24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Fuerteventura, sem
hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Njóttu
lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað við góðan aðbúnað.
Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heims-
ferða allan tímann. Gott íbúðahótel á góðum stað í Corralejo.
Á hótelinu er góð aðstaða, s.s. móttaka, veitingastaður, snarl-
bar, mini-verslun, þvottaaðstaða, barnaleiksvæði, sundlaug,
barnalaug og sólbaðsaðstaða.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Fuerteventura
3. eða 17. júní
frá kr. 39.990
*** Frábært sértilboð ***
Maxorata Beach
Mjög takmarkaður fjöldi íbúða
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 49.990 vika
59.990 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 saman í íbúð á
Maxorata í viku.
Aukavika kr. 10.000.
Vikuferð aðeins í boði 17. júní
Verð kr. 39.990 vika
49.990 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og
2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Maxorata Beach
í viku. Aukavika kr. 10.000.
Vikuferð aðeins í boði 17. júní
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Þetta verður eins og brúðkaupsdagur
fyrir þá 80 þúsund áhorfendur sem
mæta á völlinn.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er bálreið-
ur út í stjórnendur Real Madrid vegna aðferðar þeirra
við að reyna að lokka Cristiano Ronaldo til sín.
Ramon Calderon, stjórnarformaður spænsku
meistaranna, og þjálfarinn Bernd Schuster hafa báðir
lýst yfir áhuga á því að klófesta Portúgalann knáa.
„Real-menn halda að þeir geti troðið öllum um tær og
eru gjörsamlega siðlausir. En það tekst ekki gegn okk-
ur,“ sagði Ferguson. „Ef við berum félög saman er sið-
ferði til dæmis Barcelona miklu betra en nokkurn tím-
ann hjá Real Madrid. Real notar dagblaðið Marca sem
vopn til þess að hræra í leikmönnum annarra félaga.
Real er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Ronaldo,
en hin liðin taka ekki þátt í svona rugli,“ hélt Ferguson
áfram. United hefur á undanförnum árum selt Real
Madrid leikmenn á borð við Ruud van Nistelrooy,
David Beckham og Gabriel Heinze, en skoski stjórinn
segist aldrei munu láta Ronaldo af hendi.
Alex Ferguson er foxillur út í spænsku meistarana vegna Ronaldo
Ferguson segir Real siðlaust félag
Eftir Björn Braga Arnarsson
bjornbragi@24stundir.is
Þótt flestir fótboltaáhugamenn
séu á því að stærsti leikur fót-
boltavertíðarinnar hafi farið fram
á Luzhniki-leikvanginum í
Moskvu síðastliðinn miðvikudag
eru aðrir sem hafa beðið dagsins í
dag með meiri eftirvæntingu. Það
á að minnsta kosti við um stuðn-
ingsmenn fyrstu deildar liðanna
Bristol City og Hull, sem mætast í
úrslitaleik um sæti í ensku úrvals-
deildinni á Wembley í dag klukk-
an 14 að íslenskum tíma.
Eins og brúkaupsdagur
Áætlað er að sigurliðið muni
hagnast um 60 milljónir punda,
andvirði um 8,6 milljarða ís-
lenskra króna, við það að komast
upp í deild þeirra bestu og er því
vægast sagt mikið í húfi. „Þetta
verður eins og brúðkaupsdagur
fyrir þá 80 þúsund áhorfendur
sem mæta á völlinn,“ segir Steve
Lansdown, stjórnarformaður Bri-
stol City sem lék síðast í efstu
deild árið 1980.
Hull er vafalaust stærsta borg
Bretlands sem á þann vafasama
heiður að hafa aldrei átt lið sem
leikur á meðal þeirra bestu. Fyrir
níu árum var liðið hársbreidd frá
því að falla niður í utandeildina og
það átti einnig í miklum fjárhags-
kröggum. „Líklega telja flestir ut-
anaðkomandi að við höfum leikið
langt yfir getu í ár, en árangurinn
kemur okkur ekki á óvart. Þetta er
eitthvað sem við höfum stefnt að
undanfarið ár,“ segir stjórnarfor-
maður Hull, Paul Duffen.
Veðbankar hallast að sigri Hull í
leiknum, en það eitt er víst að bar-
ist verður til síðasta blóðdropa.
Kætast Leedsarar loksins?
Gamla veldið Leeds United
verður í eldlínunni á sunnudag en
þá leikur liðið gegn Doncaster í
úrslitaleik um sæti í 1. deild. Leeds
hefur vaðið í villu undanfarin ár
og eygja stuðningsmenn von um
að bjartari tímar séu í nánd.
„Þetta hefur verið erfið leiktíð
fyrir leikmennina en þeir hafa
aldrei kvartað. Þeir vita fyrir hvað
Leeds stendur og við ætlum að
sýna það í leiknum,“ segir Gary
McCallister, stjóri Leeds. Doncas-
ter er þó langt frá því að vera auð-
veld bráð, en liðið hefur leikið
fantavel í vetur og getur hæglega
velgt Leeds undir uggum.
Hart barist Dean
Marney býður Lee
Johnson að sparka í
höfuðið á sér í leik
Hull og Bristol City
frá því í vetur.
60 milljónir
punda í húfi
Knattspyrnuliðin Hull og Bristol City mætast í úrslitaleik um
hvort liðið fylgir Stoke og WBA upp í ensku úrvalsdeildina
➤ Gömlu brýnin Nick Barmby,Henrik Pedersen og Jay-Jay
Okocha eru á mála hjá Hull.
➤ Hinn 38 ára Neil Sullivan,fyrrverandi markvörður
Leeds, stendur milli stang-
anna hjá Doncaster gegn sín-
um gömlu félögum.
ÞEKKT NÖFN Í ELDLÍNUNNI
Toshack fækkar
John Toshack, landsliðsþjálfari
Wales, hefur fækkað í landsliðs-
hópi sínum úr 35 leikmönnum í
27 fyrir vináttuleikinn gegn Ís-
lendingum næsta miðvikudag.
Sá þekktasti sem fékk
snemmbúið sumarfrí var Simon
Davies, leikmaður Fulham og
fyrrverandi leikmaður Totten-
ham og Everton, en hann var
jafnframt leikjahæsti maður
hópsins. Wales tekur svo á móti
Hollendingum í vináttulands-
leik 1. júní.