24 stundir - 23.05.2008, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Kínversk yfirvöld hafa staðfest að
fjögur þúsund börn hið minnsta
hafi misst báða foreldra sína í jarð-
skjálftanum í Sichuan-héraði í síð-
ustu viku.
Enn er ekki hægt að segja til með
vissu um raunverulegan fjölda þar
sem fjölda fólks er enn saknað eða
á vergangi. Talsmaður kínverskra
stjórnvalda segir að daglega sé tekið
á móti þúsundum símtala og skila-
boða þar sem fjölskyldur bjóða
fram aðstoð sína, meðal annars
með því að bjóðast til að taka að sér
börn sem eru orðin munaðarlaus.
Misstu sjálfir foreldra sína
Meðal þeirra sem hafa boðist til
að sjá munaðarlausum börnum
farborða eru fullorðnir sem sjálfir
misstu foreldra sína í öflugum
skjálfta sem reið yfir borgina
Tangshan, um 180 kílómetra aust-
ur af Peking, árið 1976 og leiddi til
dauða um 300 þúsund manna.
Zhang Youlu, sem var níu ára
þegar hann missti foreldra sína í
Tangshan-skjálftanum, segist hafa
fundið fyrir mikilli sorg er hann sá
myndir af börnum sem höfðu
misst foreldra sína í skjálftanum í
síðustu viku. „Þetta eru börn sem
lifðu mörg af vegna verndar for-
eldra sinna og eldri börn sem eiga í
vandræðum með að gera sér grein
fyrir að foreldrar þeirra séu látnir.“
Mikil viðbrögð
Á fréttavef Reuters segir að
tveimur dögum eftir skjálftann hafi
Zhang skilið eftir skilaboð á netinu
þar sem hann hvatti munaðarlausa
úr Tangshan-skjálftanum til að
stíga fram. Síðan hafa fleiri hundr-
uð úr þeim hópi boðið fjárstuðn-
ing, ráðgjöf eða að taka að sér
munaðarlaus börn.
Látinna minnst
Síðustu daga hafa fleiri hundruð
manns komið saman við minnis-
varðann um skjálftann 1976 í
Tangshan-borg til að minnast lát-
inna. Liu Yuanping, talsmaður
Tangshan-borgar, hvetur munað-
arlaus börn í Sichuan til að vera
sterk og hugrökk. „Þið komið til
með að vaxa úr grasi líkt og allir
aðrir.“
Engar ættleiðingar strax
Myndir af börnum hafa verið
birtar í dagblöðum í þeirri von að
fá viðbrögð frá almenningi þannig
að mögulegt sé að sameina ein-
hverjar fjölskyldur á ný. Fleiri þús-
und plaköt með upplýsingum um
horfna hafa einnig verið hengd upp
á íþróttaleikvanginum í Mianyang,
sem hefur breyst í nokkurs konar
björgunarmiðstöð.
Mikill fjöldi kínverskra foreldra
missti sitt eina barn í skjálftanum í
Sichuan, en Kínastjórn hefur haft
þá stefnu um árabil að heimila fjöl-
skyldum að eignast einungis eitt
barn. Yfirvöld í Sichuan-héraði
segja að engin börn verði tekin til
ættleiðingar fyrr en um hægir á
skjálftasvæðunum og að stofnanir
sveitarstjórna muni huga að börn-
unum þangað til.
Þúsundir barna
munaðarlausar
Fólk sem missti foreldra sína í skjálfta 1976 hefur boðist til að taka
að sér munaðarlaus börn 4.000 hið minnsta misstu foreldra sína
Í tíma Börn á hamfara-
svæðunum sækja nú mörg
skóla í neyðarskýlum.
➤ Skjálftinn reið yfir um miðjandag 12. maí og mældist 7,9
stig á Richter.
➤ Kínversk yfirvöld hafa stað-fest að 51 þúsund manns hafi
látist í skjálftanum og er um
30 þúsund enn saknað.
➤ Um 300 þúsund manns slös-uðust í skjálftanum.
SKJÁLFTINN Í KÍNA
Suðurafrískir hermenn voru
sendir út á götur Jóhannesarborgar
í gær til að bæla niður árásir of-
beldismanna gegn útlendingum í
landinu.
Þetta er í fyrsta sinn frá lokum
aðskilnaðarstefnunnar í landinu
árið 1994 sem hermönnum er beitt
með þessum hætti, en árásirnar
hafa kostað að minnsta kosti 42
mannslíf og neytt þúsundir manna
til að flýja úr landinu.
Hermenn aðstoðuðu lögreglu í
þremur umfangsmiklum aðgerð-
um þar sem 28 voru handteknir og
eiturlyf, vopn og skotfæri gerð
upptæk.
Kennt um félagsleg vandamál
Um 15 þúsund útlendingar hafa
nú flúið landið frá því að árásirnar
hófust 11. maí. Þannig hafa stjórn-
völd í Mósambik útvegað rútur til
að flytja um níu þúsund mósam-
bíska ríkisborgara frá Suður-Afr-
íku til heimalandsins.
Margir Suður-Afríkumenn hafa
kennt útlendingum í landinu um
ýmis þau félagslegu vandamál sem
hrjá landið, svo sem atvinnuleysi,
skort á húsnæði og eina mestu
glæpatíðni í heimi. atlii@24stundir.is
Árásir gegn útlendingum í Suður-Afríku
Hermenn á götum
Jóhannesarborgar
Tólf voru handteknir og fimm
lögreglumenn voru fluttir á
sjúkrahús eftir átök um fjögur
hundruð stuðningsmanna enska
knattspyrnuliðsins Chelsea við
óeirðalögreglu
nærri Fulham
Broadway-
neðanjarðarlest-
arstöðina í Lund-
únum í fyrrinótt. Á
vef Sky segir að
óeirðaseggirnir
hafi kastað flösk-
um og öðru laus-
legu að lögreglu í um hálftíma.
Átökin hófust þegar stuðnings-
mennirnir tíndust út af krám þar
þeir höfðu drekkt sorgum sínum
eftir að hafa fylgst með liði sínu
bíða lægri hlut gegn Manchester
United í úrslitaleik Meist-
aradeildar Evrópu. aí
Tapsárir Chelsea-menn
Löggur fluttar
á sjúkrahús
Tveir menn unnu skemmdarverk
á fornleifum í Stonehenge á Eng-
landi með skrúfjárni og hömrum
í síðustu viku. Þetta er í fyrsta
sinn í áratugi sem virkin verða
fyrir barðinu á skemmd-
arvörgum.
Mennirnir komust undan á flótta
en talið er að þeir hafi viljað verða
sér úti um minjagripi frá staðn-
um. Steinflís á stærð við mynt var
fjarlægð úr einum steininum, en
djúp rispa rist í annan. mbl.is
Ósvífnir ferðamenn
Skemmdarverk
við Stonehenge
Tankini með fínu aðhaldi í
stærðum D,DD,E,F,FF,G
skálum á kr. 7.650,- aðhalds-
buxur í stíl á kr. 3.650,-"
Bikini þar sem snúa má við
bh og hann fæst í D,DD,E,
F,FF,G skálum á kr. 5.685,-
buxur í stíl á kr. 2.440,-"
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is