24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 17
24stundir FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 17 Brostu! Þú ert á Spáni Spænsk gítartónlist – Flamenco dans – Ferðakynning – Andlitsmálun – Teiknimyndasamkeppni – Brot úr söngleiknum Abbababb! – Glaðningur í Kringlunni 23. og 24. maí Komdu og kynntu þér spennandi áfangastaði! SPÆNSKIR DAGAR Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna! við að náminu ljúki á einu skólaári. Markmiðið með náminu í að- ferðafræði félagsvísinda er að nem- endur öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á sviði rannsóknarað- ferða og aðferðafræði félagsvísinda. Námið er einkum ætlað þeim sem áhuga hafa á að efla færni sína í vinnubrögðum sem gilda í rann- sóknarstarfi og hagnýtum störfum. Námið í afbrotafræðinni býður upp á fræðilega og hagnýta þekk- ingu á sviði afbrota og frávikshegð- unar. Námið er einkum ætlað þeim sem vinna eða hafa áhuga á að starfa á þessum vettvangi. Fræði- legar skýringar á eðli og umfangi afbrota eru greindar og sjónum einkum beint að þeim að- ilum sem hafa með meðferð og af- greiðslu hegningarlagabrota í stjórnkerfinu sjálfu að gera. Nemendur í atvinnulífsfræðinni öðlast fræðilega og hagnýta þekk- ingu á sviði vinnumarkaðs- og vinnuumhverfismála. Námið veitir nemendum innsýn í það sem hæst ber í umræðu um þróun, skipulag og stjórnun vinnu. Fjallað er um staðbundinn og hnattrænan vinnumarkað, alþjóðavæðingu vinnuaflsins, „góða“ og „slæma“ vinnustaði og tengsl vinnu og lýð- heilsu. Námið gagnast m.a. þeim sem hafa áhuga á stjórnun, starfs- mannaheilsuvernd og almennri stefnumótun á sviði vinnuum- hvefis- og vinnumarkaðsmála. Markmiðið með námi í fjöl- miðlafræðinni er að veita nemend- um fræðilega og sögulega innsýn í hlutverk og eðli fjölmiðla og boð- skipta í nútímaþjóðfélagi. Námið höfðar til allra sem vilja auka skiln- ing sinn á hlutverki fjölmiðla í þjóðfélaginu. Ekki síst er námið ætlað starfandi blaða- og frétta- mönnum sem hér býðst að fást við rannsóknaniðurstöður og fræði- legar kenningar um starfsvettvang sinn. Markmið diplómanámsins Tilgangur námsins er að auka fjölbreytni námsleiða á meistara- stigi í félagsfræði. Nánari upplýs- ingar um námið er hægt að nálgast á heimasíðu félagsfræði- skorar. Umsóknarfrestur er til 5. júní næstkomandi. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Diplómanám í félagsfræði á meistarastigi Nám á meistara- og doktorsstigi hefur vaxið mjög í Háskóla Íslands á síðustu árum. Sjálfstætt diplóma- nám í félagsfræði til 15 eininga að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi er ein áhugaverð námsleið af mörgum sem boðið er upp á. Námið er einkum ætl- að þeim sem ekki eru tilbúnir að hefja fullt meistaranám en vilja bæta við sig styttra námi á tiltekn- um sviðum. Námið gegnir einnig hlutverki endurmenntunar fyrir þá sem eru á vinnumarkaði. Námið er hægt að fá að fullu metið inn í meistaranám í félagsfræði. Boðið er upp á diplómanám í aðferða- fræði, afbrotafræði, atvinnulífs- fræði og fjölmiðlafræði. Miðað er UMRÆÐAN aHelgi Gunnlaugsson Námið gegn- ir einnig hlut- verki endur- menntunar fyrir þá sem eru á vinnu- markaði. Framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Reykjavíkur segist í svokall- aðri athugasemd í 24 stundum ekki kannast við að samráð hafi verið haft við félagið þegar fram- kvæmdir í tengslum við vatnsveitu Kópavogs voru undirbúnar í Heiðmörk. Mjög er misjafnt hvernig menn kjósa að rækta garðinn sinn. Ég kýs að segja sannleikann. Í minn- isblaði VGK Hönnunar um vett- vangsferð í Heiðmörk árið 2003 vegna lagnaleiðarinnar segir: „Til að lágmarka sýnileg áhrif fram- kvæmdar var einnig gerð tillaga um að fara í gegnum skógarlund í umsjón Skógræktarfélags Reykja- víkur. Vegna þessa var haft sam- band við þáverandi framkvæmda- stjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, Vigni Sigurðsson, og hann fenginn í vettvangsferð þar sem framangreint svæði C var skoðað. […] Tilgangur vettvangs- ferðar var að leita að hentugustu lagnaleiðinni um svæði C í sam- ráði við fulltrúa Skógræktarinn- ar“ (feitletrun mín). Niðurstaða þeirrar ferðar var sú að „heppileg- ast þótti að fara þvert í gegnum lundinn“. Núverandi fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur vill ekkert við störf fyrirrennara síns kannast. Jafn- framt botnar hann ekkert í því að ég skuli segja að allt hafi farið á hvolf með nýjum framkvæmda- stjóra, þar sem hann hafi ráðið ríkjum í „á fimmta ár“. Fimm ár eru engin eilífð, hvorki í stórfram- kvæmdum né skógrækt, og tekur engu tali að framkvæmdastjórinn skuli rengja það að haft var sam- ráð við félagið. Svo segir hann í sömu klausunni að það sé annars vegar rangt að árangurslaust hafi verið reynt að tala við Skógrækt- arfélagið og hins vegar að fulltrúar Kópavogsbæjar og Skógræktar- félagsins hafi setið á sáttafundi sem ekki bar tilætlaðan ávöxt. Svona stangast hvað á annars horn í málflutningnum og nú er svo komið að dómstólar verða að skera úr um ágreininginn. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi Athuga- semd við at- hugasemd UMRÆÐAN aGunnar I. Birgisson Mjög er mis- jafnt hvernig menn kjósa að rækta garðinn sinn. Ég kýs að segja sann- leikann.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.