24 stundir - 01.03.2008, Page 54
54 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Veitt verður úr sérstökum ferðasjóði í
næstu viku og þótt upphæðin sé aðeins
dropi í hafið er þetta byrjun og enn einn ísinn
sem hefur verið brotinn á síðustu árum.
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Það er alveg nóg að gera,“ segir
Ólafur, enda er auðvitað hægt að
færa rök fyrir því að starf forseta
Íþróttasambands Íslands eitt og sér
sé full vinna og Ólafur viðurkennir
að svo geti verið. „Að standa í
stafni íþróttahreyfingarinnar er í
raun full vinna og ég er þannig séð
ávallt í þeirri vinnu enda hliðra ég
mikið til vegna anna í því embætti
og þá hjálpar mikið til að vera sjálfs
sín herra á lögfræðistofunni. En á
móti því álagi þá er vinnan öll af-
skaplega skemmtileg og ótrúleg
lífsreynsla að kynnast öllum þeim
öngum og einstaklingum innan
hreyfingarinnar sem mér hefur gef-
ist færi á að kynnast hingað til.
Ótrúlega margir leggja mikla hönd
á þann plóg á hverjum einasta degi
og það að mestu leyti í hreinu sjálf-
boðastarfi.“
Hálfnað verk þá hafið er
Einn helsti akkilesarhæll afreks-
manna íslenskra gegnum árin hef-
ur verið fjárskortur og hefur sá
skortur oft staðið íþróttagreinum
og fólki fyrir þrifum. Íþróttafólk
okkar flest, ef frá er talið knatt-
spyrnu- og handknattleiksfólk,
þarf oftar en ekki sjálft að greiða
fyrir þátttöku sína en kostnaður
við að komast í fremstu röð hleyp-
ur á milljónum króna og fáir ein-
staklingar hafa efni á því að hætta
keppni áður en takmarkinu er náð.
Það er mögulega ein ástæða þess að
eins og staðan er í dag eru líkur á
að mun færri íslenskir keppendur
komist á Ólympíuleikana í Kína í
sumar en komust á síðustu leika í
Aþenu. Ólafur segir áhyggjuefni að
hugsanlega fækki í þeim hóp en vill
almennt meina að stór skref til
batnaðar hafi verið tekin. „Á síð-
ustu tveimur árum hefur orðið
bylting í þessum málum á sveit-
arstjórnarstiginu. Þá hefur tekist að
brjóta þann ís að koma sérsam-
böndunum innan ÍSÍ á föst fjárlög
og veita árlega fé til þeirra. Meiri ís
verður brotinn í næstu viku þegar í
fyrsta sinn verður úthlutað úr
ferðasjóði en kostnaður við slíkt
hefur lagst þungt á ýmsar greinar
og sambönd. Fyrir þetta tvennt er-
um við mjög þakklátir og mennta-
málaráðherra hefur verið okkur af-
ar vel innan handar hvað þetta
varðar. Þarna er um algjöra bylt-
ingu að ræða frá því sem áður var.“
Engin töfratala
Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi
með vaxandi hætti komið að fjár-
mögnun íþróttahreyfingarinnar í
landinu segir Ólafur þó ljóst að
margt megi gera í viðbót. „Það hef-
Ólafur Rafnsson Hann fer létt
með að vinna tvö störf sem forseti
ÍSÍ og lögmaður hjá Viðskiptastof-
unni í Hafnarfirði. Þess utan er hann
stjórnarmaður hjá Körfubolta-
sambandi Evrópu og er sífellt að
finna sig betur í tímafreku golfi.
Ísinn brotinn
Eftir tveggja ára setu á forsetastóli Íþrótta- og ólympíusambands Íslands er Ólafur
Rafnsson sáttur við þá framþróun sem orðið hefur innan íþróttahreyfingarinnar
Ísinn hafi verið brotinn á veigamiklum stöðum og bjart sé framundan
Ólaf Rafnsson þekkja
flestir sem á annað borð
koma nálægt íþróttum
með einum eða öðrum
hætti. Fyrir utan störf
sem forseti ÍSÍ var hann
formaður Körfuknatt-
leikssambandsins um
árabil auk þess sem hann
lék lengi körfubolta og
vann alla helstu titla þar.
Þrátt fyrir miklar annir
við lögfræðistörf og sem
forseti íþróttahreyfing-
arinnar situr hann einnig
sem stjórnarmaður í
Körfuknattleikssambandi
Evrópu.
Ekkert hefst með hrópum og
köllum Vænlegra er að vinna
að framgangi íþrótta eins og
annars með góðri samvinnu.
a
Okkur hefur tekist
að brjóta mikinn ís
frá því sem var fyrir
nokkrum árum og fyrir
það erum við þakklát en
betur má ef duga skal.
24stundir/Ómar
Þá er það afgreitt! Hafiáhugamenn vilja til aðsjá Kaká
í leik verður að
heimsækja San
Siro en kapp-
inn hefur nú
skrifað undir
nýjan samning
við Ítalina til
ársins 2013. Kraftaverk eða fá-
ránlegt tilboð mun því verða
nauðsynlegt ætli önnur fé-
lagslið að freista hans í framtíð-
inni.
Annar Brassi, Ronaldinhohjá Barcelona, sér eftirýmsu á
þessari leiktíð
og segir nú
mikilvægast að
klára 90 mín-
útur með liði
sínu, en form-
leysi hans hefur
komið í veg fyrir slíkt um
drjúgan tíma. Barca mætir
Atletico í kvöld.
Tæp 70 prósent aðspurðraí einu helsta íþrótta-blaði
Katalóníu,
Sport, telja að
Frank Rijka-
ard verði áfram
við stjórn hjá
liði Börsunga á
næstu leiktíð.
Aðeins tíu prósent telja að
hann taki við liði Chelsea eins
og sögusagnir hafa verið um.
Evrópumeistaratitillinn ár-ið 2004 var hvorki meirané minna en gjöf frá
guði að sögn
Theo Zagorak-
is, fyrirliða þess
liðs. Hafði sem
sagt lítið með
færni grísku
knattspyrnu-
mannanna að
gera.
Kalt vatn rennur núreglulega milli skins oghör-
unds á þjálfara
Reading, Steve
Coppell, en
liðið er í tómu
tjóni og bull-
andi fallhættu
eftir átta tap-
leiki í röð. Coppell sem jafnan
er bjartsýnismaður viðurkennir
að staðan hafi aldrei verið verri
og kraftaverk þurfti til að
breyta stöðunni nú.
Krísufundur var einnighaldinn hjá öðru enskuliði í
vikunni en á
öðrum nótum
samt en hjá
Reading. Þjálf-
ari Chelsea,
Avram Grant,
kallaði saman
fund eftir tap Chelsea fyrir
Tottenham í deildarbik-
arkeppninni. Fóru þjálfarar og
leikmenn þar yfir stöðuna sem
ekki er ásættanleg að mati eig-
anda liðsins, Roman Abramo-
vich, enda ekki verið að eyða
ósköpum í leikmenn ár hvert til
að standa uppi með tóma bik-
arskápa á Brúnni. Grant þjálfari
veit líka að hans dagar eru tald-
ir nái Chelsea ekki árangri í
neinni keppni og deildarbik-
arinn var hvað auðveldasta tak-
markið.
SKEYTIN INN