24 stundir


24 stundir - 01.03.2008, Qupperneq 59

24 stundir - 01.03.2008, Qupperneq 59
24stundir LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 59 Gítarleikari Rolling Stones, Keith Richards, gerir lítið úr end- urkomu sveitarinnar Led Zeppelin og heldur því fram að hann hafi ekki einu sinni vitað um hana. Hann segist ekki hafa nokkurn áhuga á rokksveitinni sem kom saman á ný á eftirminnilegum tón- leikum í O2 Arena í London í des- ember síðastliðnum. Þegar Keith var spurður hvað sér fyndist um framtakið svaraði hann: „Komu þeir saman aftur? Nú, til hamingju Jimmy og Robert. Stairway To Heaven hefur samt aldrei gert neitt fyrir mig.“ Í viðtali við tímaritið Uncut, til að kynna væntanlega mynd Mart- ins Scorsese um Rolling Stones sem nefnist „Shine A Light“, segir Keith svo að Mick Jagger sé brjál- aður: „Mick er alveg klikk. Hann getur ekki vaknað á morgnana án þess að vita strax í hvern hann á að hringja. Ég, hins vegar, þakka guði fyrir að vera vaknaður og bíð svo í 3-4 tíma áður en ég geri nokkuð.“ heida@24studir.is Ekki aðdáandi Keith Richards Segist ekki vera mikill Led Zep- pelin-aðdáandi og alls ekki fíla Stairway To Heaven. Keith Richards hunsaði Zeppelin Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is Tónlistarverðlaunin Shockwaves NME voru afhent með pompi og prakt í London í fyrrakvöld. Margt var um manninn á hátíðinni og að sjálfsögðu mikið um dýrðir þegar helstu rokkarar Bretlandseyja voru samankomnir í níðþröngum galla- buxum og sínu fínasta pússi. Arctic Monkeys var ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar, en sveit- in sópaði að sér tilnefningum og var talin sú sigurstranglegasta áð- ur en sigurvegarar voru kunn- gjörðir. Fór sveitin með sigur af hólmi sem besta breska hljóm- sveitin og fyrir besta lag og mynd- band. Verðlaun fyrir bestu al- þjóðlegu sveitina féllu í skaut The Killers og Muse þótti best á tón- leikum. Besta sólósöngkonan var valin Kate Nash, en þar skaut hún ekki ómerkari stjörnu en Amy Winehouse ref fyrir rass. Sú síð- arnefnda fór hins vegar með sigur af hólmi í flokknum verst klædda söngkonan … Tónlistarverðlaun NME voru afhent í London í fyrradag Rokkararnir mætast Það var mikið um dýrðir á tónlistarverðlaunahátíð NME í fyrradag. Arctic Monkeys var ótvíræður sigurvegari, en sveitin fór með sigur af hólmi í þremur flokkum. Besta sólósöngkonan Kate Nash vann í flokknum besta sólósöngkonan. Sigursælir Matt Helders og Alex Turner úr Arctic Monkeys fögnuðu sigri. Rokkaraleg Kelly Osbourne lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á hátíðina. Bestir á sviði Strákarnir í Muse þykja skara fram úr á tónleikum. Mike Smith, söngari hljómsveit- arinnar Dave Clark Five, lést í fyrradag úr lungnabólgu, 64 ára gamall. Tvær vikur eru þar til sveitin verður tekin í heið- urssamfélagið US Rock and Roll Hall of Fame. Smith dó á spítala fyrir utan Lundúnaborg en hann var lagður inn á miðvikudag með sýkingu. Lasleikann er hægt að rekja til meiðsla sem söngvarinn varð fyr- ir er hann féll af grindverki árið 2003 og lamaðist neðan brjóst- kassa. „Síðustu fimm ár hafa ver- ið erfið fyrir Mike. Ég er döpur