24 stundir - 01.03.2008, Síða 16

24 stundir - 01.03.2008, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun um notkun eldsneyt- is hér á landi, notaði fiskiskipafloti Íslendinga tæplega 212 þúsund tonn af olíu árið 2006. Tölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir að svo stöddu en samkvæmt þessu losuðu íslensk fiskiskip um 770 þúsund tonn af gróðurhúsa- lofttegundum út í andrúmsloftið úti á hafi árið 2006. Olíunotkun fer minnkandi Olíunotkun fiskiskipaflotans virðist þó fara minnkandi ár frá ári. Árið 2005 notaði flotinn tæplega 233 þúsund tonn af eldsneyti, en eldsneytisnotkunin var mest árið 1996, þá notaði fiskiskipaflotinn rúmlega 295 þúsund tonn af elds- neyti. Síðan fór eldsneytisnotkun flotans minnkandi eða allt til ársins 2002 en þá jókst magnið um rúm þrjátíu þúsund tonn. Minna var notað af eldsneyti ár- ið eftir, en árið 2004 jókst eldsneyt- isnotkunin aftur um tæp sjö þús- und tonn. Síðan þá hefur olíunotkun fiskiskipaflotans minnkað um tæp átján prósent. Þess ber að geta að stærri fiskiskip- um á Íslandi hefur fækkað und- anfarin ár. Hvati til olíusparnaðar mikill „Eldsneytiskostnaður er næst stærsti kostnaðarliðurinn hjá út- gerðunum á eftir launakostnaði og því skiptir góð orkunýting verulega miklu máli fjárhagslega fyrir þær. Þeir hagsmunir fara svo auðvitað vel saman við umhverfisáhrifin þannig að hvatinn til að spara olíu er mjög mikill.“ Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Við höfum um langa hríð velt fyrir okkur hvað sé hægt að gera til að draga úr umhverfisáhrifum fisk- veiðiflotans og þar er margt sem kemur til.“ Friðrik segir að minnka megi eldsneytisnotkun og þar með útblástur meðal annars með því að breyta hönnun skipa og létta veið- arfæri. Öflugt kynningarátak í bígerð Landssamband íslenskra útvegs- manna og stéttarfélög íslenskra sjó- manna eiga sæti í nefnd ásamt fulltrúum frá umhverfis- og sjáv- arútvegsráðuneytinu, sem var skip- uð á haustdögum 2006, en hlut- verk hennar er að huga sérstaklega að umhverfisáhrifum vegna út- blásturs íslenska fiskveiðiflotans. „Stjórn LÍÚ hefur ákveðið að fara í rækilegt upplýsinga- og kynningarátak um hvernig sé hægt að spara olíu með ýmsum hætti og mun ráðstafa í það umtalsverðum fjármunum. Þetta verður gert í samstarfi við Fjöltækniskóla Ís- lands þar sem skipstjórnarmönn- um og vélstjórum verður sérstak- lega kynnt hvað hægt sé að gera til að draga úr orkunotkun.“ Þróun nýrra veiðiaðferða Friðrik segir LÍÚ eiga í samstarfi við Hafrannsóknastofnun Íslands vegna rannsókna á þróun svokall- aðra gildruveiða til að spara orku. „Gildruveiðar eru auðvitað þekkt- ar, en við ætlum að kanna hvort það sé hægt að beita þeirri veiði- aðferð í stórum mæli úti á rúmsjó, en það hefur ekki áður verið gert í heiminum.“Aukin orkunýting og þar af leiðandi minni umhverfis- áhrif verður eitt meginverkefni okkar í framtíðinni.“ Minnsta olíu- notkun í 18 ár  Fiskiskipafloti landsins hefur ekki notað minna eldsneyti síðan 1990  Unnið er að því að draga enn frekar úr eldsneytisnotkun ➤ Íslenski fiskveiðiflotinn telurum 1600 skip af öllum stærð- um og gerðum. ➤ Togurum hefur fækkað umhelming í flotanum und- anfarin ár, úr rúmlega 120 í um sextíu. FISKISKIPAFLOTINN Fiskiskip Eldsneytisnotkun skipa hefur minnkað undanfarin ár og sömuleiðis losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum. 24 stundir/Alfons Ægir Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is FRÉTTASKÝRING „Ég tel að olíunotkun fiskveiði- flotans hafi ekki verið meiri í fyrra heldur en árið 2006,“ segir Guð- bergur Rúnarsson formaður lofts- lagsnefndar sjávarútvegsins. „Það verður áhugavert að skoða tölur um olíunotkun fyrir árið 2007 þegar þar að kemur, því þrátt fyrir niðurskurðinn í kvóta fylgir því ákveðinn fórnarkostnaður,“ segir Guðbergur. „Nú þurfa skipin að forðast þorskinn og sigla í burtu ef fisksins verður vart. En á móti kemur að einhverjir hafa ákveðið að leggja árar í bát og hætta veiðum. Þess vegna held ég að olíunotkun flot- ans verði ekki meiri árið 2007.