24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir Flestir eiga ráð við því hvað sé best að gera herji kvefpestin á lík- amann. Sumir halda því fram að best sé að fá sér glas af sterku víni eins og brandý eða viskí á meðan aðrir drekka heitt sítrónuvatn með hunangi í lítratali meðan á veik- indum stendur. Hófleg neysla hefur áhrif Svo virðist vera sem hófleg neysla alkóhóls dragi úr einkenn- um kvefs þó að ekki hafi verið sýnt fram á að slík neysla hafi bein áhrif á veirur og bakteríur sem valda pestinni. Áfengi dregur þó ekki að- eins úr óþægindum á meðan pest- in gengur yfir heldur hafa rann- sóknir einnig sýnt fram á að ónæmi gegn kvefi eykst við reglu- lega en hóflega drykkju, nema um reykingamenn sé að ræða. Nokkur rauðvínsglös á viku Árið 2002 var gerð viðamikil rannsókn af spænskum vís- indamönnum á 4.300 heil- brigðum, fullorðnum ein- staklingum og könnuðu þeir neysluvenjur þeirra. Niðurstöð- urnar voru þær að ekkert samband virðist vera á milli tíðni kvefpestar og neyslu á bjór, C-vítamíni og sinki. Þeir sem voru duglegir að taka C-vítamín og sink veiktust ekki sjaldnar en aðrir. Hins vegar virtust þeir sem drukku 8 til 14 glös af rauðvíni á viku veikjast síður af kvefi en hinir. Vísindamenn telja helstu ástæð- una fyrir þessari virkni rauðvíns vera þá að í rauðvíni er mikið af andoxunarefnum sem að öllum líkindum styrkja ónæmiskerfið. Niðurstaðan er því sú að áfengi læknar ekki kvef en rauðvíns- drykkja getur dregið úr líkunum á því að fá kvef. Hófleg drykkja getur haft jákvæð áhrif Rauðvínsdrykkja dregur úr kvefi 24 stundir/Sverrir Vilhelmsson Kvef Hófleg rauðvínsdrykkja getur haft jákvæð áhrif á kvef- pestina þrátt fyrir að alkóhól hafi ekki bein áhrif á orsakavaldinn. Lisa Allinson, 34 ára, féll í dá og þegar hún vaknaði sex vikum síðar uppgötvaði hún að hún var orðin móðir. Lisa þurfti að berj- ast fyrir lífi sínu er hún fékk heilablóðfall sem olli minnistapi, en þetta er mjög sjaldgæfur fylgikvilli þungunar. Lisa missti meðvitund nokkrum mínútum eftir að hún eignaðist son sinn og var því sett í öndunarvél. Þegar Lisa vaknaði úr dáinu sex vikum síðar mundi hún ekki eft- ir fæðingunni og var því undr- andi er hún frétti að hún væri orðin móðir. „Þetta er frábært. Ég man ekki mikið og í rauninni vil ég lítið muna,“ sagði Lisa þegar hún var útskrifuð af spít- alanum sex mánuðum síðar. Læknar Lisu eru furðu lostnir og segja bata hennar einna helst líkjast kraftaverki. Varð móðir eftir dá Barnshafandi konum verður gert skylt að gangast undir HIV-próf við upphaf mæðraskoðunar sam- kvæmt frumvarpi sem var sam- þykkt rétt fyrir áramót í New Jer- sey. Lögin kveða einnig á um að gera skuli slíkt próf á nýburum hafi móðirin einhverra hluta vegna ekki gengist undir HIV- próf. New Jersey er eitt fárra fylkja í Bandaríkjunum þar sem slíkt frumvarp hefur verið samþykkt en í flestum þeirra er ekki hægt að neyða verðandi foreldra til þess að gangast undir rannsóknir af þessu tagi. „Snemmbúin greining á sjúk- dómnum er lykillinn að árangurs- ríkri meðferð,“ segir Loretta Weinberg þingmaður demókrata sem studdi frumvarpið. „Þetta er stórt skref sem felur í sér að tryggja öryggi ófæddra barna sem og að fræða konur um HIV.“ Samkvæmt lögunum verða kon- urnar prófaðar í upphafi með- göngu og á síðasta þriðjungi hennar. Mæður gangast undir HIV-próf ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 4 05 17 0 1/ 08 Mikilvægasta máltíð dagsins Í skíðaferðir og á ströndina Engin fituáferð 6 klst. sólvörn Fæst í apótekum og fríhöfninni S Ó L A R V Ö R N

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.