24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008ATVINNA30 stundir Auglýsingasíminn er 510 3728 og 510 3726 Flúðaskóli í Hrunamannahreppi er dreifbýlis- skóli með tæplega 200 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn er á Flúðum, sem er í um 100 km. fjarlægð frá Reykjavík. Öll þjónusta er á staðnum og nóg pláss í leikskólanum. Við erum að leita að kennurum og þroskaþjálfa til starfa. Í boði er m.a: • Umsjónarkennsla á yngsta og miðstigi • náttúrufræðikennsla • íþróttakennsla og sundkennsla • smíðakennsla – nýsköpun • sérkennsla. Skóli fyrir þig? • Útikennsla • Lesið í skóginn • Frábært umhverfi • Jákvæður starfsandi • Skapandi skólastarf • Einstaklingurinn í fyrirrúmi • Uppeldi til ábyrgðar Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið nánar hafðu þá samband við Guðrúnu skólastjóra s: 480 6611 gudrunp@fludaskoli.is eða Jóhönnu Lilju aðstoðarskólastjóra s: 480 6612. Viltu vinna með okkur? Næsta vetur vantar okkur í Grandaskóla Umsjónarkennara í 5. -6. bekk Umsjónarkennara á yngra stigi - kjörið tæk- ifæri fyrir fólk sem vill vinna í teymiskennslu í skemmtilegu starfsumhverfi. Sundkennara í hlutastarf. Stuðningsfulltrúa, meginverkefni er vinna með nemendum undir verkstjórn kennara. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störf við skólann. Nánari upplýsingar gefa Börkur skólastjóri borkur@grandaskoli.is og Inga aðs- toðarskólastjóri inga@grandaskoli.is , sími 411-7120 Grandaskóli stendur við sjávarsíðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Nemendur eru um 290 talsins í 1. - 7. bekk og við skólann starfa um 50 starfsmenn. Mikill stöðugleiki hefur verið í starfsmannahaldi skólans og í hópnum ríkir fagmennska, metnaður og góður andi. Skólinn er vel búinn tækjum og hafa allir kennarar skólans fartölvu til afnota. Sterk hefð er fyrir list- og verkgreinakennslu í skólanum og hlaut skólinn Hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur vorið 2007 fyrir tónlistarup- peldi. Áhersla er lögð á skapandi skólastarf og sveigjanlega starfshætti m.a. til að koma til móts við einstaklingsmun nemenda. Í yngri deild skólans, 1. - 4. bekk, er áhersla á teymiskennslu. Tveir umsjó- narkennarar vinna með hvern árgang, ýmist sem heild eða í mismunandi hópum. Í eldri deild skólans, 5. - 7. bekk, er hefðbundin bekkjarskipting en áhersla lögð á samvinnu árganga og sveigjanlega starfshætti. Nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans www.grandaskoli.is Konur & karlar athugið Loftorka Borgarnesi ehf. óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra á steypubíl hjá fyrirtækinu í Borgarnesi, sem allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Þorvaldsdóttir starfsmannastjóri á opnunartíma skrifstofu kl. 8.00–17.00 í síma 433 9000. Umsóknir sendist fyrir föstudaginn 30. maí nk. á neðangreint heimilisfang merkt „bílstjóri“ eða á netfangið aslaug@loftorka.is Loftorka Borgarnesi ehf. er alhliða verktakafyrirtæki á sviði mannvirkjagerðar og sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum hlutum úr steinsteypu, mestmegnis húseiningum, ásamt steinrörum í holræsi. Fyrirtækið rekur starfsstöðvar í Borgarnesi, á Akureyri, og í Reykjavík. Starfsmannafjöldi er u.þ.b. 200 manns. Loftorka Borgarnesi ehf. Engjaás 1, 310 Borgarnes Sími 433-9000 fax 433-9013 www.loftorka.is Reyndu að klúðra ekki viðtalinu Starfsviðtöl geta verið stressandi enda þarf umsækjandi að selja sjálfan sig og það getur verið mjög óþægilegt. Gott er að hafa ákveðin atriði í huga þegar talað er við væntanlegan vinnu veitanda en þessi atriði geta aukið töluvert líkurnar á því að þú fáir starfið. Í fyrsta lagi er mikilvægt að vera búinn að kynna sér fyrir tækið vel áður en mætt er í viðtal. Þú gætir þurft að útskýra hvað það er sem fær þig til að vilja starfa hjá fyrirtækinu og þá er betra að vita nokkurn veginn hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar. Í öðru lagi er mikilvægt að segja satt. Ekki þykjast hafa vit á einhverju sem þú veist ekkert um. Betra er að útskýra hvernig þú færir að því að leita lausna í stað þess að blaðra um eitthvað sem þú hefur ekkert vit á. Í þriðja lagi er að halda samtalinu á faglegu nótunum. Ekk spjalla um trúmál og stjórnmál og alls ekki segja frá persónu legum vandamálum sem tengjast málinu ekki neitt. Ekki ná allir að halda andlitinu í viðtölum en hér eru nokkur raunveruleg dæmi um fólk sem klúðraði viðtalinu allsvakalega. • Umsækjandi svaraði í farsímann í miðju viðtali og bað vinnuveitanda að yfirgefa skrifstofuna þar sem þetta væri per sónulegt samtal. • Umsækjandi sagði vinnuveitanda frá því að hann yrð eflaust ekki lengi í starfinu þar sem hann ætti von á arfi frá gömlum frænda sem liti út fyrir að vera við það að deyja. • Umsækjandi bað vinnuveitanda um far heim eftir að viðtal inu lauk. • Umsækjandi í símaviðtali sturtaði niður úr klósettinu miðju samtali. • Umsækjanda var boðið snarl í viðtali en hann hafnaði þv vegna þess að hann var á leiðinni á fyllirí og vildi ekki fylla magann. iris@24stundir.is Ókeypis -heim til þín - kemur þér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.