24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir
LÍFSSTÍLLHELGIN
helgin@24stundir.is a
Við viljum meina að þetta þjappi Graf-
arvogsbúum svolítið saman og af því
að ég er landsbyggðarmanneskja segi ég
alltaf að þetta sé bær í borginni.
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Álfar, jólasveinar og aðrar kynjaver-
ur verða á ferðinni á þrettándanum
enda kynngimagnaður dagur sam-
kvæmt þjóðtrúnni. Líkt og á nýárs-
nótt og á Jónsmessu tala kýr
mannamál á þessum degi, selir fara
úr hömum sínum og kirkjugarðar
rísa svo aðeins fátt eitt sé nefnt.
Að þessu sinni fellur þrett-
ándinn á sunnudag og verður víða
blásið til gleði í tilefni hans. Blys
verða tendruð, söngvar sungnir og
flugeldum skotið á loft.
Jól kvödd í Grafarvogi
Grafarvogsbúar og nágrannar
kveðja jólin með þrettándagleði við
Gufunesbæinn. Safnast verður
saman við Gufunesbæ kl. 16:30 þar
sem boðið verður upp á kakó og
kyndlar verða til sölu. Þaðan held-
ur síðan hersingin í blysför að
brennunni kl. 17. Jólasveinar koma
við áður en þeir hverfa til fjalla sem
og álfakóngur og álfadrottning.
„Þar verður söngur og gleði í rúm-
an klukkutíma og svo komast allir
heim í mat kl. 19,“ segir Björg
Blöndal, einn skipuleggjenda gleð-
innar. Hún tekur undir að Graf-
arvogsbúar fagni þrettándanum
fyrr en víða annars staðar.
Hentar fjölskyldufólki
„Við erum að hugsa um fjöl-
skyldufólkið og að unglingar safn-
ist ekki saman fram eftir kvöldi.
Okkur finnst að þátttakan hafi
aukist og að fjölskyldufólk komi
frekar eftir að við færðum þetta
fram,“ segir hún.
Síðustu ár hafa um fimm þús-
und manns tekið þátt í þrettánda-
gleðinni sem stofnanir og félög í
hverfinu standa að.
„Þetta er hverfisskemmtun en
við vonum að fólk úr öðrum hverf-
um komi og skemmti sér með okk-
ur. Við viljum meina að þetta
þjappi Grafarvogsbúum svolítið
saman og af því að ég er lands-
byggðarmanneskja segi ég alltaf að
þetta sé bær í borginni,“ segir
Björg.
Þeir sem koma akandi geta lagt
bílum við Gylfaflöt og Bæjarflöt.
Árleg þrettándagleði fer fram við Gufunesbæinn
Grafarvogsbúar
brenna út jólin
Víða verður kveikt í bál-
köstum, dansað og sung-
ið á þrettándanum sem
fram fer á sunnudag. Ein
stærsta þrettándagleðin
fer fram í Grafarvogi en
síðustu ár hafa um fimm
þúsund manns tekið þátt
í henni. Jólasveinar, álfar
og aðrar kynjaverur
verða á sveimi.
Kynjaverur Álfar, jóla-
sveinar og aðrar kynjaver-
ur verða á sveimi í Graf-
arvogi og víðar á
þrettándanum.
➤ Þrettándinn er síðasti dagurjóla og fellur alltaf á sjötta
dag janúarmánaðar.
➤ Margir nota þrettándann tilað taka niður jólaskrautið og
setja inn í geymslu.
➤ Upphaflega kallaðist þrett-ándinn opinberunarhátíð.
➤ Ýmis þjóðtrú tengist þrett-ándanum líkt og Jónsmessu
og nýársnótt.
ÞRETTÁNDINN
Síðasti dagur jóla verður hald-
inn hátíðlegur víðar en í Graf-
arvogi. 24 stundir tóku saman lista
yfir nokkrar brennur sem fram
fara á sunnudag en listinn er ekki
tæmandi.
Þrettándanum verður fagnað í
Mosfellsbæ með blysför og brennu
venju samkvæmt. Blysförin leggur
af stað frá Bæjarleikhúsinu kl. 20.
Sólahljómsveit Mosfellsbæjar leik-
ur, fjöldasöngur undir stjórn
Reykjalundarkórsins, álfakóngur,
álfadrottning og fleiri láta sjá sig.
Seltirningar safnast saman við
aðalanddyri Mýrarhúsaskóla á
sunnudag kl. 17. Skólalúðrasveit
Seltjarnarness leikur nokkur lög og
álfakóngur og álfadrottning leiða
síðan gönguna að brennunni á Val-
húsahæð. Forsöngvari við brenn-
una verður Valgeir Guðjónsson og
nýtur hann aðstoðar Bjarka Harð-
arsonar harmonikkuleikara.
Hafnfirðingar kveðja jólin með
skemmtun og brennu á Ásvöllum.
Jólasveinar staldra við og álfar og
tröll láta sjá sig. Að loknum söng
og dansi verður flugeldum skotið á
loft. Skemmtunin hefst kl. 18. Veit-
ingasala í íþróttahúsinu.
Skátafélagið Vífill í Garðabæ
stendur fyrir árlegum þrett-
ándavarðeldi við Vífilsbúð í Heið-
mörk. Gleðin hefst kl. 17. Hljóm-
sveitin Útlagarnir stýrir fjöldasöng
og boðið verður upp á kakó og kex
á palli skátaskálans.
