24 stundir - 04.01.2008, Page 25
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 25
Janúar er tíminn til þess að fara
að huga að heilsunni á nýjan leik
eftir óhóf desembermánaðar.
Margir setja sér ákveðin markmið
fyrir árið og löngun í holla fæðu
gerir vart við sig hjá flestum eftir
allan jólamatinn. Á þessum tíma
er um að gera að endurskoða
mataræðið.
Tími til að breyta til
Notið tímann og breytið til.
Prófið ykkur áfram í matargerð-
inni og kynnið ykkur nýjar græn-
metis- og ávaxategundir í hverri
verslunarferð. Gluggið í mat-
reiðslubækur og bjóðið fjölskyld-
unni upp á nýja og spennandi
hollusturétti. Dagana er gott að
byrja á næringarríkum og orku-
miklum morgunmat eins og
hafragraut og nýkreistum ávaxta-
söfum. Þá er um að gera að eiga
til heimatilbúið snakk sem hægt
er að narta í á milli mála. Það er
bæði hægt að nota til þess að
narta í og eins út á ab-mjólkina á
morgnana.
Bragðgott og hollt
2 bollar haframjöl
1/3 bolli möndlur
1/3 bolli gróft kókosmjöl
1/3 bolli pekanhnetur
1/3 bolli trönuberjasafi
1/3 bolli hrásykur
2 matskeiðar olía
1 teskeið kanill
1 bolli þurrkuð sæt trönuber
Hitið ofninn að 160 gráðum.
Blandið saman höfrum, kók-
osmjöli, möndlum og pek-
anhnetum í skál. Setjið trönu-
berjasafa, hrásykur, olíu og kanil á
pönnu og hitið að suðu og hrærið
í þar til sykurinn er bráðinn. Hell-
ið þessu yfir hafrablönduna og
hrærið í. Dreifið á bökunarplötu
og bakið þar til gullið í um 20
mínútur. Setjið þurrkuðu trönu-
berin út í og setjið aftur inn í ofn
þar til ljósbrúnt í um 12 mínútur.
Heimalagað hafrasnakk
Hollt og gott á milli mála
Hollusta Heimalagað
snakk sem hentar
bæði út á morg-
ungrautinn og er til-
valið til þess að narta í
á milli mála.
Með aldrinum fer líkaminn að
láta á sjá og lítið hægt að gera til
þess að stöðva þá þróun. Hins vegar
er hægt að draga úr áhrifum um-
hverfisins á húðina og mæla sér-
fræðingar með nokkrum einföld-
um ráðum til þess.
Gamla kremið burt
Sérfræðingar mæla gegn því að
sama andlitskremið sé notað lengur
en í ár eftir að það er opnað og í
sumum tilfellum skemur vegna þess
að bakteríur af höndum berast í
kremin. Það getur valdið bólum og
öðrum óþægindum. Þeir sem eru
viðkvæmari í húðinni ættu að gæta
vel að því að nota góð krem.
Hættið að reykja
Reykingar auka hrukkumyndun
og draga úr ferskleika húðarinnar.
Reykingar gera það einnig að verk-
um að litarháttur húðarinnar verð-
ur sjúklegri.
Látið bólurnar í friði
Húðlæknar leggja blátt bann við
því að fólk kreisti bólur þar sem
verið sé að ýta meiri óhreinindum
inn í húðina fremur en út úr henni.
Það skapar aukna hættu á sýk-
ingum og getur einnig valdið ljót-
um örum.
Meiri svefn, minna stress
Streita hefur áhrif á varnir húð-
arinnar en streita og þreyta gera það
að verkum að húðin verður við-
kvæmari fyrir bakteríusýkingu og
hvers kyns húðsjúkdómar og hárlos
geta einnig gert vart við sig búi ein-
staklingar við langvarandi streitu.
Notið sólarvörn
Sólarvörnin ver húðina gegn
geislum sólar og dregur úr hætt-
unni á húðkrabbameini og minnk-
ar hrukkumyndun.
Einfalt er best
Húðlæknar segja að ekki fari vel
með húðina að nota of mikið af
sterkum efnum á hana. Góður and-
litsþvottur á kvöldin hreinsar húð-
ina af óhreinindum sem hafa safn-
ast saman yfir daginn og dregur úr
líkum á bólumyndun.
Má draga úr áhrifum umhverfisins á húðina
Einföldu leiðirnar
duga best
24 stundir/Golli
Afslöppun Streita og þreyta hafa áhrif á
varnir húðarinnar og því ættu allir að einbeita
sér að því að fá næga afslöppun á árinu.
GÖN
GUG
REIN
INGA
R
INNL
EGGJ
ASM
ÍÐI
SÉRSMÍÐAÐIR SKÓR
SKÓBREYTINGAR
ALMENNAR
SKÓVIÐGERÐIR
STOÐTÆKNI
Jón Gestur Ármannsson
Sjúkraskósmiður
Lækjargata 34A - Hafnarfjörður
533 1314 - 533 1516
jon@stodtaekni.is - www.stodtaekni.is
Dreifing: Yggdrasill ehf.
Sími: 544 4270