24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 53

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 53
Hátíðardagskrá 25. maí 2008 BLÓMSVEIGUR LAGÐUR VIÐ STYTTU SR. FRIÐRIKS Í LÆKJARGÖTU. Við styttu sr. Friðriks verður stutt athöfn þar sem tvö ungmenni leggja blómsveig fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi við fótskör styttu sr. Friðriks. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur bæn og blessun. GUÐSÞJÓNUSTA Í HALLGRÍMSKIRKJU TILEINKUÐ MINNINGU SR. FRIÐRIKS Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur og fyrrum formaður KFUM þjónar fyrir altari ásamt sr. Guðna Má Harðarsyni. Sr. Sigurður Pálsson fyrrum formaður KFUM predikar með áherslu á líf og starf sr. Friðriks. Í messunni verða sungnir sálmar með textum sr. Friðriks. Félagsfólk í KFUM og KFUK, Skátum, Val og Haukum tekur þátt í guðsþjónustunni. Karlakórinn Fóstbræður syngur lög eftir sr. Friðrik. Á meðan á guðsþjónustu stendur mun KFUM og KFUK sjá um sunnudagaskóla fyrir börnin. HÁTÍÐARSAMKOMA KFUM OG KFUK Hátíðarsamkoman verður í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Þar flytur biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson, hugvekju og Kristín Möller, heiðursfélagi KFUM og KFUK, hefur upphafsorð. Þórarinn Björnsson verður með sögulegt innlegg um sr. Friðrik og Rannveig Káradóttir syngur einsöng. Und- irleik annast Bjarni Gunnarsson. Eftir samkomuna verður boðið upp á kaffi og veitingar. Þá verður einnig hægt að skoða minningarherbergi sr. Friðriks sem hefur meðal annars að geyma orgelið hans, persónulega muni og bókasafn. Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi hvetur alla sem vilja heiðra minningu sr. Friðriks til að taka þátt í hátíð- ardagskránni á afmælisdegi hans. kl. 10:00 kl. 11:00 kl. 20:00 Þann 25. maí eru liðin 140 ár frá fæðingu sr. Friðriks Friðrikssonar. Sr. Friðrik var einn merkasti æskulýðsleiðtogi 20. aldar en hann stofnaði KFUM og KFUK árið 1899. Íþróttafélögin Valur og Haukar, skátafélagið Væringjar og Karlakórinn Fóstbræður rekja einnig upphaf sitt til hans. Þegar sr. Friðrik sneri heim til Íslands eftir nám í Kaup- mannahöfn var félags- og íþróttastarf fyrir íslenska æsku afar fábrotið og varð köllun hans og ævistarf að bæta úr því. Allt til hinstu stundar vann sr. Friðrik æsku landsins til heilla, bað fyrir henni og vann að því markmiði sínu að efla einstaklinga til líkama, sálar og anda. Fjölmargir Íslendingar eiga góðar minningar frá kynnum sínum af sr. Friðriki og er þeim sérstaklega boðið að taka þátt í afmælishátíðinni. KFUM og KFUK • Holtavegi 28 • Reykjavík • Sími 588 8899 • www.kfum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.