24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 54

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Fuerteventura, sem hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað við góðan aðbúnað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heims- ferða allan tímann. Gott íbúðahótel á góðum stað í Corralejo. Á hótelinu er góð aðstaða, s.s. móttaka, veitingastaður, snarl- bar, mini-verslun, þvottaaðstaða, barnaleiksvæði, sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstaða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Fuerteventura 3. eða 17. júní frá kr. 39.990 *** Frábært sértilboð *** Maxorata Beach Mjög takmarkaður fjöldi íbúða Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 49.990 vika 59.990 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 saman í íbúð á Maxorata í viku. Aukavika kr. 10.000. Vikuferð aðeins í boði 17. júní Verð kr. 39.990 vika 49.990 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Maxorata Beach í viku. Aukavika kr. 10.000. Vikuferð aðeins í boði 17. júní ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Þetta verður eins og brúðkaupsdagur fyrir þá 80 þúsund áhorfendur sem mæta á völlinn. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er bálreið- ur út í stjórnendur Real Madrid vegna aðferðar þeirra við að reyna að lokka Cristiano Ronaldo til sín. Ramon Calderon, stjórnarformaður spænsku meistaranna, og þjálfarinn Bernd Schuster hafa báðir lýst yfir áhuga á því að klófesta Portúgalann knáa. „Real-menn halda að þeir geti troðið öllum um tær og eru gjörsamlega siðlausir. En það tekst ekki gegn okk- ur,“ sagði Ferguson. „Ef við berum félög saman er sið- ferði til dæmis Barcelona miklu betra en nokkurn tím- ann hjá Real Madrid. Real notar dagblaðið Marca sem vopn til þess að hræra í leikmönnum annarra félaga. Real er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Ronaldo, en hin liðin taka ekki þátt í svona rugli,“ hélt Ferguson áfram. United hefur á undanförnum árum selt Real Madrid leikmenn á borð við Ruud van Nistelrooy, David Beckham og Gabriel Heinze, en skoski stjórinn segist aldrei munu láta Ronaldo af hendi. Alex Ferguson er foxillur út í spænsku meistarana vegna Ronaldo Ferguson segir Real siðlaust félag Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is Þótt flestir fótboltaáhugamenn séu á því að stærsti leikur fót- boltavertíðarinnar hafi farið fram á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu síðastliðinn miðvikudag eru aðrir sem hafa beðið dagsins í dag með meiri eftirvæntingu. Það á að minnsta kosti við um stuðn- ingsmenn fyrstu deildar liðanna Bristol City og Hull, sem mætast í úrslitaleik um sæti í ensku úrvals- deildinni á Wembley í dag klukk- an 14 að íslenskum tíma. Eins og brúkaupsdagur Áætlað er að sigurliðið muni hagnast um 60 milljónir punda, andvirði um 8,6 milljarða ís- lenskra króna, við það að komast upp í deild þeirra bestu og er því vægast sagt mikið í húfi. „Þetta verður eins og brúðkaupsdagur fyrir þá 80 þúsund áhorfendur sem mæta á völlinn,“ segir Steve Lansdown, stjórnarformaður Bri- stol City sem lék síðast í efstu deild árið 1980. Hull er vafalaust stærsta borg Bretlands sem á þann vafasama heiður að hafa aldrei átt lið sem leikur á meðal þeirra bestu. Fyrir níu árum var liðið hársbreidd frá því að falla niður í utandeildina og það átti einnig í miklum fjárhags- kröggum. „Líklega telja flestir ut- anaðkomandi að við höfum leikið langt yfir getu í ár, en árangurinn kemur okkur ekki á óvart. Þetta er eitthvað sem við höfum stefnt að undanfarið ár,“ segir stjórnarfor- maður Hull, Paul Duffen. Veðbankar hallast að sigri Hull í leiknum, en það eitt er víst að bar- ist verður til síðasta blóðdropa. Kætast Leedsarar loksins? Gamla veldið Leeds United verður í eldlínunni á sunnudag en þá leikur liðið gegn Doncaster í úrslitaleik um sæti í 1. deild. Leeds hefur vaðið í villu undanfarin ár og eygja stuðningsmenn von um að bjartari tímar séu í nánd. „Þetta hefur verið erfið leiktíð fyrir leikmennina en þeir hafa aldrei kvartað. Þeir vita fyrir hvað Leeds stendur og við ætlum að sýna það í leiknum,“ segir Gary McCallister, stjóri Leeds. Doncas- ter er þó langt frá því að vera auð- veld bráð, en liðið hefur leikið fantavel í vetur og getur hæglega velgt Leeds undir uggum. Hart barist Dean Marney býður Lee Johnson að sparka í höfuðið á sér í leik Hull og Bristol City frá því í vetur. 60 milljónir punda í húfi  Knattspyrnuliðin Hull og Bristol City mætast í úrslitaleik um hvort liðið fylgir Stoke og WBA upp í ensku úrvalsdeildina ➤ Gömlu brýnin Nick Barmby,Henrik Pedersen og Jay-Jay Okocha eru á mála hjá Hull. ➤ Hinn 38 ára Neil Sullivan,fyrrverandi markvörður Leeds, stendur milli stang- anna hjá Doncaster gegn sín- um gömlu félögum. ÞEKKT NÖFN Í ELDLÍNUNNI Toshack fækkar John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, hefur fækkað í landsliðs- hópi sínum úr 35 leikmönnum í 27 fyrir vináttuleikinn gegn Ís- lendingum næsta miðvikudag. Sá þekktasti sem fékk snemmbúið sumarfrí var Simon Davies, leikmaður Fulham og fyrrverandi leikmaður Totten- ham og Everton, en hann var jafnframt leikjahæsti maður hópsins. Wales tekur svo á móti Hollendingum í vináttulands- leik 1. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.