24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 21
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 21
Undanfarna áratugi hefur
dauðsföllum af völdum hjarta-
sjúkdóma farið fækkandi í Banda-
ríkjunum. Nýleg rannsókn virðist
þó benda til þess að tíðnin sé að
aukast að nýju og þá helst á meðal
kvenna yngri en 45 ára.
Offitu um að kenna?
Hjartasérfræðingar eru ekki
vissir um hver helsta orsökin sé en
flestir telja þó að aukinni tíðni of-
fitu sé um að kenna. „Það þarf að
fylgjast vel með þessari aukningu
þannig að við getum áttað okkur á
því hvort um faraldur er að ræða,“
segir Wayne Rosamond, prófessor
við Háskólann í Norður-Karólínu.
„Ef það er eins og okkur grunar þá
benda niðurstöðurnar til þess að
afleiðingar offitufaraldursins séu
að koma fram.“
Á árunum 1980 til 2002 fækk-
aði dauðsföllum af völdum krans-
æðasjúkdóma um helming hjá
mönnum og konum eldri en 35
ára. Það er helst að þakka betri
meðferð, öflugri lyfjagjöf og bættri
fræðslu.
Flestir eldri en 55 ára
Hjartasjúkdómar eru ein al-
gengasta orsök dauðsfalla í Banda-
ríkjunum, en um 700.000 Banda-
ríkjamenn látast af þeirra völdum
á ári hverju. Hátt í 500.000 þessara
dauðsfalla má rekja beint til
kransæðasjúkdóma en um 93%
þeirra sem látast af þessum völd-
um eru eldri en 55 ára.
Árið 2002 létust 25.000 karl-
menn og 8.000 konur á aldrinum
35 til 54 ára af völdum þessara
kransæðasjúkdóma. Þegar hóp-
arnir voru skoðaðir kom í ljós að
dánartíðni kvenna á aldrinum 35
til 44 ára hafði aukist á árunum
1997 til 2002 en 8 konur af hverj-
um 100.000 látast nú af þessum
sökum árlega að meðaltali í
Bandaríkjunum
Tíðni hjartasjúkdóma eykst meðal ungra kvenna í Bandaríkjunum
Dauðsföll vegna kransæðastíflu
24 stundir/Árni Sæberg
Kransæðasjúkdómar Dánartíðni
bandarískra kvenna á aldrinum 35 til
44 ára af völdum kransæðasjúkdóma
virðist vera að aukast.
Ávaxta- og grænmetisdrykkir eru
einföld og fljótleg leið til þess að
sjá líkamanum fyrir mikilli holl-
ustu. Nýkreistir ávaxtasafar eru
frábær leið til þess að hefja dag-
inn og fyrir þá sem vilja narta á
milli mála eða þurfa að uppfylla
ákveðna sætindaþörf er fátt holl-
ara. Ekki aðeins eru drykkirnir
fullir af C-vítamíni og öðrum vít-
amínum heldur geta þeir verið af-
ar bragðgóðir og ferskir.
Góðir drykkir
á milli mála
Ávextir og jógúrt eiga vel sam-
an og er um að gera að byrja
morgnana á því að fá sér holla
jógúrtblöndu.
250 g fersk hindber
4 myntulauf
300 ml hrein, lífræn jógúrt
Blandið hindberjum og myntu-
laufum saman í blandara og
maukið þar til mjúkt. Bætið
jógúrtinni saman við og hrær-
ið. Skreytið drykkinn með
myntulaufum.
Jógúrt- og hind-
berjadrykkur
Til þess að gera ávaxtasafa enn
ferskari er um að gera að setja ís-
mola í blandarann með drykkn-
um. Þeir sem vilja mýkri, rjóma-
kenndari safa ættu að bæta
banana við uppskriftirnar en hann
gefur líka sætan keim fyrir utan að
vera fullur af næringarefnum.
Með því að búa sér til ferskan safa
á hverjum morgni er fljótlega búið
að uppfylla ráðlagaðan dag-
skammt af ávöxtum og grænmeti.
Ráðlagður
dagskammtur
Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma
þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt.
Tilgangur námskeiðisins er að koma þér á æðra stig
hvað varðar líkam lega og andlega heilsu. Þú kynnist
nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar
fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar- og
sykurþörfina, hvernig þú ferð að því að brenna meira
og léttast.
Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur
3 öflugir brennslutímar
2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara
Vikulegar mælingar
Ítarleg næringarráðgjöf
Fræðsla og eftirfylgni
Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna
Strangt aðhald – mikill árangur
Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu
Hollustudrykkur eftir hverja æfingu
Takmarkaður fjöldi
Vikuleg markmið/áhersla/fróðleikur
Tímar: 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30
Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon
1. vika – Orkuhleðsla
Í fyrstu vikunni er verið að byggja upp orku og koma
líkamanum í jafnvægi sem er upphafið að breyttum lífsstíl.
2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla
Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna og auka
fitubrennslu eiginleika líkamans.
3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun
Þriðja vikan kemur jafnvægi á hormónaflæði líkamans sem
hefur áhrif á skap, lífsorku og kraft. Farið er í úrgangs- og
eiturefnahreinsun og létt á meltingunni.
4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi
Í viku fjögur er ónæmiskerfið byggt upp og líkamananum
hjálpað að verja sig á náttúrulegan hátt. Veitt er ráðgjöf með
mataræði og hreyfingu sem veitir andlegt og líkamlegt jafnvægi.
Ný námskeið hefjast 7. janúar.
Skráning er hafin í síma 4445090 eða
nordicaspa@nordicaspa.is
www.nordicaspa.is
Fjögurra vikna
lúxusnámskeið
fyrir konur og karla