24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir Ný sending Glæsileg sumardress og -kjólar Laugavegi 63 • S: 551 4422 Á barmi heimsfrægðar Eins og hver Íslendingur veit er Selma sá listamaður sem hefur náð bestum árangri fyrir hönd þjóðar- innar í Eurovision en árið 1999 hafnaði hún í öðru sæti með lagið All Out Of Luck. Ári síðar kom út fyrsta sólóplata hennar, I Am, sem gefin var út á heimsvísu og heims- frægðin var handan við hornið. „Ég fékk þetta einhvern veginn allt upp í hendurnar. Ég stökk til í þetta Eurovision-ævintýri og mig óraði ekki fyrir hvað það myndi hafa í för með sér. Ég hélt að ég væri bara að fara að syngja lag í þrjár mínútur, en ég er enn þann dag í dag beðin um að troða upp sem þessi „Eurovision-Selma“. Ég var úti í Svíþjóð bara fyrir þremur vikum að syngja, þannig að það má segja að þetta séu ofboðslega þraut- seigar þrjár mínútur í mínu lífi,“ segir Selma, sem hefur komið fram víða um Evrópu í tengslum við Eurovision, enda er hún í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum keppn- innar. I Am varð metsöluplata á Íslandi en utan landsteinanna fór minna fyrir henni en vonir stóðu til. „Það var auðvitað frábært að fá svona tækifæri. Fljúga á Saga Class, gista á fimm stjörnu hótelum og láta koma fram við mann eins og prins- essu í eitt og hálft ár. En ég er líka alveg ótrúlega sátt í minni 70 fer- metra risíbúð í Hlíðunum. Ég þarf ekki svona umstang til að gera mig glaða.“ Góð og slæm áhrif Eurovision Í kjölfar velgengninnar í Euro- vision 1999 var ákveðið að tefla Selmu aftur fram í keppninni í Úkraínu árið 2005 þegar klára átti dæmið í eitt skipti fyrir öll. Veð- bankar töldu hana sigurstranglega með lagið If I Had Your Love, en allt kom fyrir ekki og hún komst ekki upp úr forkeppninni. Selma segir að Eurovision hafi mótað feril sinn á bæði góðan og slæman hátt. „Þó að það megi ýmislegt mis- jafnt segja um þessa keppni þá er auðvitað svakalega góð reynsla að fara þarna út og syngja í 10-20 þús- und manna höll fyrir hundruð milljóna sjónvarpsáhorfenda. Það er bara meira en að segja það. Það var gríðarlegt stress og pressa á mér þegar ég labbaði inn á sviðið í Úkraínu 2005 þar sem maður er svo fullkomlega meðvitaður um að ef maður klúðrar þessu mun það fylgja manni alla tíð. Þetta kemur upp á hverju einasta ári og ef mað- ur er rammfalskur, gleymir textan- um eða dettur á sviðinu þá er þetta komið á netið og YouTube og út um allt. Ég var eiginlega einum of meðvituð um það þegar ég labbaði inn á sviðið. En að drulla sér samt í gegnum það er hollt öllum lista- mönnum,“ segir Selma. Henni gremst þó að fólk skuli telja að hæfileikar þeirra sem taka þátt í Eurovision takmarkist við það. „Ég finn fyrir svolítilli þröng- sýni hjá ákveðnum hópi fólks. Þó að maður hafi tekið þátt í Eurovisi- on er maður ekki eitthvað grunn- hygginn eða lélegri listamaður. Ég finn svolítið fyrir þeim hugsunar- hætti hjá þessu ofurfullorðna fólki að ég sé „bara Eurovision-söng- kona … hvað er hún að leikstýra eða leika?