24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir Græðandi jurtir Þol- inmæði þarf til að byggja upp líkamann með jurtum. Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Algengast er að fólk komi til mín í viðtöl með kvilla á við gigt, þreytu og vandamál tengd breyt- ingaskeiði. Þá er mikið af fólki sem leitar til mín eftir lausnum í apótekinu sjálfu. Þreyta, vægt þunglyndi, svefnvandamál, eyrna- bólgur barna og óróleiki og melt- ingarvandamál eru örfá dæmi um kvilla sem fólk vill fá lausn á.“ Aðspurð um virkni jurta miðað við lyf segir Kolbrún jurtir oftast mildari þótt styrkleikinn sé mis- jafn. „Jurtir eru oftast mildari og þær innihalda hundruð efna en lyf eru oft eitthvert eitt efni með ákveðna verkun. Jurtir eru almennari og þær byggja oft upp og styrkja lík- amann meðan þær ráðast til lausnar. Lækning með jurtum tek- ur oft lengri tíma og stundum þarf að bíða og sjá hvort virknin er sú rétta og ef til vill prófa aðra blöndu. Hins vegar er mikil þekk- ing á virkni jurta og margar jurtir hafa vel þekktan lækningamátt.“ Kolbrún segir að þekking á lækningamætti jurta mætti vera almennari. „Það væri óskandi að fólk vissi meira um góð áhrif ým- issa jurta og fræðsla um slíkt gæti orðið áhrifamikil heilsubót fyrir samfélagið. Margir kenna sér til dæmis meins í maga og allir ættu að vita að það að fá sér pip- armyntute virkar vel við magap- ínu.“ Kolbrún talar sérstaklega um meltingarvandamál. „Margir taka lyf við bólgnum maga og sýru- vandamálum. Sýrustillandi lyf leysa engan vanda og stöðva ein- ungis einkennin. Jurtir gera betur og byggja upp slímhúðina og slá á einkennin um leið. Þannig virka jurtir oft. Byggja upp og lagfæra um leið og þær slá á einkenni. Lækningin tekur hins vegar tíma og mér hefur virst að fólk finni sér ekki tíma til að leita sér lækninga. Það hefur viljað skyndilausnir. Ég verð reyndar vör við breytingar hvað þetta varðar og vona að þær þróist í rétta átt.“ Gleði, Heiður og Suttungamjöður Jurtir styrkja og græða líkamann ➤ Gætið hófs í mat og drykk, þásérstaklega í drykkjum. Bætið góðri og hollri fæðu í mat- aræðið. ➤ Ætlið ykkur ekki um of, breyt-ingarnar verða ekki til lang- tíma ef það er farið of geyst í þær. ➤ Hvílið ykkur, farið snemma aðsofa að minnsta kosti fimm sinnum í viku. „Ég þróa vörur fyrir jurta- apótekið sem ég rek og veiti fólki ráðgjöf um ýmsa kvilla,“ segir Kol- brún Björnsdóttir um starf sitt sem grasalækn- ir. Kolbrún hefur notið velgengni sem grasa- læknir og jurtablöndur hennar, sem bera for- vitnileg nöfn á við Sutt- ungamjöður, Heiður og Glaður, njóta vinsælda. Blöndur Lyfjablanda við eyrna- bólgu og kvefi. Röskur þrjátíu mínútna göngu- túr sex sinnum í viku er nægileg- ur til að minnka mittismálið og þá er sömuleiðis minni áhætta á að fá efnaskiptasjúkdóm (metabo- lic syndrome), sem tengist offitu og kyrrsetulífsstíl. Þetta kom í ljós í nýlegri rannsókn í Bandaríkj- unum og göngutúr er sagður hafa töluverð áhrif, jafnvel þó að engar breytingar í mataræði séu gerðar. Það er áætlað að um fjórð- ungur Bandaríkjamanna sé með efnaskiptasjúkdóm, sem eykur lík- ur á hjartasjúkdómum, sykursýki og heilablóðfalli. Rannsakendurnir skoðuðu hvaða áhrif alls kyns hreyfing hefði á 171 miðaldra konu og karla sem auk þess glímdu við offitu. Áður en rúm- lega fjörutíu prósent hópsins fóru að æfa reglulega voru þau í hættu á að fá efnaskiptasjúkdóm. En við lok átta mánaða þjálfunarferlis voru það einungis 27 prósent sem voru í hættu. Að sögn rannsak- endanna voru þetta góðar fréttir fyrir miðaldra fólk sem vill bæta heilsu sína. Það er því ekki nauð- synlegt að fara út að hlaupa fimm sinnum í viku heldur getur það bætt heilsuna töluvert að fara í góðan göngutúr á kvöldin. Þeir einstaklingar í rannsókninni sem stunduðu mjög erfiða líkamsrækt í stuttan tíma bættu heilsuna ekki eins mikið og þeir sem stunduðu hæfilega líkamsrækt í lengri tíma. Niðurstöður rannsóknarinnar eru því að einhver hreyfing er betri en engin, meiri hreyfing er betri en minni og hreyfingarleysi býður hættunni heim. Ný bandarísk rannsókn Hreyfingarleysi býður hættunni heim Röskur göngutúr Það getur gert gæfumuninn að fara í rösk- an göngutúr sex sinnum í viku. Ávextir í áskrift er einhver besta fjárfesting sem þú gerir í starfsmannamálum. www.avaxtabillinn.is Er fyrirtækið þitt vaktað? ÞRJÚ RÁÐ KOLBRÚNAR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.