24 stundir - 04.01.2008, Page 22

24 stundir - 04.01.2008, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur. maria@24stundir.is Erla Dögg æfði fimleika frá sex ára aldri en byrjaði að æfa sund vegna hvatningar Steindórs Gunn- arssonar sundþjálfara sem á þeim tíma var íþrótta- og sundkennari hennar. Eftir eina sundæfingu varð ekki aftur snúið og byrjaði Erla Dögg að æfa með jafnöldrum sín- um, en var fljótt færð upp um hóp og var komin upp í elsta hópinn 13 ára gömul. „Ég var snemma far- in að æfa á fullu og fimleikarnir nýttust mér sem góður grunnur þar sem ég gat nýtt mér liðleikann úr þeim í sundið,“ segir Erla Dögg sem æfir sund með Sunddeild Njarðvíkur en keppir fyrir hönd Íþróttabandalags Reykjanesbæjar. Hún segist hafa þurft að fórna ýmsu í félagslífi og með vinum fyr- ir sundið en á móti komi að gott og mikið félagslíf sé í sundinu sjálfu. Æfir stíft Erla Dögg segir að í grunninn sé mest æft skriðsund þar sem það sé hraðskreiðasta sundið en einnig séu vikulegar æfingar í aðalsundi. Þá sé hópnum skipt niður og syndi hluti baksund, aðrir flugsund og svo framvegis. Sjálf æfir hún að- allega fjór- og bringusund og ein- beitir sér nú að því að ná lágmark- inu fyrir Ólympíuleikana með stífum æfingum. Hún hefur nú náð næsta lágmarki fyrir neðan Ólympíulágmarkið og á því raun- hæfan möguleika á að komast áfram á leikana. „Ef ég næ lág- markinu fyrir Íslandsmeist- aramótið í vor þá er öruggt að ég komist áfram og þá er að halda áfram og æfa stíft fram að Ólymp- íuleikunum þar sem þarf auðvitað að standa sig vel líka. Auk þess að æfa sig í sundinu sjálfu þarf maður líka að æfa sig í að keppa. Árið 2004 fór ég til Frakklands til að ná lágmarkinu í 50 metra laug og var aðeins 0,14 hundruðustu frá því, sem var mjög svekkjandi. Þrátt fyrir það fór ég og horfði á í Aþenu í tvo daga og heimsótti þorpið, þá varð ég alveg staðráðin í því að ég ætlaði að komast áfram næst,“ seg- ir Erla Dögg. Gott ár Erla Dögg hefur verið í mikilli framför upp á síðkastið en hún hefur sett tíu Íslandsmet síðan í október og komst í úrslit í 50 metra bringusundi á opna hol- lenska meistaramótinu í sundi í Eindhoven. Hún segir mikilvægt að borða rétt til að hafa næga orku á æfingu svo og að nærast vel strax eftir á. Þá passi hún sig á að sofa í það minnsta átta tíma á nóttu. „Maður verður að hlusta á þjálf- arann, vera einbeittur og ákveðinn en fyrst og fremst að hafa gaman af þessu,“ segir Erla Dögg að lokum. 24stundir/Eggert Jóhannesson Erla Dögg Haraldsdóttir stefnir ótrauð á Ólympíuleikana í sundi Mikilvægast að hafa gaman af þessu ➤ Æfir sund með SundfélagiReykjanesbæjar og hefur æft sund frá tíu ára aldri. ➤ Segir mikinn og góðan fé-lagsskap vera í sundinu. ➤ Æfir nú stíft til að komast áÓlympíuleikana í Kína á næsta ári. ➤ Hefur sett tíu Íslandsmet síð-an í október. SUNDKONANErla Dögg Haraldsdóttir er fædd árið 1988 og hef- ur æft sund síðan hún var tíu ára. Hún stefnir nú á Ólympíuleikana í Kína sem haldnir verða á næsta ári. Mikilvægt Að borða rétt svo líkaminn hafi nóga orku og passa upp á svefninn. Rífðu þig upp úr sófanum, dragðu börnin öskrandi frá leikja- tölvunni, klæddu þig og smyrðu nesti og farðu með fjölskyldunni í góðan göngutúr. Geðheilsan batn- ar, börnin sjá dagsljós og líkamleg hreysti eykst. Sjónin lagast að ein- hverju öðru en blikkandi sjón- varpsskjá og blóðið kemst á hreyf- ingu. Fjöldi göngustíga Göngustígar liggja vítt og breitt um Öskjuhlíð og stöðugt fjölgar fólki, sem nýtur útivistar í þessari náttúruperlu í hjarta höfuðborg- arinnar. Öskjuhlíðin er miðja í kerfi gönguleiðar frá gamla mið- bænum um Vatnsmýrina, Foss- vogs- og Elliðaárdalinn að Elliða- árvatni og inn í Heiðmörk. Minjar stríðsára Nokkrir braggar standa ennþá við rætur Öskjuhlíðar. Ýmsar minjar frá stríðsárunum eru ennþá áberandi, s.s. þrjú skot- byrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, varn- arveggir fyrir eldsneytistanka, neð- anjarðartankar, bryggjustubbur, veganet, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum bygg- ingum, og akstursbrautir fyrir flugvélar. Þá hafa kanínur hreiðrað vel um sig í Öskjuhlíðinni. Þær eru fjölda- margar og börnin hafa gaman af því að leita að kanínuholum og sjá glitta í þær þar sem þær skoppa á milli þúfna. Frábærir göngutúrar í Öskjuhlíðinni Útivistarperla í borginni Hvít kanína Kanínur eru fjölmargar í Öskjuhlíð. Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Já nú eftir jólahátíðarnar er buxnastrengurinn óþægilegur hjá mörgum og sumir ná strengnum alls ekki saman. Með þessu ástandi fylgir oft mikið orkuleysi og þyngsli. Skoski heilsugúrúinn Gillian McKeith hefur framleitt ljúffenga náttúrulega hráfæðisbita í mörg ár. Þeir eru bráðhollir og mjög mettandi og er tilvalið fyrir ykkur sem þurfa að ná meltingunni í form og minnka mittismálið að borða einn Gillian bita í hádegismat með t.d. stórum bolla af jurtatei eða bara stóru vatnsglasi. Tyggðu bitann hægt og rólega og hann mettar þig á við góða máltíð! Hægt er að fá nokkrar bragðtegundir: Living Food Energy bar, C vítamín bar, Goji berry bar, Hampfræ bar og Kakó bean bar með 100% kakói. Móttó fyrir janúar er að eiga nóg að Gillian bitum til að grípa í, leggja sykurfæðu til hliðar, drekka nóg af vatni og hreyfa sig a.m.k. 20 mín. á dag og þeir sem hreyfa sig meira eru í góðum málum! Gillian McKeith hollustubitana færð þú í Heilsuhúsunum, Hagkaupum, Fjarðarkaup, Yggdrasil, Maður lifandi og fjölda apóteka. Minnkaðu mittismálið og náðu upp orkunni með hollustubitunum frá Gillian McKeith! STAFG ANGA ÁHRIFA RÍK LE IÐ TIL LÍK AMSRÆ KTAR Stafgöngunámskeið hefjast 15. janúar n.k. stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á:

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.