24 stundir - 23.05.2008, Page 16

24 stundir - 23.05.2008, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Ótvíræð merki eru farin að sjást um að farið sé að draga úr vexti eft- irspurnar í hagkerfinu. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar, for- manns bankaráðs Seðlabanka Ís- lands, þegar hann skýrði forsendur þess að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 15,50 prósentum. Ákvörðunin kom heim og saman við spár greiningardeilda Lands- bankans og Kaupþings banka. Greiningardeild Glitnis hafði hins vegar spáð því að vextir yrðu hækk- aðir um 0,25%. Rétt ákvörðun Edda Rós Karlsdóttir, yfirmaður greiningardeilar Landsbankans, seg- ist vera þeirrar skoðunar að ákvörð- unin sé rétt. Hún segir stýrivexti hafa áhrif út í allt hagkerfið, en mest á vexti á skammtímalánum svo sem yfirdáttarvexti. „Til skemmri tíma er háum stýri- vöxtum ætlað að draga úr kaup- mætti. En vonandi dregur þetta síð- an úr verðbólgunni og þar með verðtryggingunni og eykur þannig kaupmátt margra.“ Hún spáir því að vaxtalækkunar- ferli hefjist í nóvember og það verði nokkuð skarpt. Seðlabankinn spáir því að úr eft- irspurn dragi verulega á næstu árum og húsnæðismarkaðurinn kólni. Hins vegar sjáist ekki skýr merki um samdrátt á vinnumarkaði. „Afar brýnt er að aukin verðbólga til skamms tíma leiði ekki til víxl- breytinga launa, verðlags og geng- is,“ segir í stefnuyfirlýsingu banka- stjórnar Seðlabankans. Háum stýrivöxtum og öðrum aðgerðum Seðlabankans sé ætlað að stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem sé mikilvæg forsenda þess að bönd- um verði komið á verðbólgu. Lækka ekki í bráð „Gjaldmiðlaskiptasamningar Seðlabanka Íslands við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar höfðu jákvæð áhrif á fjármálamark- aði en þeir leysa ekki allan vanda sem við er að fást,“ segir þar enn fremur. Ekki verði unnt að slaka á pen- ingalegu aðhaldi fyrr en sýnt verður að verðbólga sé á undanhaldi enda fátt mikilvægara fyrir efnahag heim- ila og fyrirtækja en að sú þróun hefj- ist sem fyrst. Sagði Davíð ólíklegt að vextir yrðu lækkaðir á næsta vaxtaákvörð- unardegi, sem er í júlí. Eftirspurnin ótvírætt minni  Stýrivextir taka að lækka í nóvember, segir Edda Rós Karlsdóttir Stjórinn Sagði ekki líklegt að vextir yrðu lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunardegi. ➤ Stýrivöxtum var haldiðóbreyttum á stýrivaxta- ákvörðunardegi í gær. ➤ Seðlabankastjóri sagði ólík-legt að vextir yrðu lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunardegi í júlí. VEXTIRNIR MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                     : -   0 -< = $ ' >345?@4@ >4A>??B5B 4>BB35BC >@5D33@@?BC >53CDDAA@>? >A>4>@5B >DCB5?A >353D>A3A> 5BB>B?>C3 >AC354AA >>A544B5 5D>34?43 4D@BB>B 3>5B35BA , >AA?D?4A?? A ?4B434B> D>?AAC@ , ?5@C34A , , ?@BCC>>3 , , >343D3D4A , , DEA4 34EAA >AE?5 , >DEDA ?AE>A ?AEBA DBAEAA ?4EAA B@EDA @E5@ >>E5? 3E3C BDE5A >E?4 4EB? ?>4E5A >4C5EAA 3>5EAA , >@BEAA , , , , , 54@AEAA >AEAA 5EAA DEAC 34E5A >AE3A 4E4A >DED5 ?AE@A ?>E>A DB>EAA ?4E>A B5E@A @E5D >>E4A 3E@? BCE?A >E?C 4EB@ ?>BE5A >DAAEAA 3?5EAA >E>A >5@EAA >ECA ?>ECA DEAA , , 54B5EAA >?EAA 4EAA /   - C ?D >4 > 5? D C 54 ?D ? 4 >D C >A , ?? , 5 5 , >3 , , > , , B , , F#   -#- ??5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ?