24 stundir - 23.02.2008, Page 16
16 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is
Prentun: Landsprent ehf.
Loksins brugðust íslenzk stjórnvöld skjótt og röggsamlega við aðsteðjandi
hættu.
Fyrir stuttu kom í ljós að fólk sem er mikið á ferðinni til útlanda var búið
að „sjá út“ leið til að koma ódýrum mat inn í landið! Tollur á matvælum,
sem ferðamenn hafa með sér inn í landið, var ekki nema 125 krónur á kíló
umfram þriggja kílóa kvóta, sem fólk má hafa með sér inn í landið tollfrjálst.
Brögð voru að því að flugfarþegar roguðu fleiri kílóum af ódýrum mat-
vælum handa vinum og vandamönnum inn í landið.
Tollstjóraembættið í Reykjavík brá við skjótt og stoppaði þessa ósvinnu
um síðustu mánaðamót. Lagði næstum því þúsund króna toll á hvert kíló af
kjöti og 757 krónur á kíló af osti. Enda segir á heimasíðu tollstjóraembætt-
isins að markmið þess sé að „stuðla að efnahags- og félagslegri velferð ís-
lensks samfélags.“
Auðvitað ógnaði innflutningur á ódýrum mat hvoru tveggja. Ísland er
dýrasta land í heimi og Íslendingar eru stoltir af því. Hér á matur að vera að
jafnaði 50-60% dýrari en í ríkjum meginlandsins og oftast nær tekst að ná
því markmiði þegar verðlag er mælt og borið saman á milli landa. Hátt verð
á innfluttum mat er líka nauðsynlegt til að vernda undirstöðuatvinnugrein
Íslands, landbúnaðinn, sem leggur til 1,3% landsframleiðslunnar.
Fulltrúi tollgæzlunnar útskýrir þetta ágætlega í frétt 24 stunda í gær; hugs-
unin er sú að allir borgi sama háa verðið, bæði þeir sem sitja heima og kaupa
sér innfluttan ost með ofurtolli úti í búð og þeir, sem eru á ferðinni og koma
með meira en þrjú kíló af mat í handfarangrinum.
Sumir halda því fram að það að fólk leggi á sig að burðast með meira en
þrjú kíló af ódýrum mat á milli landa sýni að matarverð sé of hátt hér á
landi. Sömuleiðis segja sumir að það að leggja þurfi
þúsund króna toll á kíló af kjöti í handfarangri ferða-
manna svo það verði álíka dýrt og kjötið í búðunum,
bendi til að kjöt sé of dýrt á Íslandi. Þetta er eitthvert
hagfræðiþrugl, sem fæstir Íslendingar skilja.
Ráðherra neytendamála, Björgvin Sigurðsson, segir í
24 stundum í dag að rýmka eigi um heimildir fólks til
að koma með mat og aðra vöru inn í landið. Hann kall-
ar það sanngjarnt. Þetta neytendapíp er kannski fallið
til pólitískra vinsælda, en þó engin ástæða til að hlusta á
það frekar en venjulega. Enda segir aðstoðarmaður
fjármálaráðherrans, sem ræður fyrir sköttum, tollum
og gjöldum á almenning, að engu eigi að breyta.
Íslendingar leggja traust sitt á svona stjórnsýslu.
Traust stjórnsýsla
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Loðnuveiðar bannaðar og heilu
byggðirnar horfast í augu við
gjaldþrot. Við efnahagslífi Ís-
lands blasa hugs-
anlega mestu erf-
iðleikar sem upp
hafa komið um
alllangt skeið
vegna skorts á
efnahagsstjórn.
Þá er Kastljós
Sjónvarps und-
irlagt af inni-
haldslausum umræðum tveggja
stjórnmálamanna um hvort Öss-
ur hafi notað rangar myndlík-
ingar við að lýsa skoðun sinni á
stöðu Gísla Marteins. Restin af
pressunni fjallar um þingmann
sem spilaði 21. Landsliðsnefnd
finnur ekki þjálfara og Íslend-
ingar skella sér á Food and Fun.
Guðmundur Gunnarsson
gudmundur.eyjan.is
BLOGGARINN
Ísland er best!
Það ríkir skrítið ástand í Sjálf-
stæðisflokknum í Reykjavík. Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson er ekk-
ert endilega á
þeim buxunum
að víkja. Hanna
Birna Kristjáns-
dóttir rær að því
öllum árum að
verða oddviti í
borgarstjórn –
það er ekki trú-
verðugt þegar
hún segist ekki hafa vitað af skoð-
anakönnun sem óvænt dúkkaði
upp. Heimildir mínar herma að
stallsystur Hönnu í flokknum
hafi pantað könnunina, þó ekki
hún sjálf. Hanna Birna er langt í
frá óumdeild í borgarstjórn-
arflokknum. Það er ekki víst að
hún geti fengið meirihluta...
