24 stundir - 01.03.2008, Síða 24

24 stundir - 01.03.2008, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir Björgólfur Guðmundsson og Landsbankinn hafa höfðað mál á hendur manni sem fór hörðum orðum um framferði Björgólfs í bankanum í blaðagrein í lok októ- ber. Þess er krafist að tiltekin um- mæli séu dæmd dauð og ómerk en engin krafa gerð um bætur. Út af fyrir sig veit ég ekkert um þetta mál. Ég þekki ekki manninn sem nú skal lögsóttur, las ekki greinina hans á sínum tíma og þekki málsatvik aðeins af frétt í Fréttablaðinu á miðvikudag. Hvort eitthvað er hæft í þeirri atvikalýs- ingu sem bersýnilega hefur verið að finna í blaðagreininni, það veit ég ekki. Ég sé þó að manninum sem skrifaði greinina hefur verið mikið niðri fyrir og get ósköp vel skilið að Björgólfi hafi ekki verið skemmt. Eigi að síður hlýt ég að biðja Björgólf um að endurskoða hug sinn varðandi þessa málshöfðun. Ég hef haft öll mín bankavið- skipti við Landsbankann síðan gamli Tröllasparibaukurinn minn úr Útvegsbankanum rann sitt skeið á enda fyrir margt löngu. Yfirleitt hefur farið vel á með mér og bank- anum. Ég ber líka virðingu fyrir Björgólfi Guðmundssyni og hvern- ig hann kom aftur undir sig fót- unum eftir það andstreymi sem hann lenti í um miðja ævina. Og mér hafa þótt ýmis uppátæki Björg- ólfs í íslensku samfélagi að undan- förnu vera honum til prýðilegs sóma. En ekki gera þetta, Björgólfur. Komið alveg nóg Ekki fara að leggja þitt þunga lóð á vogarskálarnar til þess að auka við þá hrinu meiðyrðamála allskonar sem dunið hefur yfir undanfarin misseri. Því þar er komið alveg nóg. Nú síðast fór einn alræmdasti orðhákur internetsins í mál við Gauk Úlfarsson og fékk hann dæmdan til greiðslu hárra bóta af því Gaukur hafði sakað hann um að vera rasisti. Dómurinn reyndi ekki á nokkurn hátt að komast á snoðir um hvort fyrrnefndur orðhákur, Ómar R. Valdimarsson, væri í raun- inni rasisti. Hann tók það bara gott og gilt að Ómar hefði orðið harmi lostinn og sár við þessa ásökun, og svo virðist sem sú staðreynd að Ómar mun vera ræðismaður El Salvador á Íslandi hafi haft einhver áhrif á niðurstöðuna! Gaukur var dæmdur sekur. Það þótti mér vond tíðindi. Nú hef ég að sjálfsögðu enga skoðun á því hvort Ómar R. Valdi- marsson sé rasisti. Ég reikna fast- lega með því að hann sé það ekki, enda þótt ummæli hans á netinu um erlenda verkamenn við Kára- hnjúka séu ekki sérlega kurteisleg. Ég nefni sérstaklega illa heppnaða fyndni hans þegar alvarleg maga- kveisa stakk sér niður meðal verka- manna Impregilo (vinnuveitanda Ómars) og hann gerði grín að því að þeir sem ekki kynnu að þvo sér um hendurnar mundu lenda í djúpum skít. Í lófa lagið að svara En það skiptir raunar engu máli hvort Ómar R. Valdimarsson er ras- isti eða ekki. Ef honum sárnuðu ummælin var honum í lófa lagið að svara þeim – honum hefur hingað til ekki verið orða vant á internet- inu. En þetta virðist vera nýjasta tíska í samfélaginu – að fara í mál. Ég hef þegar á þessum vettvangi lýst furðu minni á dómi sem kveðinn var upp í héraði yfir Fréttablaðinu að ósk Magnúsar Ragnarssonar hjá Skjá einum, en sá dómur var svo fráleitur að æðri dómstóll bókstaf- lega verður að hrinda honum. „Fallinn-dómurinn“ frægi er líka flestum í fersku minni; ég held að það sé smátt og smátt að renna upp fyrir æ fleirum hve fráleitur sá dómur var og hættulegt fordæmi. Dómurinn yfir Gauki Úlfarssyni er ekki mikið skárri. Vissulega gerði Gaukur sig sekan um dónaleg orð. En menn sem taka þátt í orðræðu í samfélaginu – og tala nú ekki af þvílíku offorsi sem Ómar R. Valdimarsson hefur oft gert – þeir eiga ekki og mega ekki hlaupa undir pilsfald ríkisins eftir sínum hentugleika. Sér í lagi ekki úr því dómstólar virðast líta svo á að það skipti ná- kvæmlega engu máli hvort sann- leikur leynist í „meiðyrðunum“ eða ekki. Öllu skipti hvort einhver verði eða þykist verða voða móðgaður og sár. Minni maður Ómar R. Valdimarsson er mun minni maður eftir málshöfðun sína gegn Gauki Úlfarssyni en hann var áður. Hann getur kannski veitt sér eitthvað óvænt fyrir hundrað þús- und kallana frá Gauki – ef Hæsti- réttur staðfestir þennan dóm – og hann getur hrósað happi yfir því að fá hærri bætur en flest fórnarlömb nauðgana. Það er væntanlega eitt- hvað til að fagna þegar hann heldur upp á dóminn. En þetta er hættuleg þróun. Þetta er hindrun í vegi tjáningarfrelsis – einn og einn dónaskap verðum við að þola í nafni þess að allir fái að tjá sig. Dómstólarnir mega ekki taka þátt í þessu. Og heldur ekki Björgólfur og Landsbankinn. Vissulega er ekki farið fram á bætur af manninum sem skrifaði blaðagreinina, en þetta er samt vont fordæmi. Björgólfur og Landsbankinn hafa ótal tækifæri og betri til að svara blaðagreininni heldur en í dómsal. Einkum með verkum sínum. Ekki meir, ekki meir! aIllugi Jökulsson skrifar um meiðyrðamál Ómar R. Valdi- marsson er mun minni maður eftir málshöfðun sína gegn Gauki Úlfars- syni en hann var áður. Hann getur kannski veitt sér eitthvað óvænt fyrir hundrað þúsund kallana frá Gauki – ef Hæstiréttur staðfestir þennan dóm – og hann getur hrósað happi yfir því að fá hærri bætur en flest fórn- arlömb nauðgana. 24stundir/Þorkell Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH STANGAVEIÐIMENN ATHUGIÐ Nýtt námskeið í fluguköstum í T.B.R húsinu Gnoðavogi 1 hefst 2. mars kl 20:00. kennt verður 2, 9, 16 og 30 mars. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Verð kr 9.000 en kr 8.000 til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is GERÐUBERG www.gerduberg.is Gerðuberg 25 ára Þriðjudaginn 4. mars kl. 20-22 verður öllum velunnurum, samstarfsaðilum og fyrrverandi starfsfólki Gerðubergs boðið til veislu. Í tilefni dagsins verða opnaðar tvær sýningar: Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Sjö landa sýn María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslitastemmningar frá ferðalögum sínum um Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan, Perú og Skotland. Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Styrktaraðili: Beco Vissir þú.. ..að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.