>5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ??5?AAC >45?AAC ??5?AAC ?A5?AAC ??5?AAC ??5?AAC ?A5?AAC ??5?AAC >A3?AAC C5?AAC >45?AAC 4>??AAD ??C?AAD ??5?AAC D5?AAC D3?AAC "   ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 15,4 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Alfesca, eða 1,32%. Bréf Færeyja- banka hækkuðu um 0,67%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Bakkavarar, eða 2,70%. Bréf Cent- ury Aluminum lækkuðu um 2,24% og bréf Teymis um 1,74%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59% í gær og stóð í 4.871 stigi í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 0,69% í gær og var gengisvísitalan 146,19 stig í lok dags. ● Samnorræna OMX40- vísitalan hækkaði um 0,47% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækk- aði um 0,27%, en þýska DAX- vísitalan hækkaði um 0,42%. Það er ekki alltaf kostur að hafa konu sem leiðtoga. Þetta er nið- urstaða greiningar á vegum Dansk Brancheanalyse á árangri kvenna í atvinnulífinu. Skoðuð voru 994 fyrirtæki í sex atvinnugreinum. Konur stóðu sig almennt betur en karlar í ferða- og hótelgeiranum. Árangurinn var misjafn í öðrum greinum og í sumum stóðu konur sig verr en karlar, eins og til dæmis í fasteignaviðskiptum og í auglýs- inga- og samskiptabransanum. Chris Mathieu, sem starfar við skólann Copenhagen Business School og sérhæfir sig í stjórnun, segir að ein af skýringunum geti verið sú að karlar stökkvi frá borði þegar tap verður á rekstri eins og könnun innan tölvugeirans hefur leitt í ljós. Þá skapist rými fyrir konurnar í stjórnum fyrirtækjanna. Karlarnir snúi hins veg- ar aftur þegar reksturinn er kominn á réttan kjöl og tími kominn til að færa út kvíarnar. Konur ekki alltaf kostur Alls fluttust hingað til lands 2.816 erlendir ríkisborgarar á fyrsta ársfjórðungi ársins, á meðan 671 fluttist á brott. Um er að ræða meiri aðflutning en á sama tíma í fyrra og minni brottflutning. Ekki er reiknað með að þetta inn- streymi útlendinga til landsins haldi áfram þegar hægja tekur á í efnahagslífinu, að því er segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar segir jafnframt að vísbendingar séu nokkuð misvísandi um hvort og að hve miklu leyti sé tekið að hægja á í atvinnulífinu. Þannig komi það á óvart að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi að- flutningur aukist og brottflutn- ingur minnkað. Þróunin bendi til að enn hafi verið mikill gangur í atvinnulífinu á fyrsta ársfjórð- ungi 2008. mbl.is Fleiri flytja hingað til lands Fjármálaeftirlitið (FME), hefur kært tvo starfsmenn fjármálafyr- irtækis til embættis ríkislög- reglustjóra vegna meintrar mark- aðsmisnotkunar. Frá þessu var greint á Visir.is í gær og í Markaðsfréttum á Stöð 2 í gærkvöld. FME varðist frétta af málinu þeg- ar 24 stundir leituðu viðbragða við því. FME kærir tvo starfsmenn Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að hækka í gær og er nú um 140 dollarar. Verðið stefnir nú hratt upp á við, samkvæmt frásögnum í erlendum fjöl- miðlum, og telja margir að það muni fara í 200 dollara á fatið. mh Olían hækkar FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Til skamms tíma er háum stýrivöxtum ætlað að draga úr kaupmætti. En vonandi dregur þetta síð- an úr verðbólgunni og þar með verðtryggingunni, og eykur þannig kaupmátt margra. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Scan Modul vagnar fyrir sjúkrahús og heilsugæslustöðvar Birgðastýring á hjólum einfaldar vinnuferlið Hreyfanleiki auðveldar aðgengi og sparar tíma, pláss og fjármuni.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.