24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir „...fyndið þegar Sölvi Tryggvason og Þorfinnur Ómarsson sögðust vera komnir á svartan lista hjá feministafélaginu því það voru fáar konur í þættinum. Svo báð- ust þeir afsökunar og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur. Það er gaman þegar menn eru með góðan húmor.“ Ómar Örn Ólafsson eyjan.is/goto/omardiego „Ég tók saman lista yfir þá ein- staklinga sem hafa fengið orðu- veitingar frá forsetanum á ár- unum 2000 til 2007. [...] þetta eru í kringum 66 einstaklingar sem hlotið hafa þann vafasama heiður að fá orðu fyrir það eitt að hafa mætt til vinnu, unnið störf sín og þegið laun fyrir.“ Óttarr Guðlaugsson otti.blog.is „Ekki er ég nú svo forframaður að hafa séð í eigin persónu þann merka mann Tarantino né Roth. Þeir eru víst báðir í Reykjavík þessa dagana að gilja konur, sem [...] eru margar hverjar viljugar til þessslags uppákoma (ferða) með þeim félögum - allnokkur fjöldi, ef marka má bloggsíður...“ Guðmundur Brynjólfsson blogg.visir.is/gb BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Fólk heitir á heilagan Antoníus þegar það er að leita að týndum hlutum,“ segir séra Jörgen Jamin í Kristskirkju í Landakoti. 24 stundir hafa heimildir fyrir því að einhverjir íslenskir auð- menn hafi leitað til heilags Ant- oníusar í von um að hann vísi þeim á auðæfi sem hafa týnst í Kauphöllinni síðustu vikur, en í gengisfalli síðustu vikna hafa millj- arðar á milljarða ofan horfið. Kaþólskir trúa því að heilagur Antoníus getið vísað þeim á týnda hluti, en flestir leita til hans þegar þeir hafa týnt lyklum eða öðrum verðmætum gripum, að sögn Jörg- ens, sem var skemmt yfir óhefð- bundnum spurningum blaða- manns. Gefur ekkert upp „Ég get ekki gefið upplýs- ingar um þá sem koma til heilags Antoníusar. Það vil ég ekki,“ segir Jörgen, spurður um meintar upphæðir sem auðmennirnir hafi heitið á Antoníus. „Hvort þeir fá bæn- heyrslu er ekki undir mér komið, en ég veit ekki hvort sjóður Antoníusar hefur stækkað eða ekki.“ Hundruð milljarða týnd Það kæmi ekki á óvart ef nokkrir af þekktustu auðmönnum landsins leituðu til heilags Antonísuar þessa dagana, en hundruð millj- arða hafa týnst. Markaðsvirði Ex- ista, sem bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eiga stærst- an hluta í, hefur lækkað um rúma 200 milljarða frá því júlí á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum af verðbréfavefnum M5.is. Á sama tíma lækkaði markaðsvirði Straums-Burðaráss, sem er að stærstum hluta í eigu Björgólfs- feðganna, um tugi milljarða. Loks ættu allir að hafa heyrt um hrak- farir Hannesar Smárasonar, sem hefur týnt fleiri milljörðum en margur annar. Séra Jörgen segir að fólk í stöð- ugri leit fari til heilags Ant- oníusar, en það mætti auð- veldlega heimfæra á ólánsama auðmenn. „Fólk fer til heilags Ant- oníusar og biður hann um hjálp og handleiðslu,“ segir hann. „Oft finnur fólk hlutina aftur.“ Hundruð milljarða eru horfin úr Kauphöllinni en vonin er ekki úti Auðmenn leita til heilags Antoníusar Milljarðar hafa týnst í Kauphöllinni undanfarið. 