24 stundir - 23.05.2008, Page 10

24 stundir - 23.05.2008, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Ef systkini, sem eiga hvert sinn föð- urinn, missa móður sína er hætta á að þau alist upp hvert á sínum staðnum. Ástæðan er að forræðið fer sjálfkrafa til eftirlifandi foreldris sé það fyrir hendi, eins og gerðist nýlega þegar tveir bræður misstu móður sína vegna fíkniefnaneyslu og fjallað var um í 24 stundum í gær. Fósturforeldri síðasta úrræðið Um tuttugu börn hafa misst for- eldra sína vegna eiturlyfja í Reykja- vík á undanförnu ári og hafa þau sum farið til eftirlifandi foreldris (yfirleitt föður), önnur til annarra ættingja og svo enn önnur í fóstur til vandalausra. Er hið síðastnefnda óalgengast, að sögn Halldóru Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Ef barnið á ekki foreldri á lífi fer forsjáin yfir til barnaverndarnefnd- ar, sem í samvinnu við Barna- verndarstofu finnur barninu heim- ili, að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Er fyrst leitað til ættingja barns- ins um að taka við barninu en finn- ist enginn viljugur aðili eru fundnir fósturforeldrar á þar til gerðri skrá Barnaverndarstofu. „Það hefur alltaf verið nægt framboð af viljugu fólki til að taka börn í fóstur á Íslandi,“ segir Bragi. 200 börn í varanlegu fóstri Sextán börn voru sett í varanlegt fóstur hérlendis í fyrra og er það svipað og undanfarin ár. Sé skoðað hve mörg börn voru í varanlegu fóstri á landinu í fyrra voru þau tvö hundruð talsins. Fóstur Síð- asta úrræðið. 200 börn í fóstri  Börn fíkla sem hafa látist eru hjá ætt- ingjum, eftirlifandi foreldri eða sett í fóstur ➤ Hægt er að senda börn í tíma-bundið fóstur, varanlegt fóst- ur eða styrkt fóstur. ➤ Í heild voru nær 360 börn álandinu öllu í einhvers konar fóstri í fyrra. BÖRN Í FÓSTRI Miele ryksugur Miele S381 Tango Plus 1800W mótor Meðal fáanlegra fylgihluta: Hepafilter: Hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter: Hreinsar óæskilega lykt. Góður fyrir gæludýraeigendur. Parketbursti: Skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. vi lb or ga @ ce nt ru m .is -hágæðaheimilistæki TILBOÐ kr.: 18.900 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Hæstiréttur mildaði í gær dóm yfir karlmanni á fimmtugsaldri í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir kynferðisbrot gegn konu. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa nýtt sér svefndrunga og ölv- unarástand konunnar og reynt að hafa við hana kynmök. Maðurinn var dæmdur til að greiða kon- unni hálfa milljón í bætur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í tólf mánaða óskilorðs- bundið fangelsi. Í dómi Hæsta- réttar segir meðal annars að kon- an hafi lengi glímt við erfiðan geðsjúkdóm og brot mannsins hafi haft verulegar íþyngjandi af- leiðingar fyrir hana. mh Mildað í kynferðisbrotamáli

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.