við Háskólann í
Michigan spurðu hátt í 2.000
bandaríska foreldra barna á aldr-
inum 6 til 11 ára út í heilsufar
barnanna. Þrátt fyrir vaxandi of-
fituvandamál í Bandaríkjunum
svöruðu flestir foreldranna því til
að börn þeirra væru heilsuhraust
og í kjörþyngd.
Tölurnar sýna annað
Rannsakendur tóku einnig sam-
an líkamlegar upplýsingar um
börnin og sýndu þær tölur annað
en foreldrarnir höfðu haldið fram,
og reyndist stór hluti barnanna vera
of feitur. Meira en 40% foreldranna
virtust ekki nægilega meðvituð um
heilsufar barna sinna og 25%
barnanna reyndust vera of feit þeg-
ar allt kom til alls. Aðeins 13% for-
eldra of feitu barnanna lýstu börn-
unum sínum sem of þungum í
viðtölum við rannsakendur.
Rannsakendur sögðu einnig að
foreldrar virtust ekki hafa nægilega
miklar áhyggjur af því að börnin
væru of feit. „Ef foreldrunum
stendur á sama þá er ekki hægt að
ætlast til þess að börnin taki upp
bættari neysluvenjur.“
Foreldrar ómeðvitaðir um holdafar barnanna
Ekki áhyggjur af offitu
Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is
VI‹ BJÓ‹UM
UPP Í DANS
Innritun og
uppl‡singar
í síma 553 6645
e›a á dansskoli.is
Mambó
Tjútt
Freestyle
Break
Salsa
Brú›arvals
Barnadansar
Samkvæmisdansar
Sérnámskei› fyrir hópa
N‡justu tískudansarnir
Börn – Unglingar – Fullor›nir
Innritun hafin!
Sjóðheitt dans- og púlnámskeið í boði
fyrir 16 ára og eldri, bæði stelpur og stráka.
Í boði er spennandi og krefjandi 9 vikna
námskeið fyrir þá sem elska að dansa og hafa
áhuga á að koma sér í form!
• Kennt er í lokuðum hópum
• Tímar fyrir byrjendur og lengra komna
• Ýmsir dansstílar kynntir s.s.
jazz – musical – street – lyrical og modern.
Námskeið hefst 7. janúar.
Vertu með!
Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is
D
an
ss
tu
d
io
J
S
B
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
DAN
SSTUDIO J
SB