24 stundir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is Á nýju ári strengir ævinlega mik- ill fjöldi fólks þess heit að fara í heilsuátak og koma líkamanum í gott form í eitt skipti fyrir öll. Sölvi Fannar Viðarsson, einka- þjálfari og framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar, hefur löngum talað fyrir svonefndri SMART- markmiðasetningu, sem hann segir einfalda og þægilega aðferð til að vinna eftir þegar fólk ákveður að skella sér í átak. Einföld ráð við erfiðum ósiðum „SMART er skammstöfun fyrir sértæk, mælanleg, afkastahvetj- andi, raunhæf og tímasett mark- mið,“ segir Sölvi og vill meina að ef fólk ætli að strengja heit um að fara í heilsuátak þurfi markmiðið að uppfylla þessi skilyrði. „SMART er sett upp á nær barnalega einfaldan hátt og það þarf enga sérþekkingu til þess að vinna eftir því. Stundum þarf bara að gera hlutina þannig til þess að sigrast á gömlum ósiðum eða breyta um lífsstíl. Við getum öll verið hálfgerðir þrælar vanans, en oft þarf bara einfalda áætlun til þess að breyta því sem maður hefur gert lengi,“ segir Sölvi. Góður æfingafélagi mikilvægur Sölvi leggur einnig mikla áherslu á að fólk finni sér góðan æfingafélaga. „Ég hef séð um heilsueflingu í fyrirtækjum og sé þar vel hversu góð áhrif það hef- ur fyrir fólk að vera saman í þessu. Þá er fólk kannski að senda á milli sín matarupp- skriftir, það er haldin keppni um hver nær bestum árangri og um- hverfið verður mjög afkastahvetj- andi,“ segir Sölvi og bætir við að oft hjálpi fólki mikið að fá sér einkaþjálfara. „Við þurfum öll á aðhaldi, hvatningu og eftirfylgni að halda með þrjá þætti í lífinu; tilfinningarnar, hitaeiningarnar og krónurnar okkar. Fólk þarf að fá ráðgjöf og það er ein af ástæð- unum fyrir því að einkaþjálfun er orðin svona vinsælt fyrirbrigði.“ Byrja á að læra að borða Sölvi segir að þrátt fyrir að fæðubótarefni geti verið hjálpleg sé mikilvægast að byrja á að laga mataræðið. „Fæðubótarefni eru náttúrlega, eins og nafnið gefur til kynna, til þess að bæta fæð- una. En mín skoðun er sú að fólk eigi að læra að borða áður en það fer að bæta einhverju við fæðuna. En það er vitað að fæðubótarefni hafa reynst mörgum vel og geta verið hjálpleg,“ segir Sölvi. „Fólk þarf að finna það með sjálfu sér hvort því finnst fæðubótarefnin hafa góð áhrif.“ 24stundir/Golli Sölvi Fannar mælir með SMART-kerfinu fyrir fólk í heilsuátaki Raunhæf og mælan- leg markmið lykillinn ➤ Sölvi Fannar hefur gefið útbók sem kallast Kaloríukvót- inn, en þar má m.a. lesa ít- arlega um SMART-kerfið. ➤ Eins er að finna ýmsar hjálp-legar ráðleggingar varðandi heilsurækt og mataræði á Heilsuradgjof.is. ➤ Þjónusta einkaþjálfara kostarað jafnaði 35-40 þúsund krónur á mánuði. ÁTAK Á NÝJU ÁRISölvi Fannar Viðarsson segir að fólk þurfi að setja sér heilsumarkmið sem er raunhæft að fram- kvæma og bíða ekki boð- anna, heldur skella sér strax af stað. SMART- kerfið hefur hjálpað ófáum í þessum sporum. Sölvi Fannar Eldri en tvævetur í heilsu- geiranum. Það er mikilvægt fyrir barnshaf- andi konur að forðast að borða allt hrátt kjöt og hráan fisk, þar með talinn er harðfiskur, grafinn og reyktur fiskur, vegna hættu á listeríu-sýkingu en afbrigði af þeirri bakteríu getur valdið fóst- urskemmdum og jafnvel fóst- urláti. Á heimasíðu Umhverf- isstofnunar má finna góð ráð sem allar barnshafandi konur ættu að skoða. Þar kemur til dæmis fram að hakkað kjöt á alltaf að gegn- umsteikja, án undantekningar. Yf- irborð kjötsins er mjög stórt og bakteríur geta verið alls staðar í hakkinu, eina leiðin til að drepa þær er með gegnsteikingu. Að sama skapi er öruggast að gegn- steikja allt fuglakjöt, vegna hættu á salmonellusýkingu. Það er æski- legt að barnshafandi konur forðist að borða mat þar sem egg hafa ekki verið hitameðhöndluð, til dæmis heimagerðan ís. Gott hreinlæti mikilvægt Það er algengur misskilningur að bakteríur drepist við frystingu. Hið rétta er að frysting matvæla hægir á eða stöðvar vöxt baktería en um leið og matvælin eru þídd aftur halda bakteríurnar áfram að fjölga sér. Barnshafandi konur þurfa líka að hafa í huga að við- halda góðu hreinlæti við elda- mennsku, halda soðnum mat- vælum frá hráum, skola allt grænmeti og ávexti fyrir notkun. Frosin matvæli eiga að þiðna í kæli en ekki á eldhúsborðinu til að hindra vöxt baktería. Þiðnun í örbylgjuofni er í lagi ef varan er matreidd strax á eftir. Upplýsingar fyrir barnshafandi konur Bakteríur drepast ekki við frystingu Gott hreinlæti Það er margt sem barnshafandi konur þurfa að varast.

x

24 stundir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-763X
Tungumál:
Árgangar:
2
Fjöldi tölublaða/hefta:
247
Gefið út:
2007-2008
Myndað til:
10.10.2008
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ólafur Þ. Stephensen (2007-2008)
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir (2008-2008)
Efnisorð:
Lýsing:
24 stundir tók við af blaðinu sem var gefið út 2005 til 2007. Nafni Blaðsins var breytt í 24 stundir þann 9 október 2007.
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (04.01.2008)
https://timarit.is/issue/259009

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (04.01.2008)

Aðgerðir: