24 stundir - 23.05.2008, Page 15
24stundir FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 15
Hvar er Hannes? spyr EgillHelgason á heimasíðusinni. Ein-
hverjir hafa kannski
haldið að hann ætti
við Hannes Hólm-
stein Gissurarson
en hann er svo sem
ekkert horfinn af
sjónarsviðinu enda bendir Egill á
að um sé að ræða Hannes Smára-
son og að þetta sé vinsælasta
spurningin í stórveislum þessa
dagana. Hannes þessi hefur tölu-
vert verið á milli tannanna á fólki
og ekki dró úr þeim áhuga þegar
spaugarar í Áramótaskaupi léku
sér með hann og mæltu með því
að fólk ætti að vera meira eins og
Hannes. En Hannes hvarf með
hruninu í Kauphöllinni og því
spyrja menn: Hvar er Hannes?
Helga Lára Haarde, ungursálfræðinemi og dóttirþeirra ágætishjóna Ingu
Jónu Þórðardóttur og Geirs
Haarde forsætis-
ráðherra, gerir lítið
úr þeim upplýs-
ingum sem fjöl-
miðlar gefa les-
endum sínum um
ástandið í miðbæ
borgarinnar um helgar í pistli
sem hún skrifar á deiglan.com.
Helga Lára telur, að því er virðist,
að fjölmiðlar stundi einhvers
konar hræðsluáróður. „Umfjöllun
fjölmiðla getur því kallað fram
ótta hjá fólki þar sem tíðni alvar-
lega afbrota virðist manni vera
mun meiri en hún í raun er. Þetta
veldur hræðslu hjá almenningi.“
Fjölmiðlar endurspegla þjóðfélag-
ið, Helgu til fróðleiks, og óskandi
að ástandið væri betra en það er.
Vinnubrögð sem þessi hefég aldrei nokkurn tímaséð á mínum stjórn-
málaferli,“ segir Guðni Ágústs-
son á heimasíðu
Framsóknarflokks-
ins um ríkisstjórn
þá sem nú situr og
talar tungum tveim.
Það er þeir sem eru
fylgjandi hrefnu-
veiðum og hinir sem eru á móti.
„Þegar sjávarútvegsráðherra leyfði
hvalveiðar árið 2006 hvatti ég sér-
staklega til samstöðu og minnti á
að við aðstæður sem þessar þurfi
Ísland að eiga eina þjóðarsál því
hagsmunir okkar á erlendri
grundu væru í húfi. Með sam-
stöðu gætum við gætt þeirra
hagsmuna en sundruð ekki,“ seg-
ir Guðni í landsföðurlegum tón
og bætir við að hann sé enn á
þeirri skoðun. elin@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
„Þetta er okkar land – okkar
þjóðfélag. Við, almennir borgarar,
höfum fullan og stjórnarskrárvar-
inn rétt til að tjá okkur um það
hvernig það þróast inn í framtíð-
ina. Við eigum ekki að þurfa að
óttast að mannorð okkar sé dreg-
ið í svaðið af kjaftaskúmum Sam-
fylkingar í hvert sinn sem við
segjum hug okkar og skoðanir.“
Þessi orð eru tekin af heima-
síðu einstaklings sem svo mjög
hefur lagst gegn móttöku flótta-
manna hér á landi. Þessi ein-
staklingur vill alls ekki að við, fá-
tæklingarnir á Íslandi, við hin
vannærða þjóð réttum fólki í
neyð hjálparhönd.
Æ, aumt er að vera nískur. Ég
er döpur yfir þessari skoðun að
við getum ómögulega aðstoðað
flóttamenn sem hírst hafa í flótta-
mannabúðum í Írak.
Að við getum ómögulega að-
stoðað þær óteljandi fjölskyldur
sem nú eru á vergangi eftir ham-
farirnar í Kína.
Annars vegar eru rökin gegn
aðstoðinni við flóttamennina þau
að Akranes, sem móttöku-bæjar-
félag, sé svo gríðarlega illa statt að
það megi ekki við því að taka við
flóttamönnum. Akranes, sem
staðsett er á suðvesturhorni lands-
ins, í Mekka þenslunnar, megi alls
ekki við því að taka á móti 30
einstaklingum, mæðrum og börn-
um frá Palestínu sem eiga engan
samastað.
Hin rökin eru þau að bens-
ínverðið sé svo dýrt og að at-
vinnubílstjórar séu svo aðfram-
komnir af hungri að það verði
fyrst að sinna þeim áður en veittir
eru fjármunir í neyðaraðstoð
vegna náttúruhamfaranna í Kína.
Ef við tökum Kína sem dæmi
er áætlað að um fimm milljónir
manna þjáist vegna hamfaranna.
Að fimm milljónir séu heimilis-
lausar og meira en 50 þúsund hafi
látist.
Við skulum aðeins veita herleg-
heitunum athygli. Gerð voru hróp
að utanríkisráðherra á Alþingi í
liðinni viku þegar hún tilkynnti
um aðstoð þá sem Íslendingar
ætla að veita Kínverjum. Um er
að ræða heilar sjö og hálfa milljón
króna sem senda á til Kína. Sjö og
hálf milljón er ríflega tvöföld sú
upphæð sem fór í utanlandsreisu
forsætisráðherra til Kanada á
liðnu ári. Sjö og hálf milljón er
innan við tíu prósent af þeirri
fjárhæð sem varin hefur verið í
ferðalög núverandi ríkisstjórnar
frá stjórnarskiptum síðastliðið
vor.
Sjö og hálf milljón eru sjö
mánaðarlaun forstöðumanns
Þjóðmenningarhúss og eru þá
ekki tekin með í reikninginn þau
launatengdu gjöld sem ríkið þarf
að greiða.
Sjö og hálf milljón eru nú öll
herlegheitin. Og atvinnubílstjórar
hrópa á ráðherra vegna þessarar
óráðsíu á meðan bíleigendur á Ís-
landi svelta … eða hvað?
Eigum við að tala um Akranes?
Akranes sem hefur allt til alls rétt
eins og önnur sveitarfélög á Ís-
landi. Akranes þar sem fáir ef
nokkrir líða skort hvað varðar
mat og húsaskjól. Akranes sem
hefur innan sinna bæjarmarka
frábæra skóla og leikskóla.
Lúxusvandamálin sem við eig-
um við að glíma hér á Íslandi eru
beinlínis hlægileg miðað við það
sem þetta fólk þarf að upplifa á
hverjum degi. Vissulega þarf að
setja meiri peninga í öldrunarmál,
málefni fatlaðra og félagsþjónustu,
en þegar á heildina er litið erum
við ótrúlega vel stödd. Það er ekk-
ert langt síðan við áttum varla til
hnífs og skeiðar en nú erum við
ein ríkasta þjóð í heimi og eigum
að skammast okkar fyrir nánas-
arháttinn þegar kemur að aðstoð
við þá sem eiga um sárt að binda.
Þegar þjóð getur ekki sameinast
um að mótmæla neinu öðru en
háu bensínverði hlýtur hún að
vera aflögufær.
Höfundur er áhugamanneskja um að-
stoð án landamæra.
Aðstoð án landamæra
VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir
Vissulega
þarf að setja
meiri pen-
inga í öldr-
unarmál,
málefni fatl-
aðra og fé-
lagsþjónustu, en þegar á
heildina er litið erum við
ótrúlega vel stödd.
Það er ekkert langt síðan
við áttum varla til hnífs
og skeiðar en nú erum
við ein ríkasta þjóð í
heimi og eigum að
skammast okkar fyrir ná-
nasarháttinn þegar kem-
ur að aðstoð við þá sem
eiga um sárt að binda.
www.triumph.is
Krossgötur ehf
Fiskislóð 26 s: 517 - 1077
Hvellur - Smiðjuvegi 30 - Kópavogi - Sími 577 6400 – www.hvellur.com
BOSS
• 5,5 hestafla HONDA motor
• 53 cm sláttubreidd
• Drif
• Járnhjól með legum
• Safnkassi
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 2.h. • Reykjavík
Sími 568 3920 og 897 1715
Borðtennisborð
www.signature.is Fiskislóð 45 • 101 Reykjavík • Sími 565 3399Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15
Sumarið er komið
Ertu að flytja, láttu fagmenn
sjá um verkið fyrir þig
Örugg og trygg
þjónusta
Komdu til okkar,
taktu með
eða borðaðu
á staðnum
Alltaf góð
ur!
Kjúklingastaðurinn
Suðurveri
Nú er
orðin
n stór