24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 48

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 48
LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ lifsstill@24stundir.is 48 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir a Sviðsetningin og atriðið allt var hannað til þess eins að það yrði munað eftir því. Það gekk stór- kostlega vel upp og ég skemmti mér konunglega. Eurovision-ferðin mín til Dublin er í minningunni sjö bestu dagar lífs míns. Keppnin var ekki á góðum stað á þessum tíma vegna þess að Evrópa var búin að missa áhugann og áhorfs- kannanir komu mjög illa út. Það leit jafnvel út fyrir að keppnin yrði lögð niður. Einhver þurfti því að gera eitthvað en ég tel að ein meginástæða þessa áhugaleysis hafi verið að áhorf- endur fengu ekki að taka virkan þátt í valinu á sigurvegara. Árið sem ég fór út, 1997, gerðu sex þjóðir tilraun með símakosningu og ég sá mér leik á borði að mæta með lag sem væri langt frá því að vera Eurovision-lag í þeim skilningi orðsins. Lagið átti að vera ögrandi og ekki komið fram yfir síðasta söludag. Sviðsetningin og atriðið allt var hannað til þess eins að það yrði munað eftir því. Það gekk stórkostlega vel upp og ég skemmti mér konunglega. Ég er stoltastur af því að þetta lag hefur öðlast sjálfstætt líf síðan en þetta var í fyrsta sinn sem ég náði því sem ég kýs að kalla mitt eigið hljóð og þar má ekki gleyma þætti lagahöfundarins, Trausta Haraldssonar. Ég kveið því aldrei að fara út með svona óvænt atriði vegna þess að ég vissi alltaf hvað ég var að gera. Rétt áður en við fórum á svið sagði ég við stelpurnar að ég ætl- aði að fara fram og skemmta mér næstu þrjár mínúturnar. Það var nákvæmlega það sem við gerðum enda myndaðist þarna ákveðin orka á sviðinu sem skilar sér ennþá þegar horft er á atriðið. Ég var stoltur af þessu atriði á sínum tíma og ég er ennþá stoltur. Páll Óskar Tón- listarmaður. Sjö bestu dagar lífs míns Ég hef þrisvar farið í Eurovision sem að- alsöngkona og fór svo að sjálfsögðu sem bakrödd fyrir Silvíu Nótt. Fyrst fór ég til Júgóslavíu árið 1990 með Stjórninni þar sem við Grétar fluttum Eitt lag enn. Við lentum í fjórða sæti sem má teljast ótrúlegt þegar tillit er tekið til þess að við sungum lagið á íslensku. Rauði kjóllinn hefur alltaf verið talinn ein ástæða þess að við hlutum jafn mörg stig og raun bar vitni en hann fannst alveg á síðustu stundu og ég ætlaði aldrei að fara í hann. Það má segja að mér hafi verið skipað í kjólinn en fólk man enn eftir honum. Þessar ferðir eru alltaf mjög skemmtilegar þrátt fyrir að þeim fylgi mjög mikil vinna. Hópurinn þarf að æfa stöðugt og þvælast út um allt til þess að kynna atriðið. Við þurft- um líka að vera uppstríluð og í okkar fínasta pússi hvern einasta dag meðan á keppninni stóð. Það skemmtilegasta við keppnina er að allt er á hreinu. Það er svo mikil fagmennska í gangi að þú þarft aldrei að takast á við óvænt klúður eða vesen. Hver keppandi hef- ur sinn passa sem stjórnar því hvert hann má fara og hver þjóð er með sitt búnings- herbergi. Sigga Beinteins Tónlistarkona. Ætlaði aldrei í rauða kjólinn Ég fór í mína fyrstu Eurovision-ferð árið 1986 en þá tók Ísland fyrst þátt í keppninni. Keppnin var haldið í Bergen og þar sem þetta var fyrsta keppnin okkar vissum við í raun ekki á hverju við áttum von. Eftir að hafa farið fimm sinnum í viðbót er þessi fyrsta ferð ennþá sú minnisstæðasta. Mót- takan var sú langflottasta sem ég hef upp- lifað. Þjóðin tók að mínu mati vel á móti okkur þrátt fyrir að hópurinn hafi ekki stað- ist