“ aegir@24stundir.is Formaður loftslagsnefndar sjávarútvegsins Býst ekki við meiri olíunotkun 2007 „Til að minnka olíunotkun og þar með útblástur skipanna á gróð- urhúsalofttegundum geta útgerðir tekið upp veiðarfæri sem krefjast minni orku.“ Þetta segir Jón Bernódusson, staðgengill forstöðumanns rann- sókna- og þróunarsviðs Siglinga- stofnunar Íslands. „Þetta eru veiðarfæri þar sem þú þarft ekki að beita skipsvélinni af miklu afli við veiðarnar. Línu-, net- og nótaveiðar þarfnast mun minni orku en botn- og flotvörpuveiðar eru orkufrekastar.“ Siglingastofnun hefur undanfar- ið unnið að verkefni til að stuðla að minni útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda, án þess að draga endilega úr olíunotkun. „Til þess að draga úr loftmengun við óbreytta olíunotkun þurfum við að hreinsa útblásturinn frá skipsvélunum. Það er verkefni sem Siglingastofnun vinnur að og verð- ur kynnt seinna, en rannsóknir á sérstökum hreinsunarbúnaði eru fyrihugaðar á næstu vikum.“ Jón segir að útgerðir geti komið upp sérstökum orkusparnaðarkerfum um borð sem fylgist náið með olíu- eyðslunni, en með kerfunum er hægt að koma í veg fyrir óþarfa olíunotkun. „Það er nauðsynlegt að finna lausnir til að hreinsa útblástur frá skipsvélum svo að útgerðirnar geti sjálfar ákveðið hvaða veiðiaðferðir þær vilja nota.Við eigum að halda áfram að nota skipin okkar en finna lausnir til að koma í veg fyrir að þau mengi eins mikið.“ aegir@24stundir.is Sérfræðingur Siglingastofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda Útblásturinn verði hreinsaður ÚTBLÁSTUR ÍSLENSKRA FISKISKIPA Gildin eru þúsundir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 932.576 919.120 904.518 886.714 882.022 727.687 824.156 791.706 813.033 734.876 669.799 Club Paradise Park & Glarus íbúðahótelin Frábærar íbúðir Frá kr. 49.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Paradise Park í viku, 26. maí eða 25. ágúst. Gisting á Glarus íbúðahótelinu kr. 3.000 aukalega. Hotel Kristal m/allt innifalið Frá kr. 55.195 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskyldu- herbergi með allt innifalið á Hotel Kristal í viku, 25. ágúst. Búlgaría MasterCard Mundu ferðaávísunina! E N N E M M / S IA / N M 3 24 46 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri, sími: 461 1099 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. T er ra N o va á sk ilu r sé r ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . BEINT MORGUNFLUG Golden Sands – Perla Svartahafsins Terra Nova býður frábærar sumarleyfisferðir til perlu Svartahafsins, Golden Sands í Búlgaríu. Þú fær hvergi meira frí fyrir peninginn en í ferð til Golden Sands. Stað- urinn ber svo sannarlega nafn með rentu því ströndin er ein sú allra besta í Evrópu, 4 km. löng og allt að 100 metra breið með gullnum sandi, hlýjum og tærum sjó. frá 49.995 kr. Frábært verðlag í Búlgaríu! • Veisla í mat og drykk • Endalausir afþreyingarmöguleikar • Frábært næturlíf • Gott að versla • Spennandi kynnisferðir • Frábært verðlag • o.fl., o.fl. Bókaðu núna! www.terranova.is Þú færð hvergi meira frí fyrir peninginn!

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.