24 stundir - 23.05.2008, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir
Sumarblóm í miklu úrvali
Trjágróður af öllum gerðum
Ráðgjöf og tilboðagerð
F
A
B
R
IK
A
N
Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orku-
veitu Reykjavíkur (OR), segir ályktun stjórnar
OR sem samþykkt var á miðvikudagskvöld ekki
útiloka sölu á verkefnum REI. „Hún þýðir ein-
ungis að við ætlum okkur að gera úttekt á þess-
um verkefnum og meta þau. Það verður grunn-
urinn í okkar framtíðarstefnumótun. Það er
enginn sérstakur tímarammi á henni en það er
vilji til að vinna þetta hratt.“
Í ályktuninni segir einnig að REI hafi verið
„stofnað til þess að sinna fjárfestingar-, þróun-
ar- og ráðgjafarverkefnum erlendis“. Ályktunin
er til komin vegna tillögu sem meirihluti stjórn-
ar OR lagði fram á stjórnarfundi 18. apríl um að
REI ætti einungis að sinna ráðgjöf og þróun-
arverkefnum. Þau verkefni sem féllu ekki í þann
flokk ætti að selja. Afgreiðslu tillögunnar var
frestað og í liðinni viku kom fram álit borg-
arlögmanns þess efnis að hún þyrfti að fara fyrir
eigendafund til að geta hlotið afgreiðslu.
Staðfesting á niðurstöðu stýrihópsins
„Niðurstaðan er staðfesting á því sem þegar
var búið að ákveða og sjálfstæðismenn hafa því
staðfest niðurstöðu stýrihópsins um að REI
verði áfram til,“ segir Svandís Svavarsdóttir,
fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR, um álykt-
unina. Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Sam-
fylkingar í stjór OR, segir niðurstöðuna aftur-
hvarf til þeirrar stefnu sem var við lýði í
málefnum fyrirtækisins áður en fulltrúar meiri-
hlutans báru upp tillöguna um að selja verkefni
REI. „Í raun er sá tilgangur sem fyrirtækið var
upphaflega stofnað til að sinna viðurkenndur í
þessari ályktun og vonandi verður nú friður um
þá starfsemi.“ thordur@24stundir.is
Ályktun stjórnar Reykjavik Energy Invest um stefnu og málefni fyrirtækisins
Útilokar ekki sölu á verkefnum REI
24stundir/Eggert
Til sölu? Kjartan segir ályktunina ekki útiloka sölu á
verkefnum REI.
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Andstaða bænda og flestra hags-
munaaðiila við innflutning á hráu
kjöti stöðvar að líkindum mat-
vælafrumvarp sjávar- og landbún-
aðarráðherra. Málið er mjög um-
deilt á Alþingi.
Stjórnarandstaðan vill öll að
málinu verði frestað. Þótt andstað-
an sé langhörðust hjá Vinstri
grænum, eru Frjálslyndir líka and-
snúnir þáttum eins og breytingum
á sjúkdómavörnum. Framsóknar-
menn eru mismunandi mikið á
móti frumvarpinu. Valgerður
Sverrisdóttir telur ekkert liggja á.
„Ég held að við sofum á þessu
og þurfum ekki að gefa upp neitt
endanlegt álit á matvælalöggjöf-
inni nú. Við vitum ekki hver áhrif-
in yrðu eða hve mikið yrði flutt
inn.“
Sjálfstæðismenn sjá agnúa
Margir Sjálfstæðismenn yrðu
því fegnastir að geta frestað frum-
varpinu. Landsbyggðarþingmenn
flokksins sjá ekki ástæðu til þvinga
málið fram fyrir sumarið. „Ég leyfi
mér að vona að málinu verði frest-
að, það er engin þörf á því að
keyra það í gegn. Tíminn fram á
haust gæti nýst til að sníða agnúa
af frumvarpinu, “ segir einn sem
bíður með opinskáar yfirlýsingar.
„Málið er enn í nefndinni og ræðst
eftir helgi, “ segir Arnbjörg Sveins-
dóttir.
Samfylking til í slaginn
Lúðvík Bergvinsson, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar, býst
við sínir menn taki alvarlega ef
samstarfsflokkurinn vill fresta
matvælafrumvarpinu.
„Samt vinnst ekkert með því og
það hefur ekki verið tekin nein
ákvörðun um að fresta því. Það
vita allir að við verðum að innleiða
Evróputilskipunina, en þetta þing
nær fram í september.“
Margróma mótmæli
Samtök bænda og matvæla-
framleiðenda hafa lagst hart gegn
samþykkt frumvarpsins í vor. Tím-
inn sé nægur. Mörg sveitarfélög
skora á ráðherra að fresta frum-
varpinu. Þar má nefna Húnaþing
vestra, Norðurþing, Blönduósbæ,
Húnavatnshrepp, Borgarbyggð,
Skagafjörð og Vopnafjarðarhrepp.
Þá hefur Sigrún Björk Jakobsdótt-
ir, bæjarstjóri á Akureyri, skorað á
ráðherra og þingmenn að fresta
frumvarpinu. Það gerði hún á
opnum fundi Sjálfstæðisfélaganna
á Akureyri fyrr í mánuðinum.
Man ekki önnur eins mótmæli
VG hefur haldið fundi með
hagsmunaaðilum víða um land.
Flokkurinn leggur mikla áherslu á
hreinleika íslenskra afurða. Jón
Bjarnason, þingmaður vinstri
grænna, segir fráleitt af ríkisstjórn-
arflokkunum að keyra málið
áfram. „Það væri fullkomin van-
virða við umsagnir, áskoranir og
gild rök. Ég man ekki eftir jafn-
hörðum mótmælum í neinu máli.
En helstu stuðningsmenn frum-
varpsins eru fákeppnismenn á
markaðnum sem sjá mikla gróða-
von í innflutningnum.“
Hráa kjötið ekki
flutt inn í sumar
Yfirgnæfandi líkur eru á að matvælafrumvarpi verði frestað til haustsins Andstaða er
innan flestra flokka Sveitarfélög skora á Alþingi og ráðherra að fresta málinu
➤ Bændur, matvælaiðnaður ogvísindamenn mótmæla
➤ Sveitarfélög vilja að áhriffrumvarpsins verði kostn-
aðargreind áður en lög eru
sett.
➤ Aðlögun Íslands að mat-vælalöggjöf Evrópusam-
bandsins verður vart umflúin
til lengdar
EVRÓPUTILSKIPUN
24stundir/Sverrir
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar
ferðuðust fyrir 95 milljónir
króna frá ríkisstjórn-
armyndun til 4. apríl, sem eru
284 þúsund á dag . Í skriflegu
svari forsætisráðherra til Álf-
heiðar Ingadóttur, þingmanns
VG, kemur fram að ferðir ut-
anríkisráðherra voru flestar
og kostuðu 21,7 milljónir
króna. Forsætisráðherra
ferðast talsvert en aðeins ein
ferð er skráð á fjármálaráð-
herra. bee
284 þúsund á dag
Ráðherrar á
faraldsfæti
Frumvarp Össurar Skarphéð-
inssonar iðnaðarráðherra til
nýrra orkulaga er á dagskrá
Alþingis í dag. Samkomulag er
orðið um málið innan rík-
isstjórnarflokkanna. Þing-
menn VG segja það hafa gjör-
breyst í meðförum þingsins í
þágu Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnarflokkarnir sáttir
Orkulög rædd
á Alþingi í dag
STUTT
● Ríkisstjórnin enn undir
eftirlaunafeldinum
„Það skýrist á næstu dögum
hvort næst að leggja málið
fram,“ sagði Geir Haarde for-
sætisráðherra eftir síðasta rík-
isstjórnarfund. Þess er því enn
beðið hvort nýtt frumvarp til
eftirlaunalaga þingmanna og
æðstu embættismanna verður
lagt fram á þessu þingi.
Engin frumvarpsdrög hafa ver-
ið sýnd þingmönnum, eftir að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
lýsti því yfir að lögunum yrði
breytt. Þingmál Valgerðar
Bjarnadóttur, Samfylkingu, sef-
ur enn í allsherjarnefnd, en það
gengur lengra en þær tillögur
sem Ingibjörg Sólrún og Geir
H. Haarde hafa ýjað að síðustu
vikur. bee