24 stundir


24 stundir - 01.03.2008, Qupperneq 15

24 stundir - 01.03.2008, Qupperneq 15
þjóna eða netfyrirtæki sem hýsa síðurnar til ábyrgðar. Ragnar telur erfitt að draga til ábyrgðar þá sem gera dreifingu efnisins mögulega. „Ritstjóra- eða útgef- endaábyrgð á netinu verður varla sett nema með al- þjóðlegum lögum,“ segir Ragnar. „Full ástæða er til að gera alþjóðasamninga um netábyrgð. Á netinu telja menn að þeir þurfi ekki að virða höfundarrétt og þar haga menn sér á annan veg en ella. „Anarkí án laga- reglna á einu sviði gengur ekki. Ef menn vilja hafa eitt stjórnlaust samfélagssvið þarf að setja lög um að svo sé, “ segir Ragnar Aðalsteinsson. Birgir Guðmundsson, fjölmiðlalektor á Akureyri, telur að standi meiðyrðadómurinn boði það vatnaskil í pólitískri umræðu. „Þröskuldurinn í pólitískri orð- ræðu hefur verið miklu hærri en í almennri umræðu. Standi dómurinn verða nýir tímar, þar sem stjórn- málamenn þurfa að hugsa sinn gang. En ég leyfi mér að spá því að dómnum verði snúið við í Hæstarétti, “ segir Birgir. Honum finnst bitamunur en ekki fjár á ummælunum sem dæmd voru ómerk og mörgum pólitískum upphrópunum, þar á meðal skrifum ráð- herrans. Línudansararnir á netinu Dofri Hermannsson, bloggari og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, telur að þeir sem temja sér óvandað orð- færi á netinu verði sjálfkrafa dæmdir ómerkingar af lesendum. Um Össur segir Dofri að hann sé línudans- ari. „Ég sé ekki að hann hafi dansað fram af.“ Dofri tel- ur meiðyrðadóma ekki líklega til að efla réttlætið sér- staklega. Til dæmis hafi Guðmundur Gunnarsson verið dæmdur fyrir sönn ummæli um starfsmanna- leigu sem níddist á útlendingum. „Það má semsagt fara illa með Pólverja en það er lögbrot að segja frá því.“ beva@24stundir.is aBjörg Eva Erlendsdóttir Nú hefur fallið meið- yrðadómur og pólitísk stór- yrði á bloggi verið dæmd dauð og ómerk. Hvorki voru þau sérstaklega flott né orðahunang. En þau voru pólitísk gífuryrði og þar kemur líkingin við orð- færi ráðherrans. 24stundir LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 15 Það er að bera í bakkafullan læk- inn að skrifa meira um grein sem Bjarni Benediktsson skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni í Morgunblað- ið í síðustu viku. Daginn sem greinin birtist var efni hennar sleg- ið upp á forsíðu og næstu daga síða eftir síðu lögð undir greinina í um- fjöllun allra helstu fjölmiðla Sjálf- stæðisflokksins. Má mál þetta því réttilega kallast stóra greinamálið og af því verða dregnar eftirtaldar niðurstöður sem hér eru af lítillæti birtar með lágstöfum og smáu letri og ég bið lesendur um að lesa þetta alls ekki upphátt: - halda mætti að ekki hafi áður verið skrifuð grein um pólitík eða þá að illugi sé kim il sung og bjarni sjálfur saparmurat niyazov endur- borinn … - fjölmiðlar í landinu eru komn- ir í sama far flokkapólitíkur og var fyrir 30 árum – og aðeins þeir sem eiga málgagn eru taldir með … - sannaðist í moggaleiðara þar sem stóð að loksins skrifaði ein- hver þingmaður um það að í land- inu væri efnahagsvandi,- les: þing- maður er sá einn sem er annaðhvort í samfylkingu eða sjálf- stæðisflokki … - greinin þeirra félaga er góð en vantaði samt alveg útfærðar lausnir aðra en þá að leggja niður íbúða- lánasjóð sem er nú heimsku- græðgi … - og hverjum á að gefa ríkis- ábyrgðir þeirra lána sem nú eru útistandandi … - hvorugur þeirra félaga þorir að tala um gjaldmiðilsvandann í land- inu af ótta við að styðja með því trúarsöfnuð ESB-sinna … - athyglisvert samt að í greininni er hvergi mælt með því að krónan verði áfram gjaldmiðill hagkerfis- ins heldur stjáklað um viðfangsefn- ið eins og köttur um heitan graut … - það er þó greinilega ekki ótti við fráfarandi formann sjálfstæð- isflokksins sem hrekur þá félaga lengur frá umræðunni því í grein- inni er í reynd hörð og óvægin gagnrýni á hávaxta- og verðbólgu- stefnu seðlabankans og niðurstaða þeirra félaga er náskyld niðurstöðu hrafns bragasonar sem sagði í vik- unni að vandi dómaraskipana væri dómsmálaráðherrann en ekki regl- urnar … - vandi viðskiptalífsins er að mati þeirra illuga og bjarna seðla- bankastjórinn en ekki sú stefna eða lög sem stjórnvöld setja bankan- um … - stjórnarandstaðan og við- skiptalíf gladdist með mogganum yfir greininni enda loksins lífsmark og einhverjir fóru að vonast eftir vitlegum umræðum innan stjórn- arliðsins … - en samfylkingin sá fyrir því og tók að sér það hlutverk að rakka allt í greininni niður þannig að þjóðin og viðskiptalífið gátu þegar gleymt því að skrif þessi væru upp- haf að einhverri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar … - ekkert í aðfinnslum samfylk- ingarinnar sneri að pólitískum áherslumun þessara flokka í efna- hagsmálum, – þeir eru einfaldlega á móti því að liðsmenn úr sjálf- stæðisflokki komi með ábending- ar … - sjálfstæðismenn launuðu fyrir sig daginn eftir í umræðu um orkufrumvarp össurar … - ergó; samfylkingin og sjálf- stæðisflokkur ætla að deila með sér ráðherrastólunum og mynda þing- meirihluta gegn vantrausti á rík- isstjórnina en að öðru leyti leika bæði hlutverk stjórnar og stjórn- arandstöðu. - þetta er máske skynsamlegt ef stjórnmál ganga út á það eitt að halda fylgi – og skiptir engu þó að það sé fjandsamlegt þjóðarhag á viðsjártímum. fylgið fyrst, flokkur- inn svo og stóllinn ofar öllu … - en aðallega er þetta merki um kjarkleysi þess sem er með svo stór- an meirihluta þjóðarinnar bakvið sig að hann óttast að minnsta hreyfing geti hrist einn eða tvo út af gullvagninum … - fyrr en seinna opinberast þetta þjóðinni í þeim þrengingum sem framundan eru og þá verður spurt, – af hverju gerði enginn neitt … og meðan ég ber hér í bakka- fullan lækinn er verk starfsbræðra minna líkast vinnu bakkabræðra sem báru sól í trogum inn í glugga- lausan bæ – þar sem allir sofa … Höfundur er alþingismaður Að bera ljós í trogum VIÐHORF aBjarni Harðarson vandi við- skiptalífsins er að mati þeirra illuga og bjarna seðlabanka- stjórinn en ekki sú stefna eða lög sem stjórnvöld setja bankanum. Nýr Bæklingur LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Opið virka daga 10-18 og Laugardaga 10-14                                         !      "  #          $  % &      !   " # 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.