24 stundir hafa heimildir fyrir því að íslenskir auð- menn horfi til æðri mátt- arvalda í leit sinni að týndu auðæfunum. Heilagur Antoníus Hjálpar fólki í leit að týndum hlutum. Íslenskir auðmenn Ekki er vitað hvort þessir þrír hafa leitað til heilags Antoníusar í leit að týndum milljörðum. HEYRST HEFUR … Íslendingaliðið West Ham lék gegn stórliðinu Ars- enal á dögunum. Í heiðursstúkunni voru þeir Egill Helgason, Ásgeir Friðgeirsson og Árni Snævarr mættir, en sá síðastnefndi er harður Arsenal-maður. West Ham tapaði leiknum 0-2, en aðdáunarvert þótti hversu vel Árni hélt andlitinu og þrátt fyrir góðan sigur sinna manna sýndi hann aðdáendum West Ham enga þórðargleði. afb Talandi um Snævarr-fólkið þá vita flestir að Kjart- an Gunnarsson og Sigríður Snævarr eignuðust dreng fyrir nokkrum mánuðum. Ekki hefur honum verið gefið nafn og menn velta fyrir sér hvort haldið sé í danskar hefðir, en þar tíðkaðist að kalla börn eftir kóngafólkinu, Hinrik og Margrét, þar til annað nafn fannst. Þá hlýtur að vera borðleggjandi að kalla litla prinsinn Ólaf Ragnar, eða hvað? afb Völvu Séð og heyrt sem kom út í gær varð heldur betur á messunni í spá sinni fyrir nýja árið. Völvan spáir því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, muni ekki gefa kost á sér á ný í forsetastól- inn, sem er þvert á yfirlýsingu Ólafs frá því á nýárs- dag. Gárungarnir velta nú fyrir sér hvort völva Séð og heyrt viti eitthvað meira en almenningur, eða jafnvel meira en Ólafur sjálfur. afb „Þetta er hjóna- og hjákonuball. Okkur hefur langað til að halda svona ball og það var auðvitað til- valið að gera það núna þegar jólin eru búin, fólk í góðu skapi og allir vinir. Við gerum ráð fyrir því að verðlaunin trekki sérstaklega að, en sérstök dómnefnd hefur verið skipuð til þess að velja frumlegustu hjákonuna. Og verðlaunin verða mjög vegleg,“ segir Benedikt Guð- mundsson á Draugabarnum á Stokkseyri, en staðurinn fer vægast sagt ótroðnar slóðir í vali á þema fyrir fyrirhugað ball í kvöld. Býst við mikilli aðsókn Hljómsveitin Karma mun leika fyrir dansi og hvetur Benedikt hjón, hjákonur og einhleypinga til þess að sýna sig og sjá aðra. „Ég býst við mikilli aðsókn og hef fengið góð viðbrögð við þessu,“ segir Benedikt, sem kveðst þess fullviss að góður markaður sé fyrir ball sem þetta. „Það er okkar sannfæring að pláss sé fyrir svona ball og að hjá- konurnar séu til staðar. Ætli hlut- fallið hérna á Suðurlandinu sé ekki bara svipað og annars staðar á landinu án þess að ég vilji fara nánar út í þá sálma.“ Ólafur Þórarinsson, söngvari Karma, kveðst fullur tilhlökkunar fyrir kvöldið. „Mér líst vel á að fara að spila þarna. Hjákonurnar hljóta að vera heppilegur kostur fyrir einhleyp- ingana,“ segir hann og skellir upp úr. „Möguleikarnir eru allavega meiri en ef þær eru giftar!“ 25 ára aldurstakmark er á ballið. halldora@24stundir.is Hjákonuball á Stokkseyri í kvöld Verðlaunin laða hjákonurnar að Algengt Samkvæmt vefsíðunni Infide- lityfacts.com viðurkenna 41% hjóna í Ameríku að hafa átt í líkamlegu eða and- legu framhjáhaldi. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 4 1 5 8 6 2 9 7 3 9 6 2 7 3 4 1 8 5 3 7 8 5 9 1 6 4 2 1 2 6 9 7 8 5 3 4 5 8 4 1 2 3 7 9 6 7 9 3 4 5 6 2 1 8 6 4 7 2 8 9 3 5 1 8 3 9 6 1 5 4 2 7 2 5 1 3 4 7 8 6 9 Hérna er það nýjasta í málinu um fljúgandi furðuhlutinn sem sást í gær. 24FÓLK folk@24stundir.is a Hver flýgur eins og hann er fiðraður. Var ökuníðingurinn að reyna að komast á loft? Karl Gauti Hjaltason er sýslumaður í Vestmannaeyjum, þar sem ökumaður á þrítugsaldri ók inn á flugbrautina og ók endanna á milli á miklum hraða. Að lokum náði hann ekki að bremsa í tæka tíð og hafnaði bíllinn úti í móa, tals- vert skemmdur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skólann undir 1 þaki

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.