24 stundir - 01.03.2008, Síða 29

24 stundir - 01.03.2008, Síða 29
ATVINNA LAUGARDAGUR 1. MARS AUGLÝSINGASÍMI 510 3728 / 510 3726                                                      !           "   "       "! # $%&$'  $(&$'  $(&$)  *&$)             !  Til að líða vel í starfi og í sam- starfi með öðrum er mikilvægt að sjálfstraustið sé í góðu lagi. Allt of oft eigum við þó til að gagnrýna sjálf okkur og þó það sé gott að sjá eitthvað sem mætti betur fara í fari manns eða gerðum þarf sú hugsun ekki ætíð að vera til staðar. Rann- sóknir sýna að allt að 90 hugsana fólks snúast um sjálfsgagnrýni en hér eru nokkur góð ráð til að hugsa hlýrra til sjálfs þín og þar með auka sjálfstraustið. Sagt er að tilhneig- ingin til að dæma sjálfan sig eigi rót sína í barnæsku fólks þar sem mun fleiri börnum er sagt eitthvað neikvætt um sjálf sig heldur en já- kvætt. Þegar fólk eldist heldur það síðan áfram að lifa samkvæmt þessu mynstri og veit ekki hvernig komast eigi út úr því. Þannig verða til nei- kvæðar hugsanir sem fara aftur og aftur í gegnum huga fólks eins og: ég er ekki nógu góð/ur, mér tókst þetta ekki nógu vel og ég á ekki skilið neitt gott. Þetta skapar vandræði í einka- lífinu svo og í vinnunni þar sem fólk á erfiðara með að njóta hennar og vaxa í starfi. Um leið og fólk verður meðvitað um þessar neikvæðu hugs- anir hefur það hins vegar um leið val til að snúa þeim við. Hugsaðu þér vin sem hefur átt erfiðan dag og finnst hann vera ómöguleg/ur þá ert þú fljót/ur til að fullvissa hann um að svo sé ekki. Hvers vegna þá ekki að koma fram við sjálfan þig á sama hátt? Besta leiðin er að hrósa sjálfum sér í huganum fyrir það sem maður gerir vel, alveg sama hversu lítið það er og jafnvel að umbuna sér fyrir það líka með einhverju nota- legu. Þá er mjög góð leið að segja við sjálfan sig á morgnana í spegilinn eitthvað á borð við: ég stend mig vel í starfi, ég hef gaman af starfinu og nýt dagsins. Sýnt hefur verið að jákvæðar fullyrðingar á borð við þessar hafa mikil áhrif á að breyta viðhorfi okkar og hegðun. Það sakar í það minnsta ekki að prófa. Sjálfstraustið mikilvægt

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.