24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir
Einhvern tíma – og kannski er
skemmra í það en margir trúa – þá
mun fjármálakreppan 2008 ekki
vera annað en gömul og heldur
óþægileg en fyrst og fremst frekar
óljós minning.
Svo maður leiti aftur í söguna,
þá gerðist nákvæmlega það sama
fyrir réttum 100 árum.
Þegar Íslendingar fengu heima-
stjórn árið 1904 færðist gífurlegur
þróttur í íslenskt efnahagslíf. Sama
ár tók Íslandsbanki til starfa og
peningamagn í umferð jókst stór-
lega. Uppbygging á öllum sviðum
var mikil.
Gjörsamlega gleymd
Sú uppbygging var þó líkast til
ívið of hröð því fyrir nákvæmlega
100 árum var skollin á fjármála-
kreppa. Einhverjir höfðu reist sér
hurðarás um öxl. Árið 1908 ríkti
svartsýni og bölmóður – nokkur
þeirra fyrirtækja sem mest umsvif
höfðu tóku að riða.
Þetta var vitanlega óskemmtileg-
ur tími fyrir þá sem mest áttu und-
ir sveiflunum í efnahagslífinu.
Allt á leiðinni á hvínandi kúp-
una!
En hvað gerðist?
Jú, kreppan rann sitt skeið á
furðu skömmum tíma; menn
lærðu fljótt að fóta sig í hinu nýja
efnahagsumhverfi.
Og hvað stendur eftir í sögubók-
unum?
Jú, þar er fjallað um þann mikla
þrótt sem fylgdi heimastjórninni,
uppganginn, góðærið, nútímavæð-
ingu, blómstur í haga … og svo
framvegis.
Kreppan 1908 er gjörsamlega
gleymd. Maður þarf að leita ansi
vel í sagnfræðiritum til að finna
hana. Hún skipti bara engu máli
þegar upp var staðið.
Kreppan mikla
Á sama hátt er ég eiginlega viss
um að kreppan 2008 verður í fram-
tíðinni ekki annað en neðanmáls-
grein í sagnfræðibókum. Jú, þeir
sem mest urðu fyrir barðinu á
henni munu vitaskuld minnast
hennar með skelfingu – en öll
rannsókn á sögunni kennir okkur
að þetta séu ekki annað vaxtarverk-
ir.
Sem líði hjá fljótar en nokkurn
órar fyrir.
Meira að segja kreppan mikla
um 1930 hefði ekki þurft að verða
svo langvinn sem raun bar vitni –
rannsóknir hinna virtustu hag-
fræðinga og annarra spekúlanta
hníga nú allar í þá átt að kreppan
hafi orðið svo djúp sem raun bar
vitni fyrst og fremst af því menn
brugðust svo rangt við henni.
Gerðu ýmist ekki neitt – eða allt-
of mikið – ég kann ekki að útlista
það nánar – látum það bara gott
heita. Niðurstaðan er altso sú að ef
menn hefðu kunnað sitt fag hefði
kreppan þá ekki orðið mikið mál.
Hún væri næstum gleymd, rétt
eins og kreppan á Íslandi 1908.
Raunverulegur vandi
Sem virtist svo alvarleg en
reyndist fljótlega ekki vera annað
en svolítið bakslag í seglin. Og
skammvinnara en nokkur trúði
meðan á því stóð. Svo kom aftur
byr og siglingin hélt áfram.
Því ættum við ekki að fara á
taugum þó um stundarsakir
kreppi svolítið að.
Heldur bara bíta á jaxlinn og
muna eftir ,,kreppunni 1908“.
Þetta er kannski ábyrgðarlaust.
Víst veit ég að vandinn er raun-
verulegur. Bankarnir virðast vera í
undarlegum vandræðum. Skrýtið
ef satt er að aftur hafi þeir látið
grípa sig í bólinu og breiða út um
sig sögur sem eigi sér ekki stoð;
þeir hefðu átt að læra sína lexíu
fyrir fáeinum misserum þegar hart
var að þeim sótt en þeir stóðu það
af sér með sóma.
En virðast ekki hafa gætt þess að
viðhalda upplýsingaherferðinni
sem þá var farin.
Hlakkandi
Víst veit ég líka að fjölmörg fyr-
irtæki eiga í vanda með að standa
við skuldbindingar sínar. Einhver
þeirra munu eflaust lenda illilega
upp á kant við tilveruna.
(Skrýtið annars hvað sumir
virðast nánast hlakkandi yfir því.
Hæhæhæ, gott á þessa græðg-
ispésa, við munum bara hafa gott
af því að fá almennilega kreppu, þá
verðum við öll svo andlega hugs-
andi, og förum að huga að því sem
raunverulega skiptir máli – hvílíkt
bull!)
En þó það megi víða reka mig á
gat í peningamálum og efnahags-
reikningi, þá trúi ég því einfaldlega
ekki að við séum neitt nálægt því
að fara á hvolf í einhverjum skiln-
ingi. Þótt greitt hafi verið gengið
um gleðinnar dyr, þá held ég að
undirstöðurnar séu þrátt fyrir allt
traustar – og sá tími komi fyrr en
nokkurn órar fyrir að kreppan
2008 verði í minningunni jafn lítið
mál og kreppan 1908.
Kreppan 1908
og aðrar kreppur
aIllugi Jökulsson skrifar um kreppur
,,Hæhæhæ,
gott á þessa
græðgispésa,
við munum
bara hafa
gott af því að
fá almenni-
lega kreppu,
þá verðum við öll svo
andlega hugsandi
Kreppan 1908
Gjörsamlega gleymd.
Fallegt einbýlishús til sölu ásamt tvöföldum bílskúr á Eyrarbakka
Um er að ræða fasteign sem er 201 fm. Einbýlishús 145 fm og bílskúr 56,3 fm.
Komið er inn í bjart og rúmgott flísalagt anddyri og inn af því er góð geymsla. Því
næst er komið inn í sjónvarpshol. Gegnheilt fallegt parket á gólfi. Svefnherbergis-
gangi er hægt að loka af, þar inni eru 3 barnaherbergi parketlögð og hjónaherbergi
með spónaparketi. Baðherbergi er einnig á gangi, nýlega tekið í gegn, flísalagt í
hólf og gólf, hiti er í gólfi. Stofan er stór og björt, hátt til lofts (upptekið). Út frá
stofu er gengið út í garð þar er pallur og mjög gróinn og fallegur garður. Eldhúsið
er með glænýrri innréttingu, hvít fulningainnrétting og gaseldavél, glæsileg í alla
staði. Inn af eldhúsi er þvottahús og búr og yfir búrinu er geymsluloft. Bílskúrinn
er tvöfaldur og mjög rúmgóður og góð aðkoma að honum. Húsið er staðsett í
botnlanga í mjög rólegu og grónu hverfi. Stutt er í þá þjónustu sem er á staðnum
svo sem verslun, leik- og barnaskóla.
Hagstætt lán áhvílandi.
Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl.
Nánari upplýsingar veitir
Fasteignasalan Eignaver
Sími 553-2222 • eignaver.is
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík
Einbýlishúsið við Túngötu 3,
Eyrarbakka til sölu