24 stundir - 23.05.2008, Page 28

24 stundir - 23.05.2008, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Eftirminnilegustu sumarfríin eru oft þau sem minnst er haft fyr- ir. Ef í sparibauknum eru ekki til stórar fjárhæðir til að ferðast til heitari landa og vappa um á sand- ölum á strönd má auðveldlega gera lífið hér heima notalegt með lítilli fyrirhöfn. Á höfuðborgarsvæðinu eru þó- nokkur skjólgóð útivistarsvæði sem má nýta til að slá upp veislu með góðu fólki. Ekki þarf meira til en einfaldar veitingar, ef til vill ljúf- fengar skonsur, gæðamarmelaði, sæta hnetu- og ávaxtaköku, ost, hitabrúsa og ljúffengt te. Þá reyn- ast bækur mörgum góður fé- lagsskapur og á sumrin verður vin- sælt að reka nefið ofan í góða bók. Ný útgáfa af Samastað Málfríðar Sumrin eru góður tími til að lesa stærri bókmenntaverk sem hafa beðið lesandans lengi vegna anna. Meistaraverk eins og Glæp og refs- ingu má lesa á nokkrum löngum sumardögum og það er vel þess virði að lesa skáldsögu eftir Fjodor Dostojevski sem kafar djúpt í sál- arlíf sögupersóna sinna og tekst á við grundvallarspurningar um þjóðfélagsmál sem hann og gerir í Glæp og refsingu. Fyrir þá sem vilja íslenska klass- ík má grípa í nýja útgáfu Bjarts bókaútgáfu af Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen eða bók Málfríðar Einarsdóttur, Samastaður í tilver- unni, endurútgefna af Forlaginu. Fá íslensk skáldverk hafa náð annarri eins hylli hjá íslenskri þjóð og Piltur og stúlka eftir Jón Thor- oddsen. Fyrir þá sem hafa ekki enn kynnt sér þann rammíslenska róman og lesið um Gróu á Leiti, sveitasæluna og sollinn er tími til kominn. Bók Málfríðar, Samastaður í til- verunni, er loks fáanleg að nýju en síðan hún var gefin út árið 1977 hefur hún orðið eftirlætisbók margra. Þá er ómissandi að lesa gott sakamáladrama á sumrin, sér- staklega til að hleypa lífi í letilega og tilbreytingarlausa daga. Þá er vinsæl bók bandaríska spennusagnahöfundarins James Patterso og Michael Ledgwick, Sjortarinn. Hasar, spenna, erótík og ráðgátur. Enskar skonsur Skonsur er fljótlegt að útbúa og eru þær afar ljúffengar með góðum osti og ekta marmelaði eða sí- trónu- smjöri (lemon curd). Í skonsum er lyftiduft og því þarf deigið ekki að lyfta sér, það má fara beint í ofninn. 250 g hveiti 1 1/2 tsk. lyftiduft 25 g smjörlíki 1/2 tsk. salt 1 msk. sykur 1 egg 1 dl mjólk 1. Sigtið saman hveiti og lyfti- duft í skál. Myljið kalt smjörið saman við þar til blandan verður að kornóttum massa. 2.Bætið salti og sykri út í og hrærið eggið og mjólkina saman við. 3.Hnoðið deigið þar til það er slétt og meðfærilegt. Skiptið deig- inu í tvennt og mótið tvær flatar kringlóttar kökur úr deiginu. Hitið ofninn í 200 gráður. 4. Mótið eða skerið 4-6 raufar í hverja köku, eins og tertusneiðar og leggið deigið á ofnplötu. Bakist í 10-15 mínútur eða þar til skonsurnar hafa fengið á sig fal- legan, gylltan lit. 24 stundir/Valdís Thor Enskar skonsur og íslensk bókmenntaklassík Tedrykkja og lestur bóka í sumar Ekki þýðir að barma sér endalaust yfir íslenskum sumrum, vætu- og vinda- sömum. Til að sitja úti þarf auðvitað ákveðið húsmóðurvit, hlý teppi og heita drykki, ynd- islegar bækur til að sökkva sér í, spennandi leikföng og litríkan brjóstsykur til að lauma að orkuríkum börnum. Góð garðveisla Nestiskarfa frá Pipar og salt 19.900 kr., rallíbíll fyrir þau yngstu frá Habitat, 14.990 kr., vatnshelt teppi frá Pipar og salt, 4500 kr. Smásjá fyrir for- vitna grallara frá Habitat 4990 kr. Lemon Curd frá Pipar og salt á 495 kr. Hátíðin Valkyrjur verður haldin í fyrsta sinn um helgina í Hinu Húsinu og er opin konum á aldr- inum 15 til 25 ára. Markmiðið með hátíðinni er að fagna fjöl- breytileika stelpna og vinna gegn þeirra eigin staðalímyndum með því að benda á að stelpur geta verið mjúkar, harðar, töffarar, dömur og allt þar á milli. Opnunarhátíð verður í kvöld frá klukkan kl. 18- 20 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, Ladycats spila góða tónlist, skemmur verða kynntar og farið verður í skoðanaleikinn Rauða línan. Á morgun laugardag verða síðan ýmsar skemmur haldnar sem hægt er að skrá sig í en meðal þeirra eru Kynlíf, ástir og unaður í umsjón Ragnheiðar Ei- ríksdóttur hjúkrunarfræðings, Flýtitíska í umsjá Söru Maríu í Nakta apanum og Framkoma og tjáning í umsjá Dóru Jóhanns- dóttur leikkonu svo eitthvað sé nefnt. Einnig verða örnámskeið í fjölmörgu, meðal annars því að skipta um dekk og prjóna. Frábærar og æðislegar „Þessi hátíð er að sænskri fyr- irmynd og er ætlað að fagna því hversu fjölbreyttar og æðislegar við stelpur erum. Við stelpur erum oft á tíðum uppteknar af staðal- ímyndum og eins hafa rannsóknir sýnt að við tökum ekki jafn mikinn þátt í félagsstarfi félagsmiðstöðv- anna og strákar, svo okkur langar líka til að virkja þær í því starfi,“ segir Arna Sævarsdóttir hjá Hinu Húsinu. Stelpur geta verið mjúkar, harðar, töffarar, dömur og allt þar á milli Valkyrjur vinna gegn staðalímyndum Hátíðin Valkyrjur Verður haldin fyrir ungar konur um helgina. 150 Fyrir sumarið Laugavegi 51 - sími 552 2201

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.