24 stundir - 23.05.2008, Síða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 13
vinbudin.is
Starfsmenn franska ríkislest-
arfélagsins SNCF lögðu niður
störf í gær til að mótmæla fyr-
irhuguðum breytingum Nicol-
as Sarkozy Frakklandsforseta
á lífeyrisréttindum opinberra
starfsmanna.
Fjöldi opinberra starfsmanna
tók einnig þátt í eins dags
verkfallinu til að þrýsta á Sar-
kozy að hverfa frá fyrirhug-
uðum breytingum sínum.
Verkfallið hafði mikil áhrif á
samgöngur í landinu og urðu
miklar tafir þar sem stræt-
isvagnabílstjórar og starfs-
menn í flugþjónustu voru
meðal þeirra sem lögðu niður
störf sín. aí
Leið ólympíukyndilsins um
héruð Kína hefur verið breytt
vegna jarðskjálftans í Sichuan-
héraði í síðustu viku. Upp-
haflega átti kyndillinn að fara
um Sichuan um miðjan næsta
mánuð, en því hefur nú verið
frestað fram í byrjun ágúst-
mánaðar.
Haldið var áfram að hlaupa
með kyndilinn í hafnarborg-
inni Ningbo í gær, eftir að hlé
var gert vegna þriggja daga
þjóðarsorgar. Fyrirhugað er
að kyndillinn fari um öll hér-
uð Kína áður en Ólympíu-
leikarnir verða settir í Peking
að kvöldi 8. ágúst. aí
Stjórn bandaríska flugfélags-
ins American Airlines hefur
ákveðið að rukka farþega sína
um 15 Bandaríkjadali, jafn-
virði 1.100 króna, fyrir fyrstu
tösku við innritun. AA er
fyrsta stóra bandaríska félagið
sem tekur upp slíkt tösku-
gjald, en 25 dali kostar nú að
innrita tösku númer tvö.
Stjórn AA kynnti sparnaðar-
aðgerðir sínar vegna hækk-
andi eldsneytisverðs og versn-
andi efnahagsástands, en
félagið hyggst einnig fækka
flugferðum og taka eldri,
orkufrekari vélar úr umferð. aí
Verkfall í Frakklandi
Samgöngur
í lamasessi
Jarðskjálftinn í Kína
Leið ólympíu-
kyndils breytt
American Airlines
Rukkað fyrir
hverja tösku
Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna spáir
því að þjóðir heims muni í fyrsta sinn verja sam-
tals meira en trilljón Bandaríkjadala, eða jafn-
virði um 75 þúsund milljarða króna, í innflutn-
ing á mat árið 2008.
Áætlað er að samanlagður reikningur verði
26 prósentum hærri í ár samanborið við í fyrra
og er helsta ástæðan sögð vera mikil hækkun á
matvælaverði. Matvælastofnunin telur sig þó sjá
merki þess að matvælaverð hafi lækkað nokkuð
á síðustu vikum.
Bitnar mest á þeim fátækustu
Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að
hækkunin komi helst til með að bitna á þeim
ríkjum sem búa við óstöðugt efnahagslíf, þar
sem kostnaður muni aukast um að jafnaði
fjörutíu af hundraði. „Íbúar þróunarríkja hafa
fundið mun meira fyrir hækkandi matvælaverði
en íbúar efnaðri ríkja. Hækkandi matvælaverð
hefur leitt af sér alvarleg vandamál, sér í lagi fyr-
ir viðkvæma hópa fólks sem verja umtalsverð-
um hluta tekna sinna í mat.“
Ólíklegt að þróunin gangi alveg til baka
Áætlað er að verð á helstu grunnvörum í
heiminum, þar á meðal hrísgrjónum, hveiti og
korni hafi hækkað um rúmlega 50 prósent frá
síðasta sumri. Matvælastofnunin segist þó sjá
nokkur merki þess að verð á sumum tegundum
matar hafi lækkað og hugsanlegt sé að sú þróun
komi til með að halda áfram.
Ólíklegt er þó talið að verðhækkanir síðustu
mánaða gangi alveg til baka, vegna hækkandi
framleiðslukostnaðar, sem orsakist sérstaklega
af hærra eldsneytisverði. atlii@24stundir.is
Þjóðir heims verja í fyrsta sinn meira en trilljón Bandaríkjadala í innflutning á mat
Aldrei meira fé varið til innflutnings á mat
Íþyngjandi Verð á hrísgrjónum hefur hækkað um 75%
á einu ári.