Þrettándagleði fer fram við
Safnahúsið á Eyrartúni á Ísafirði á
sunnudag kl. 20. Lúðrasveit Tón-
listarskólans spilar jóla- og ára-
mótalög og stiginn verður álfa-
dans.
Víða verður blásið til þrettándagleði
Álfadans, blys og brennur
Kóngurinn í smóking
Tónleikar Bubbi Morthens, ást-
mögur þjóðarinnar, birtist fólki í
nýju ljósi á tvennum tónleikum í
Laugardalshöll í kvöld og annað
kvöld. Þar flytur hann mörg af sín-
um þekktustu lögum í nýjum út-
setningum ásamt Stórsveit Reykja-
víkur.
Sirkus skelfur og hristist
Tónleikar Hljómsveitin Ghost-
igital og myndlistarmaðurinn
Finnbogi Pétursson leiða saman
hesta sína á barnum Sirkus við
Klapparstíg á laugardag kl. 22.
Þetta eru fyrstu tónleikar þeirra
síðan geisladiskurinn Radium kom
út síðasta haust. Húsið verður hrist
sem aldrei fyrr að sögn tónleika-
haldara.
Álfa- og Vínartónlist
Tónleikar Íslensk álfalög fá að
hljóma í bland við gamla Vínar-
tónlist á Vínartónleikum í Laug-
arborg sunnudaginn 6. janúar.
Flytjendur eru Salonhljómsveit
Sigurðar I. Snorrasonar og Hulda
Björk Garðarsdóttir. Tónleikarnir
hefjast kl. 15 og er aðgangseyrir
2.500 krónur.
Vínartónleikar Sinfóníunnar
Tónleikar Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands heldur þrenna Vínartónleika
í Háskólabíói um helgina. Þeir
fyrstu verða í kvöld kl 19:30. Á
morgun verða tónleikar kl. 17 og
21. Einsöngvari er Auður Gunn-
arsdóttir.
Tangó á nýju ári
Dans Tangófélagið fagnar nýju
ári með Milongu á Iðnó í kvöld kl.
21. Boðið verður upp á freyðivín,
happdrætti og nýárs-chacarera.
Það besta í bænum
Í nýjum búningi Bubbi
sýnir á sér nýja hlið um
helgina.
Unglingahljómsveitin Pops rís úr
dvala um hver áramót, 68-
kynslóðinni svokölluðu til
ómældrar gleði og ánægju. Stór-
söngvarinn Eiríkur Hauksson
þenur raddböndin með sveitinni
nú eins og undanfarin ár. Ekki
verða þó neinir Eurovision-
slagarar á efnisskránni heldur
samanstendur hún aðallega af
gömlum og góðum smellum frá
sjöunda og áttunda áratugnum
úr smiðju hljómsveita á borð við
Bítlana, Rolling Stones og Kinks.
Að þessu sinni heldur sveitin
tvenna tónleika á Kringlukránni.
Fyrri tónleikarnir verða í kvöld
en þeir seinni annað kvöld. Tón-
leikarnir hefjast kl. 23 bæði
kvöldin.
Pops rís úr dvala
● Sól í Vestmannaeyjum SSSól
með Helga Björnsson fremstan
í flokki heldur dansleik í Höll-
inni í Vestmannaeyjum á þrett-
ándanum, sunnudaginn 6. jan-
úar. Miðaverð er 2.500 krónur.
● Hjákonur og eiginkonur
Hljómsveitin Karma heldur sitt
árlega hjákonuball á Drauga-
barnum á Stokkseyri í kvöld.
Kvöldið eftir leikur sveitin fyrir
dansi á eiginkonuballi á sama
stað.
● Þrettándagleði á Organ FM
Belfast, Reykjavík!, Retro Stef-
son og Sudden Weather
Change eru meðal sveita sem
koma fram á þrettándagleði
Golden Circle á Organ laug-
ardagskvöldið 5. janúar.
● Bermuda á Players Hljóm-
sveitin Bermuda leikur fyrir
dansi á Players í Kópavogi í
kvöld. Annað kvöld verður
diskókvöld á sama stað og
munu plötusnúðarnir Ási og
Gísli Galdur halda uppi stemn-
ingunni.
● Dísel á Dubliner Hin nýja
hljómsveit Dísel kemur fram á
Dubliner í Hafnarstræti og lofa
þeir félagar trylltri stemningu.
Enginn aðgangseyrir.
● Kórtónleikar í Kópavogi
Kvennakór Kópavogs og Karla-
kór Kópavogs halda nýárstón-
leika í Hjallakirkju sunnudag-
inn 6. janúar kl. 15. Á efnisskrá
eru íslensk og erlend lög.
● Tónleikar í Salnum Irina
Romishevskaya messósópran-
söngkona kemur fram á tón-
leikum í Salnum í Kópavogi
laugardaginn 5. janúar kl. 17. Á
efnisskránni eru þekktar óp-
eruaríur, dúettar og sönglög.
● Vínarstemning Vínardans-
leikur Karólínu Restaurant og
Tónlistarfélags Akureyrar fer
fram í Ketilhúsinu, laugardag-
inn 5. janúar.
UM HELGINA