væntingarnar. Síðast þegar ég fór út fór ég með Selmu Björnsdóttur en þá lentum við í öðru sæti með lagið All out of luck. Það var að sjálf- sögðu mjög gaman og spennan í græna her- berginu var sú mesta sem ég hef upplifað. Ég man sérstaklega eftir því að undir lokin var alltaf verið að færa vinningsborðann á milli okkar og Svíanna en við fengum hann, að mig minnir, þrisvar sinnum á okkar borð. Þegar keppninni lauk fékk Selma heillaóskir úr öllum áttum þar sem hún var fullvissuð um að hún hefði unnið þrátt fyrir að hún hefði lent í öðru sæti. Flestum fannst lagið hennar miklu betra og hún náði að heilla alla upp úr skónum. Ragna Fossberg Förðunardama. Fyrsta keppnin eftirminnilegust Ég fór, eins og flestir vita, í fyrstu Eurovisi- on-keppni Íslendinga og söng þar Gleði- bankann með Icy-flokknum. Um visst brautryðjendastarf var að ræða og ekki bara hjá okkur flytjendunum heldur einnig öllum þeim sem stóðu að umgjörðinni í kringum atriðið. Við vorum með framleiðanda með okkur sem skipulagði hvert einasta skref sem við gengum. Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi breyst töluvert síðan og sé orðið mun umfangsmeira núna. Á þessum tíma þótti okkur mjög merkilegt að vera með förðunar- og hárgreiðslufólk auk þess sem við vorum með mann sem sá um að hanna útlitið á flokknum. Það má segja að hvert einasta skref hafi verið útpælt enda vorum við öll klædd í stíl og ég stóð alltaf á milli Eiríks og Pálma. Þetta var í rauninni bara eitt stórt leikrit og er það enn. Upplifunin var sú að þetta væri vika af frægð. Við vorum stjörnur í eina viku og þannig var komið fram við okkur. Ég myndi ekki vilja lifa þessu lífi alla daga en það var mjög gaman að fá stjörnumeðferðina í eina viku. Ég hef tekið þátt í forkeppninni síðan en aldrei farið aftur út og sá tími er löngu liðinn að mínu mati. Helga Möller Tónlistarkona. Fékk stjörnumeð- ferð í eina viku Ég hef farið tvisvar sinnum í Eurovision- keppnina og var lagahöfundur í bæði skipt- in. Fyrst fór ég árið 1987 en þá sat ég við pí- anóið. Ég fór aftur árið 1989 en þá fór ég að- eins út sem lagahöfundur. Þjóðin var að mínu mati frekar óraunsæ á þessum árum og væntingarnar til Gleðibankans árið áður voru svo gífurlegar að það greip um sig hálf- gerð móðusýki sem tengdist flytjendunum ekki neitt. Það þótti því skelfilegur ósigur að lenda fyrir neðan miðju. Íslendingar gerðu ráð fyrir því að við myndum salta þetta eins og síld en málið reyndist mun flóknara en það. Keppnin var líka töluvert meira sveitó á þessum árum en nú er miklu meira umstang í kringum keppnina og fólk tjáir sig stöðugt um keppnina á netinu. Vikan sem keppnin stóð yfir var mjög skemmtileg og samanstóð af hinum ýmsu uppákomum. Þetta var þó mjög rólegt allt saman og alls ekki jafnmikill sirkus og kepp- endur í dag upplifa. Keppendurnir núna leggja sig fram líkt og um landsleik sé að ræða en það var fjarri mínum huga þegar ég fór út. Valgeir Guðjónsson Tónlistarmaður. Ekki jafnmikill sirkus þá og nú Hver er þín besta minning úr Eurovision? Íslendingar hafa upplifað stöðuga spennu á þessum árstíma síð- an við ákváðum fyrst að senda keppendur í Eurovision-keppnina. Okkar besti árangur var þegar Selma söng lagið All out of luck en þá var sigurinn svo nærri að við fundum lyktina af honum. Okkur hefur þó ekki alltaf gengið vel enda höfum við minnst fengið núll stig og það verður ekki lakara. Í ár verður keppnin meira spenn- andi en nokkru sinni enda vann Eurobandið það þrekvirki að ná okkur upp úr undanúrslitunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.