““ Hún segist sjálf ekki vera sérstak- ur aðdáandi keppninnar, en þykir leitt að sjá hvernig komið er fyrir henni. „Ég sagði nú árið 2005 eftir að ég tók þátt að þessi keppni væri að breytast í sirkus og það er miður. Það sem mér finnst skemmtilegt við Eurovision er að þetta er skemmtileg stund fyrir Evrópu til að setjast niður á sama tíma og horfa á hvað er verið að gera í hverju landi fyrir sig. En ég horfði á undankeppnina á þriðjudaginn með mömmu minni og við þurft- um bara að pína okkur í gegnum þetta. Þegar það er kominn kal- kúnn á sviðið og verið að hengja upp þvott þá verður þetta hreinlega ekki miklu verra. Gæðin eru eig- inlega í sögulegu lágmarki, en það verður að segjast að seinni hluti undanúrslitanna var töluvert betri og það glæddist mikil von þegar Regína og Friðrik stigu á svið. Þau komu fram af heilindum með lag sem þau trúa á og gerðu þetta fantavel. Kraftmikil, með glampa í augum og gleði í hjartanu.“ Vinnan og áhugamálin samtvinnuð Selma leikstýrði sinni fyrstu at- vinnuleiksýningu í vetur en það var barnaleiksýning Borgarleikhússins, Gosi. Áður hafði hún leikstýrt söngleik Verzlunarskólans, Sextán, og gerði það á meðan hún var ólétt að öðru barni sínu. Gosi hefur fengið frábærar viðtökur; 25 þús- und manns hafa barið verkið aug- um og á dögunum var það tilnefnt til þrennra Grímuverðlauna. „Leikstjórastarfið togar dálítið í mig núna. Það er gaman að víkka sjóndeildarhringinn og takast á við ögrandi verkefni eftir því sem árin líða. Ég hef verið að leika og syngja meira og minna í 13 ár í atvinnu- leikhúsum þannig að þetta er kannski eðlilegt stökk. Ég hefði jafnvel áhuga á að mennta mig í leikstjórafræðum,“ segir Selma. Ef horft er yfir feril hennar virð- ist sú staðreynd, að hún verður að- eins 34 ára í næsta mánuði, ótrúleg. Þrátt fyrir fjölda sigra þegar kemur að söng, dansi og leik er hún hins vegar rétt að byrja. „Mig langar t.d. að leikstýra úti á stóru sviði. Ég væri til í að fara á West End og leik- stýra þar eftir 10 ár. Fá einhverja stórsýningu og geta gert allt sem mig langar til,“ segir hún spurð um hvað hana dreymi um að ná langt í starfinu. „Ég held að maður verði að halda áfram að láta sig dreyma alla ævi. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað nýtt, stefna hærra og fara Selma Björnsdóttir tekst á við ögrandi verkefni Fullkomið líf Selma ásamt börnum sínum, Gísla Birni og Selmu Rún. 24stundir/Golli a Regína og Friðrik komu fram af heil- indum með lag sem þau trúa á og gerðu þetta fantavel. Kraftmikil, með glampa í augum og gleði í hjartanu. Þrjár örlaga- mínútur Selma Björnsdóttir á að baki viðburðaríkan feril, sem hefur að miklu leyti mótast af Eurovision- ævintýri hennar. Hún hef- ur náð langt í leik og söng, en hugur hennar stendur nú til leikstjórnar. Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Það var mjög mikið gleðiefni að Ísland skyldi komast upp úr for- keppninni núna. Í fyrsta lagi vegna þess að þau áttu það full- komlega skilið og í öðru lagi vegna þess að breytt fyrirkomulag á keppninni virðist vera að skila sér á góðan hátt fyrir vestrænu þjóðirnar. Til dæmis komust allar Norðurlandaþjóðirnar upp úr forkeppninni, en það hefur aldrei gerst áður,“ segir Selma Björns- dóttir, söngkona, leikkona, dans- ari og mesta Eurovision-stjarna Íslendinga fyrr og síðar. Að minnsta kosti enn sem komið er. „Ég hringdi í Regínu í gær eftir að hún var búin að syngja til að láta hana vita hvað ég væri stolt af þeim og hvað þetta hefði verið flott. Mér finnst eiginlega sorglega fá lög í ár sem eitthvað er varið í, en íslenska lagið er svo sannarlega á meðal þeirra bestu. Ég ætla að vera bjart- sýn og spá að þau lendi á meðal fimm efstu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.