24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 23
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 23 Ungir læknar hafa sett saman orðabók er inniheldur lækna- slangur er lýsir sjúkdómum og sjúklingum á skemmtilegan máta. Í stað þess að nota leiðinleg og hávísindaleg fræðiheiti yfir ástand sjúklinga og sjúkdómseinkenni nota þeir slangur og skemmtiyrði þess í stað. Hasselhoff er til að mynda sjúklingur sem gefur sérkenni- legar útskýringar á meiðslum sín- um sem eiga sér augljóslega enga stoð í raunveruleikanum. Upp- nefnið er sprottið frá því atviki er leikarinn góðkunni David Hassel- hoff úr Baywatch-þáttunum sagð- ist hafa orðið fyrir ljósakrónu meðan hann var að raka sig. Brotið glerið úr ljósakrónunni skaddaði æðar í hægri handlegg hans auk þess að skera í sundur sinar sem kallaði á bráða skurð- aðgerð þannig að skýringin þótti nokkuð furðuleg. Þá eru þeir sem kallast Father Jack, meðal bandarískra ung- lækna, heldri borgarar í annarlegu ástandi vegna elliglapa. Nafnið er fengið frá einni söguhetjunni úr vinsælu sjónvarpsþáttunum um Father Ted sem er nokkuð æstur og ringlaður í ellinni. Orðasafnið góða var birt í Brit- ish Medical Journal nýlega og tek- ið saman af lækninum Paul Kee- ley. Sagði hann: „Orðin og hug- tökin eru eitthvað sem ég hef skrifað hjá mér eftir að hafa kennt ungum læknum síðustu ár. Orða- forði þeirra er allt annar og líf- legri en okkar sem eldri erum.“ Fleiri skemmtileg uppnefni má finna í safninu: Jack Bauer er læknir sem hefur unnið á vakt í meira en 24 stundir eftir að- alsöguhetju þáttanna 24 og „Blamestorming“ er þegar lækna- mistök leiða af sér leitina að sökudólgum. Hasselhoff-sjúklingar og Jack Bauer-læknar Nýstárlegt orðasafn unglækna 24stundir/Ásdís Hasselhoff? Og Bauer á vakt? Á Vesturlöndum er talið að allt að 25% kvenna á barneignaaldri þjá- ist af járnskorti. Járnskortur er því langalgengasti hörgulsjúk- dómur sem við þekkjum. Í flest- um tilfellum stafar járnskortur af langvarandi blóðmissi, t.d. á tíða- blóði. Meðal einkenna járnskorts er fölvi, þreyta, lítið úthald og hand- og fótkuldi. C-vítamín í hóflegu magni eykur járn- upptöku úr fæðu. Járnskortur er algengur Trönuberjasafi nýtur mikilla vin- sælda meðal kvenna. Fyrir meira en öld neyttu frumbyggjar Am- eríku kraminna trönuberja til þess að koma í veg fyrir þvagfærasýk- ingu og einnig til að lækna þann kvilla. Þrátt fyrir tilkomu öflugra sýkla- lyfja halda margar konur enn tryggð við þetta læknisráð enda margir tregir að taka í sífellu sýklalyf við smærri meinsemdum. Trönuberjasafi fyrir konur Einfalt er það. Að borða nóg af ferskri matvöru, fiski, ávöxtum og grænmeti eykur líkur á langlífi og hreysti. Reykingafólk og þeir sem eru langt yfir kjörþyngd hagnast einnig á mataræði í miðjarð- arhafsstíl og ættu því ekki að láta hugfallast þrátt fyrir heilsuleysið. Litríkt grænmeti og ávextir eins og gulrætur og bláber og feitur fiskur eins og lax er sérlega heppilegt í miðjarðarhafsfæði. Miðjarðarhafs- mataræði best STÆKKUM Í SUNDLAUG KÓPAVOGS UM HELGINA Nýr 450 fermetra salur // Ný Nautilustæki Mikill fjöldi hlaupabretta // Ný þrektæki Ný sjónvörp // Stór og glæsilegur salur með lausum lóðum // Salur fyrir spinning-/hjólatíma Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 Íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480 www.nautilus.is OPNUNARTILBOÐ Á ÁRSKORTUM 25.990 KR. Aðeins 2.166 kr. á mánuði með vaxtalausum Visa/Euro léttgreiðslum KORTIÐ GILDIR Í LÍKAMSRÆKT OG SUND Á BÁÐUM STÖÐVUM NAUTILUS Í KÓPAVOGI. Tilboðið gildir aðeins þessa helgi! ar gu s / 07 0 97 4

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.