að missa hann en fegin að vita að hann gat eytt síðustu mán- uðunum heima hjá sinni ástkæru eiginkonu Charlie,“ sagði Margot Lewis, umboðsmaður hans. Dave Clark Five var mikilvæg hljómsveit í bresku tónlistarsen- unni á sjöunda áratugnum. Hún var ein af samkeppnissveitum Bítlanna og átti smelli beggja vegna Atlantshafsins. re Mike Smith látinn Dave Clark Five Náði Bítlalagi úr fyrsta sæti með lagi sínu Glad all over. Playboy-kóngurinn Hugh Hefner hefur farið þess á leit við leikkon- una Lindsay Lohan að hún sitji léttklædd fyrir í myndaþætti Playboy-tímaritsins. Segist Hefn- er hafa heillast af nýjum myndum Lindsay sem birtust í New York Magazine og sýna leikkonuna í stellingum Marilyn Monroe. „Lindsay var virkilega ánægð með viðtökur fólks við Marilyn- myndunum sínum og hún mun alveg örugglega skoða tilboð Hugh,“ sagði kunningi Lindsay á dögunum. hþ Lindsay Lohan í Playboy? Fæðing tvíbura Jennifer Lopez kostaði ófáa skildingana ef marka má heimildir vestanhafs. Mun hún hafa eytt 1,4 milljónum Bandaríkjadala vegna fæðing- arinnar, en meðal útgjaldanna var sérstök lúxussvíta á spít- alanum sem kostar litla 175 þús- und dollara fyrir vikuna. Í svít- unni voru plasmasjónvörp, einkaeldhús, stórir leðursófar og fleira. Þá fór leikkonan fram á einkalækna og hjúkrunarfólk auk öryggisvarða. Heimildir herma að tvíburarnir hafi verið skírðir Emelina og Maximiano. hþ Rándýr fæðing tvíburanna Pete Doherty, söngvari sveit- arinnar Babyshambles, var kos- inn hetja ársins af lesendum tímaritsins NME á árlegum tón- listarverðlaunum blaðsins. Do- herty var kallaður svöl fyrirmynd og honum hrósað fyrir að hafa tekist á við krakk- og heróínfíkn sína á árinu, ásamt því að hafa verið duglegur að hjálpa Amy Winehouse með eiturlyfjavanda- mál sín, og hafa verið duglegur að gefa henni góð ráð. re Pete Doherty svöl fyrirmynd Söngvari hljómsveitarinnar Cult- ure Club, Boy George, kom fyrir rétt og neitaði ásökunum um að hafa ráðist á og lokað inni Audun Carlsen í apríl á síðasta ári. Boy George kom fram undir sínu rétta nafni, George O’Dowd, og dvaldi um 20 mínútur í rétt- arsalnum. Á þeim tíma sagði hann ekkert utan að staðfesta nafn sitt, segjast vera saklaus og samþykja skilyrði tryggingar. re Boy George neitar sök Amy Winehouse hefur fengið til- boð upp á 500 þúsund pund fyrir að spila á einum tónleikum. Til- boðið kemur frá franska tískuhús- inu Louis Vuitton, sem frægt er fyrir töskur sínar. Hún á að koma fram á sýningu hönnuðanna í tískuvikunni í París sem nú stend- ur yfir. „Allir hjá Louis Vuitton eru miklir aðdáendur Amy og telja hana vera fullkomna á tískusýn- ingu sína,“ sagði heimildamaður. „Þetta eru miklir peningar en þeir vita að hún er alveg þess virði.“ Ekki eru allir eins hrifnir af Amy, en hún hreppti titilinn Verst klædda stjarnan á tónlist- arverðlaunum NME í fyrrakvöld. Amy mun svo senda frá sér sína eigin tískuvörulínu með vorinu, en flaggskip tískuvarnings hennar verður svört fljótandi augnmálning sem hún notar sjálf óspart. heida@24stundir.is Umdeild Amy Wine- house Amy Málar sig mikið og sparar ekki augnlínurnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.