24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir www.IKEA.is/sumar © In te r I KE A Sy st em s B .V . 2 00 8 úti á túni 1.290,- TIDÖ fellistóll, gegnheill akasíuviður, sætishæð 46 cm. VÍÐA UM HEIM Algarve 20 Amsterdam 21 Alicante 21 Barcelona 20 Berlín 19 Las Palmas 24 Dublin 16 Frankfurt 19 Glasgow 17 Brussel 20 Hamborg 20 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 18 London 18 Madrid 18 Mílanó 22 Montreal 12 Lúxemborg 18 New York 13 Nuuk 1 Orlando 23 Osló 17 Genf 20 París 20 Mallorca 22 Stokkhólmur 16 Þórshöfn 9 Sunnan og suðvestan 3-8 m/s, skýjað og þurrt að kalla, en skýjað með köflum aust- antil. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast á Norðaust- urlandi. VEÐRIÐ Í DAG 7 8 13 8 10 Allt að 17 stiga hiti Sunnan 3-8 m/s, en heldur hvassari vestantil síðdegis. Bjart veður austantil á landinu, en hætt við þoku á annesjum fyrir norðan. Ann- ars skýjað með köflum, en dálítil súld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐRIÐ Á MORGUN 7 9 17 10 15 Hlýjast á Austurlandi „Ég heyrði frá forsvarsmönnum Kópavogs í gær (fimmtudag) og þeir eru meðvitaðir um að það þarf að finna lausn á málinu sem íbúar í Lundi geta sætt sig við,“ segir Gunnar Þorláksson, annar tveggja eigenda Byggingarfélags Gunnars og Gylfa sem reisti fjölbýlishús við Lund 1 í Fossvogsdal. Samkvæmt umsögn sem Þórar- inn Hjaltason verkfræðingur vann fyrir BYGG, og 24 stundir hafa undir höndum, er lagning Nýbýla- vegar sjö metrum nær tveimur fjöl- býlishúsum á svæðinu en sam- þykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir. Í umsögninni er fyrir því mælt að verkhönnun Nýbýlavegar verði breytt þannig að „hringtorg á mót- um Nýbýlavegar, Lundarbrautar og Auðbrekku verði fært allt að sex metra til austurs og innri radíus minnkaður úr fimmtán metrum í þrettán til fjórtán metra“. Í skýrslu Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen, sem unnin var sem mótgagn við umsögn Þórarins, kemur fram að breyting á veginum frá því sem nú er sé vandkvæðum bundin. Kostnaðarauki geti numið allt að fimm milljörðum, ekki síst vegna þess að hugsa þurfi tækni- legar útfærslur á hönnun vegarins upp á nýtt. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir náðist ekki í Steingrím Hauksson, sviðsstjóra fram- kvæmdasviðs hjá Kópavogsbæ. Þá beinir Vegagerðin fyrirspurnum um málið til Kópavogsbæjar. magnush@24stundir.is Kópavogsbær og BYGG vinna að lausn mála við Nýbýlaveg Lagning gegn deiliskipulagi Nýbýlavegur Liggur al- veg við Lund 1. „Það hefur ekki komið neitt upp sem bráðatæknar hafa ekki ráðið við og reynslan hefur verið með ágætum og það er einnig almenna viðhorfið hjá læknum sem þekkja til reynslunnar,“ segir Már Krist- jánsson, sviðsstjóri lækninga, slysa- og bráðasviðs Landspítala um reynsluna af þeirri breytingu þegar læknar hættu að manna neyðarbíla og bráðatæknar tóku við. Gagnrýnt var í upphafi að breytingin gæti stuðlað að minna öryggi fyrir sjúk- linga. Már segir þriggja mánaða reynslutíma hafa leitt annað í ljós. „Miðað við þau gögn sem aflað hefur verið um þennan reynslu- tíma þá er ekki annað að sjá en að fyrirkomulagið virki vel fyrir sjúk- linga. Vonandi gengur þetta vel áfram.“ mh Reynslan af læknalausum neyðarbílum Læknar ánægðir með fyrirkomulag Ríkisendurskoðun er sammála til- lögum dóms- og kirkjumálaráð- herra um uppskiptingu embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættið, sem var gerð opinber í gær, segir meðal annars að „til- lögur dómsmálaráðuneytisins stuðli að því að ráðuneyti sem lög- um samkvæmt fara með forræði tollgæslu og flugverndar fái skýrari aðkomu að markmiðssetningu og ákvörðun þjónustustigs á þessum sviðum sem og ábyrgð á nauðsyn- legum fjárveitingum til þeirra“. Jafnframt er frá því greint að samskipti milli dóms- og kirkju- málaráðuneytisins og Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi ekki verið góð. Segir meðal annars í skýrslunni að „alvarlegur samskiptavandi“ hafi verið milli aðila frá því embætti lögreglustjórans færðist undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið frá utanríkisráðuneytinu. mh Sammála uppskiptingu Sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd Samfylkingarinnar ítrekar að taka þurfi alvarlega úr- skurð mannréttindanefndar SÞ gegn kvótakerfinu um úthlut- unarreglur í sjávarútvegi og skor- ar á ríkisstjórn og Alþingi að end- urskoða lög um stjórn fiskveiða og bregðast við fyrir 11. júní. Skorað á sam- starfsflokkinn Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði á Alþingi í gær að meðan hún sé ráðherra verði Íbúðalánasjóður hvorki einkavæddur né starfsemi hans einungis bundin við félagslegar aðgerðir. Haldnar voru utandagskrár- umræður á þinginu í gær um fasteignamarkaðinn að ósk Stein- gríms J. Sigfússonar. Sagði hann Árna Mathiesen fjármálaráðherra hafa boðað fulla markaðs- væðingu allrar almennrar starf- semi á fundi Samtaka iðnaðarins, sem sé afar óheppilegt við núver- andi aðstæður. hos Íbúðalánasjóður ekki einkavæddur Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Konur með barnavagna neyðast til að ganga á götunni, því bílunum er lagt upp á gangstéttir og stund- um meira að segja í heimkeyrslum í götunni. Bílarnir eru stundum svo margir hérna að maður bíður eftir því að þeir verði hengdir upp í trén.“ Svona lýsir Björn Ingólfsson, íbúi við Laufbrekku í Kópavogi, ástand- inu í götunni þegar kennsla fer fram í Snyrtiakademíunni við Hjalla- brekku, en göturnar liggja saman. Hringt 34 sinnum í lögregluna „Ég er búinn að hringja í lögregl- una 34 sinnum og þeir komu einu sinni, en gerðu ekkert. Fram til þessa hefur enginn verið sektaður út af þessu en lögreglan sagði mér að hún gæti ekkert gert því hér í Kópavogi væri annað sektakerfi en í Reykjavík. Það er sem sagt hægt að leggja þar sem manni sýnist í Kópa- vogi og lögreglan getur ekkert gert.“ Björn segir íbúa við götuna orðna langþreytta á ástandinu og aðgerða- leysi lögreglu. „Ég ætla ekki að gefast upp og ef þessu fer ekki að linna bráðlega, ætla ég að bakka á ein- hvern bíl. Það er stríð í aðsigi, það er ekkert flóknara en það.“ Þyngra ferli en í Reykjavík „Það er þyngra ferli að sekta ökumenn fyrir stöðubrot í ná- grannasveitarfélögunum heldur en í Reykjavík,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá umferðardeild Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Í Reykjavík er hægt að sekta með einföldum greiðsluseðlum og þá er eigandi bifreiðarinnar ábyrgur. Annars staðar þarf að sekta menn formlega samkvæmt umferðarlög- um og eftir atvikum taka menn til skýrslutöku vegna gruns um brot. Úrræði lögreglu eru að þessu leyti þyngri utan Reykjavíkur í þessum málum.“ Kristján Ólafur segir lögregluna nú bíða þess að samgönguráðu- neytið afgreiði tillögu þess efnis að sektakerfi á höfuðborgarsvæðinu verði samræmt. „Við bíðum í of- væni eftir að málið verði afgreitt, enda er staða lögreglunnar erfið í þessum málum fyrir utan Reykja- vík.“ Bílastæðastríðið við Laufbrekku  Íbúi við Laufbrekku er æfur vegna bifreiða sem ítrekað er lagt ólöglega í götunni  Lögreglan kemur en gerir ekkert, segir hann Dæmigert Björn Ingólfsson, íbúi við Laufbrekku, hótar bíleigendum skemmdarverkum haldi þeir áfram að leggja ólöglega í götunni hans. ➤ Samkvæmt 108. grein um-ferðarlaga er sveitarfélögum heimilt að taka upp gjaldtöku vegna stöðubrota. ➤ Aðeins Reykjavík og Akureyrihafa nýtt sér heimildina. UMFERÐARLÖGIN STUTT ● Eldsneytishækkun Eldsneyt- isverð hækkaði hér á landi í gær. Verð á bensínlítra hækkaði um 2 krónur hjá stóru olíufélögunum og verð á dísilolíulítra um 3 krónur. Er algengt verð á bensíni 160,90 krónur í sjálfsafgreiðslu og 165,9 krónur með þjónustu. Dísilolía kostar 177,80 krónur í sjálfsafgreiðslu og 182,80 krónur með þjónustu. ● Sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær ís- lenska ríkið af bótakröfu end- urskoðanda, sem ákærður var fyrir brot í starfi en sýknaður af ákærunni. Endurskoðand- inn krafðist 450 milljóna í bæt- ur. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.