Egill Helgason
eyjan.is/silfuregils
Skrítið ástand
Óábyrgar yfirlýsingar formanns
Samfylkingar um að leggja af
byggðakvótann eru ekki góðar.
Allt slíkt skapar
óöryggi og kemur
sér illa fyrir þá
sem starfa að út-
gerð. Ráðaleysi
sjávarútvegs-
ráðherra við út-
hlutun byggða-
kvótans kemur
sér líka illa og er
líka óábyrg vinnubrögð. Þetta
mál sýnir enn og aftur hvers kon-
ar vinnubrögð tíðkast hjá ráð-
herrum ríkisstjórnarinnar. Það
sýnir líka að stjórnarflokkarnir
blaðra út og suður, lítið samráð
virðist eiga sér stað og stefnan er
óljós í allt of mörgum mik-
ilvægum málum.
Magnús Stefánsson
magnuss.is
Óábyrgt
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Hver hörmungarfréttin af efna-
hagslífi Íslendinga rekur nú aðra.
Einn daginn heyrir maður að tiltrú umheimsins á ís-
lensku bönkunum sé svo langt undir frostmarki að eina
færa leiðin sé að fara með þá úr landi og taka upp evru.
Helst strax. Þótt það taki fimm ár. Einn ráðherra vill
evru og annar alls ekki. Jón Ásgeir Jóhannesson gefur út
yfirlýsingu og leiðréttir sjálfan sig síðar sama dag.
Gamla herraþjóðin sendir hverja eiturpilluna á eftir
annarri yfir hafið gegnum danska fjölmiðla og fjár-
málaspekúlanta. Sama dag og Jón Ásgeir talar um erf-
iðleika bankanna spáir sérfræðingur falli á mörkuðum
sem ekkert verður af. Næsta dag eru bankarnir sagðir
standa sterkt, ekkert ami að þeim annað en pen-
ingakreppa umheimsins. En umræðan er óþægileg fyrir
almenning sem veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið,
hvort á að treysta þessum bankanum eða hinum, þess-
um ráðherranum eða hinum, þessari greiningardeild
eða engri. „ Hinn almenni Íslendingur þarf ekki að hafa
neinar áhyggjur af því að fjármunir hans séu ekki
öruggir inni í bankanum, því það eru þeir,“ segir Guð-
jón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármála-
fyrirtækja. „Innistæður í íslenskum bönkum eru án
nokkurs vafa jafn öruggar eða öruggari en í bönkum í
nágrannaríkjum. Það segi ég af þeim ástæðum að Ísland
fékk forsmekk af kreppunni. Íslensku bankarnir gengu í
gegnum litla kreppu fyrir tveimur árum og lögðu mikið
á sig til að leiðrétta misskilning sem var ríkjandi um þá,
dreifa áhættu, auka innlán á fleiri stöðum, setja egg sín í
fleiri körfur. Þetta eru fleiri bankar að gera núna. Erf-
iðleikarnir sem steðjuðu að íslensku bönkunum 2006
koma þeim til góða núna,“ segir Guðjón Rúnarsson.
Engu að síður er það staðreynd að skuldaálag íslenskra
banka er þrefalt og upp í fimmfalt hærra en hjá keppi-
nautum í Evrópu.
Alltaf að slökkva elda
Guðjón segir banka alls staðar vera að skipta úr fjórða
niður í fyrsta gír, einbeita sér að því að styrkja kjarna-
rekstur sinn og halda utan um það sem þeir hafa. Hér
hafi verið gerð álagspróf á íslensku bönkunum um hvað
gerist fari allt á versta veg. Engin ástæða sé fyrir fólk að
fara á taugum, en mikilvægt sé fyrir fjármálageirann að
reyna að koma skýrum skilaboðum um styrk bankanna
Stjórnlaus efnahagsumræða
SKÝRING
Hamraborg 14 sími 554 4200
Opið: Mánud - Laugard: 08:00 - 18:00
Laug: 08:00 - 16:00 Sunn: 09:00 - 16:00
Dalvegi 4 sími 564 4700
Opið: Mánud.-Föstud. 06:00 - 18:00
Laug. 06:00 - 17:00 Sunn. 07:00 - 17:00