24 stundir - 01.03.2008, Side 4

24 stundir - 01.03.2008, Side 4
Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Fjöldi fyrrverandi félagsmanna í Mjólkursamsölu Reykjavíkur gæti átt rétt á auknum greiðslum úr sér- eignarsjóði samsölunnar. Fjárhæð- irnar gætu hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum milljóna. Ólögmætar breytingar Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 27. febrúar síðastlið- inn í máli sem félagsbúið á Hálsi höfðaði gegn Auðhumlu, áður Mjólkursamsölunni. Forsaga máls- ins er sú að fjölda félagsmanna í Mjólkursamsölunni var gert að innleysa séreign sína í séreignar- sjóði með breytingum á lögum fé- lagsins árið 2002. Í dómi héraðs- dóms segir að þær breytingar hafi verið ólögmætar og hafi valdið því að félagsbúið á Hálsi hafi orðið fyr- ir fjárhagslegu tjóni enda hafi verið aukið verulega við fjármagn í sér- eignarsjóðinn, fyrst um 550 millj- ónir árið 2004 og aftur um 1,5 milljarða árið 2006. Vildu ekki inleysa sína eign Jón Gíslason, bóndi á Hálsi, seg- ist fagna dómnum. „Við köllum þetta ippon-dóm því það er allt dæmt okkur í vil. Ákvörðunin er dæmd ólögleg og þar með erum við ennþá aðilar að félaginu og eig- um að okkar mati fulla aðild að öll- um þeim fjármunum sem hafa bæst í sjóðinn með aukningu á stofnfénu. Við vildum aldrei inn- leysa okkar séreign á þessum tíma enda vissum við eins og allir að stefnan væri sú að auka fjármagn í sjóðnum. Þessir fjármunir voru svo sannarlega til komnir vegna okkar viðskipta ekki síður en annarra.“ Býðst til að innheimta Sigurbjörn Magnússon hæsta- réttarlögmaður sem sótti málið fyrir búið á Hálsi segir málið vera fordæmisgefandi fyrir alla bændur sem eru í samsvarandi stöðu. „Þessi dómur þýðir að allir þeir fé- lagar sem voru tilneyddir til að innleysa séreign sína úr sjóðnum og urðu með því fyrir fjárhagslegu tjóni, eiga rétt á sömu aukningu á sinni séreign og þeir sem áfram voru aðilar að sjóðnum.“ Sigurbjörn segir ljóst að hundr- uð manna séu í þessari stöðu. „Ég fer með mál fyrir nokkra bændur sem eru í sömu stöðu og Jón. Það er ljóst að þessir aðilar eiga inni umtalsverðar fjárhæðir hjá Auð- humlu ef dómurinn stendur. Þær gætu í heildina numið einhverjum hundruðum milljóna. Ef þessi dómur verður staðfestur í Hæsta- rétti þá mun ég hafa samband við þá aðila og bjóðast til að innheimta fyrir þá þeirra inneign.“ Dómnum líklega áfrýjað Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Auðhumlu, segir all- ar líkur á því að dómnum verði áfrýjað. Guðbrandur sagðist að- spurður ekki vita um hversu mikla fjármuni gæti verið að tefla ef dómurinn stendur. „Við vitum ekki hversu margir aðilar eru í þessari stöðu en þeir gætu verið nokkur hundruð. Hins vegar eiga sumir þeirra mjög lágar upphæðir í sjóðnum. Við höfum ekki farið yfir hversu miklar fjárhæðir getur verið um að ræða, enda erum við ósam- mála dómnum og bíðum bara og sjáum til.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Hundruð millj- óna til bænda?  Breytingar á lögum Mjólkursamsölu í Reykjavík voru ólöglegar  Fjöldi bænda gæti átt kröfu á háum fjárhæðum úr séreignarsjóði ➤ Með breytingu á lögumMjólkursamsölunnar árið 2002 fækkaði séreignarsjóðs- félögum úr 1346 í 769. ➤ Fyrir breytinguna var sjóðs-félögum heimilt að ávaxta eign sína í tíu ár eftir að þeir hættu að leggja inn afurðir í Mjólkursamsöluna. ➤ Áður hefur fallið dómur í máligegn Auðhumlu sem sneri að sama máli. Sá dómur var ekki talinn fordæmisgefandi. SÉREIGNARSJÓÐUR 24 stundir/Kristinn Mjólkursamsalan Auðhumla sem áður var Mjólkusamsalan í Reykjavík braut á bændum. 4 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir Kvartanir almennings til Land- læknis vegna heilbrigðisþjónustu árið 2007 voru 274 eða þremur fleiri en árið 2006. Af 209 málum sem lokið var um miðjan febrúar nú í ár hafði 71 mál verið staðfest að hluta eða öllu leyti, að því er segir á fréttavef embættisins. Einn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi árið 2007. Tutt- ugu fengu aðfinnslu og tveimur var veitt lögformleg áminning í framhaldi kvörtunarmáls. ibs 274 kvartanir til Landlæknis Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á Ar- iel colour þvottaefni 2,85 kg. Hæsta verð reyndist vera 49,7% hærra en það lægsta eða 495 króna munur. Athygli vekur að verðið var lægst í Fjarðarkaup en ekki þeirri lágvöruverðsverslun sem er með í könn- uninni. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 50% munur á Ariel Colour Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN Ariel colour þvottaefni 2,85 Kg. Verslun Verð Verðmunur Fjarðarkaup 995 Kaskó 1.079 8,4 % Melabúðin 1.098 10,4 % Hagkaup 1.395 40,2 % Nóatún 1.398 40,5 % Samkaup-Úrval 1.490 49,7 % Vor í lofti Laugavegi 51 - sími 552 2201 2008 Fallegt einbýlishús til sölu ásamt tvöföldum bílskúr á Eyrarbakka Um er að ræða fasteign sem er 201 fm. Einbýlishús 145 fm og bílskúr 56,3 fm. Komið er inn í bjart og rúmgott flísalagt anddyri og inn af því er góð geymsla. Því næst er komið inn í sjónvarpshol. Gegnheilt fallegt parket á gólfi. Svefnherbergis- gangi er hægt að loka af, þar inni eru 3 barnaherbergi parketlögð og hjónaherbergi með spónaparketi. Baðherbergi er einnig á gangi, nýlega tekið í gegn, flísalagt í hólf og gólf, hiti er í gólfi. Stofan er stór og björt, hátt til lofts (upptekið). Út frá stofu er gengið út í garð þar er pallur og mjög gróinn og fallegur garður. Eldhúsið er með glænýrri innréttingu, hvít fulningainnrétting og gaseldavél, glæsileg í alla staði. Inn af eldhúsi er þvottahús og búr og yfir búrinu er geymsluloft. Bílskúrinn er tvöfaldur og mjög rúmgóður og góð aðkoma að honum. Húsið er staðsett í botnlanga í mjög rólegu og grónu hverfi. Stutt er í þá þjónustu sem er á staðnum svo sem verslun, leik- og barnaskóla. Hagstætt lán áhvílandi. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Einbýlishúsið við Túngötu 3, Eyrarbakka til sölu

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.