24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Þeir sem fylgjast með fréttum frá
Hollywood hafa vafalaust tekið eft-
ir því hversu tvíburafæðingar hafa
færst í aukana undanfarið. Þrjú vel
þekkt Hollywood-pör hafa þegar
eignast tvíbura og ekki nóg með
það, heldur er um að ræða strák og
stelpu í öllum tilvikum. Þetta eru
pörin Dennis Quaid og Kimberly
Duffington, Julia Roberts og Dani-
el Moder og Jennifer Lopez og
Marc Anthony. Þá eiga Brad Pitt
og Angelina Jolie einnig von á tví-
burum, þó ekki sé vitað enn hvort
kynjaskiptingin sé jafn femínísk og
hjá hinum pörunum.
Náttúran eða mannleg íhlutun?
Margir eru sammála um að
draumur hvers pars sé að fá strák
og stelpu, þegar von er á tvíburum
á annað borð. Spurningin er hvort
öll þessi dæmi séu hrein tilviljun,
eða hvort um mannlega íhlutun sé
að ræða í krafti auðs og frægðar
paranna.
Tæknin fyrir hendi
„Það er vel framkvæmanlegt að
margfalda líkur á tvíburafæð-
ingum með tæknifrjóvgun, en þá
eru settir upp 2-3 fósturvísar. Þó
ber að taka fram að slíkar aðgerðir
bjóða hættunni heim, því slík að-
gerð margfaldar einnig líkurnar á
fósturláti og fyrirburafæðingum.
Þá er mjög erfitt, en framkvæm-
anlegt, að velja kynið, en slíkt er
víða bannað með lögum,“ segir
Reynir Tómas Geirsson, læknir á
Landspítalanum.
Ekki skal fullyrt hér hvers kyns
er með tvíburafæðingar Holly-
wood-paranna, en ekki má gleyma
því að ímynd og hégómleiki standa
slíkum Hollywood-stjörnum
býsna nærri.
Frjósemi Hollywood-para hefur verið með mesta móti undanfarið
Tvíburar tóm
tilviljun eða tíska?
Þrjú Hollywood-pör hafa
eignast tvíbura með
stuttu millibili og í öllum
tilfellum er um jafna
kynjaskiptingu að ræða,
strák og stelpu.
Er þetta tóm tilviljun eða
enn ein undarleg tísku-
bólan frá Hollywood?
➤ Líkurnar á að eignast tvíburaeru 1 á móti 80.
➤ Líkurnar á fósturláti eru 4-5sinnum meiri þegar tvíburar
eiga í hlut.
➤ Algengasta tvíburasamsetn-ingin er tvíeggja strákur og
stelpa, eða í 40% tilfella.
TVÍBURAR
Foreldrafrægð Þau Jennifer Lopez og MArc anthony eiga tvíburana Emme Marbiel
Muniz og Maximilian Muniz.
Erfiðir tímar Dennis Quaid og Kimberly Buffington eiga saman Thomas Boone og
Zoe Grace, sem fengu of stóran lyfjaskammt við fæðingu. Þeim heilsast nú vel.
Þriggja barna móðir Julia Roberts og Daniel Moder eiga saman þrjú börn, þar af eitt
tvíburasett, þau Hazel Patriciu og Phinnaeus Walter.
Komin með bumbu Angelina Jolie og
Brad Pitt eiga von á tvíburum.
Með barni Jessica Alba er ólétt, en ekki er talið að hún gangi með tvíbura. Hún á það
kannski bara eftir.
Tónlist hlynur@24stundir.is
Biðin eftir þriðju hljóðverskskífu
Portishead var lengri en góðu hófi
gegnir. Þegar platan, sem ber heitið
Third, kom út fyrir skemmstu,
voru liðin ellefu ár frá því sveitin
sendi frá sér sína aðra hljóðvers-
plötu og tíu ár frá því hún sendi frá
sér nokkuð yfir höfuð.
En það tekur tíma að gera það
sem er gott, og Portishead-liðar
höfðu lýst því yfir að þau ætluðu að
taka sér tíma í plötuna; ekki væri
ætlunin að fara auðveldu leiðina og
gefa út franskt kaffihúsapopp, eins
og þau orðuðu það í einhverju við-
talinu.
Og útkoman er svo sannarlega
góð, og langt frá því að geta kallst
kaffihúsa-popp. Flest laga Third
eru þung og drungaleg. Platan
krefst þess af hlustandanum að
hann taki sér góðan tíma í að
hlusta, og ekki síður að hann sé rétt
stemmdur. Þá hentar platan ekki
við hvaða tækifæri sem er; t.d. er
líklega ekki vænlegt til árangurs að
skella henni á fóninn þegar heim er
komið til að klára samning eftir vel
heppnaða næturstund á knæpum
bæjarins (nema viðsemjandinn sé í
sjálfsmorðshugleiðingum).
En ef þig langar að leggjast upp í
sófa, hlusta á virkilega vel samda og
frábærlega útsetta tónlist og hugsa
um hvað sumarið sé óþolandi
bjart, henta fáar plötur betur en
Third.
Drungaleg og frábær
Alls ekki lík því sem við
eigum að venjast, en þó
stórkostleg.
Third
TÓNLIST
Portishead
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Það er vel framkvæmanlegt að margfalda lík-
ur á tvíburafæðingum með tæknifrjóvgun, en
þá eru settir upp 2-3 fósturvísar.