24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 4
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Bandarísk flugmálayfirvöld hafa bannað flugmönnum og flugum- ferðarstjórum að nota nikótínlyfið Champix. Dæmi eru um að öku- menn sem notað hafa lyfið, sem samþykkt var í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, hafi misst meðvitund og keyrt út af. Aðrir notendur lyfsins hafa slas- ast illa vegna falls af völdum með- vitundarleysis eða svima. Auk beinna slysa hefur verið tilkynnt um sjóntruflanir, hjartsláttartrufl- anir, krampa, alvarleg húðvanda- mál og sykursýki vegna notkunar nikótínlyfsins sem kom á markað hér á landi í fyrra. Lyfjastofnun hefur borist ein alvarleg aukaverk- un vegna lyfsins. Á síðasta fjórðungi síðasta árs voru skráðar 988 alvarlegar aukaverkanir af völdum Champix hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu, að því er segir í skýrslu vísindamanna á vef The Institute for Safe Medication Practices. „Fólk sem ekur bifreiðum, flýg- ur flugvélum eða notar önnur far- artæki notar Champix. Það getur þess vegna haft mjög alvarlegar af- leiðingar ef það missir meðvitund þótt ekki sé nema í nokkrar sek- úndur. Flugmönnum í Bandaríkj- unum hefur meira að segja verið ráðlagt að nota Champix vilji þeir hætta að reykja,“ sagði Curt Fur- berg, einn vísindamannanna, í við- tali skömmu áður en flugmönnum í Bandaríkjunum var bannað að nota lyfið nú í vikunni. Vísindamennirnir eru meðvit- aðir um að það sé ekki nóg að skoða bara skýrslur um aukaverk- anir en benda á að þær séu alvarleg viðvörun. „Flestar þessara auka- verkana stemma við virkni lyfsins. Það hefur áhrif á heilann og marg- ar þessara aukaverkana stafa frá heilanum,“ sagði Curt Furberg. Talsmenn bandaríska lyfjaeftirlits- ins segja skýrslu vísindamannanna sýna að nauðsyn sé á frekari rann- sóknum á aukaverkunum lyfsins. Evrópska lyfjastofnunin Emea hefur talið ástæðu til að fylgjast með notkun Champix, meðal ann- ars vegna þess að notkun þess hefur verið tengd sjálfsmorðstilraunum. Sofna við stýrið og keyra út af  Bandarískir notendur nikótínlyfsins Champix hafa misst meðvit- und og keyrt út af  Tilkynnt um alvarlega aukaverkun hér á landi ➤ Í leiðbeiningum með lyfinusegir að ekki eigi að aka bíl, stjórna tækjum eða vinna áhættusama vinnu fyrr en vitað sé hvort lyfið hafi áhrif á getu til þess. ➤ Notkunin hér er ríflega 1 dag-skammtur á 1000 íbúa. Ein til- kynning um alvarlega auka- verkun. NIKÓTÍNLYFIÐ CHAMPIX 24stundir/Friðrik Aukaverkanir Bandarískum flugmönnum hefur verið bannað að nota Champix. 4 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir GARÐARSHÓLMI EFTIR HUGLEIK DAGSSON KEMUR ÚT EFTIR FJÓRA DAGA ERTU AÐ MJÓLKA MIG? Ferðaskrifstofa Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is 2ja vikna ferð til Marmaris 57.900kr. Þú velur áfangastað og brottfarardag og tekur þ átt í lottói um hvaða gistingu þú fæ rð! Verðdæmið miðast v ið brottför 10. júní í 2 vikur. Innifali ð í verði: Flug, flugvallas kattar, gisting og íslensk farars tjórn. Sólarlottó til Marmaris Þurftirðu að hætta við laxveiðina í ár? * Netverð miðað við að 2 - 4 ferðist saman. Þú kemst samt í sólina með Plúsferðum flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 „Við höfum lýst áhuga á að leita tækifæra með þeim á sviði jarð- hita,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energi (GGE), aðspurður hvort koma emírsins af Katar hingað til lands í júlí tengist GGE. Starfsmaður frá GGE var með í för forstetans til Katar. „Ég vænti þess að koma emírsins til Íslands sé m.a. vegna áhuga á íslenskri orkuþekkingu.“ Hins vegar sé hann ekki hér á landi í boði GGE, né neinir samn- ingar á borðum. hos Emírinn af Katar kemur Áhugi hjá GGE „Við ætlum að jarða loforð rík- isstjórnarinnar um að koma til móts við fjölskyldur landsins í efnahagsástandinu sem nú ríkir, og því höfum við boðað til útfarar á fimmtudaginn á Austurvelli.“ Þetta segir Sturla Jónsson, tals- maður vörubílstjóra, um fyrirhug- aðar mótmælaaðgerðir vörubíl- stjóra á Austurvelli þann 29. maí næstkomandi. „Við ætlum að auglýsa mótmæl- in í fjölmiðlum og vonum að sem flestir láti sjá sig, en við viljum beina því til fólks að vera í sorg- arklæðunum ætli það sér að mæta. Við ætlum að keyra með klerkinn og venjulega líkkistu á vélavagni framhjá þinghúsinu og halda út- för.“ Sturla á ekki von á að mótmælin muni fara út um þúfur, líkt og gerðist á dögunum í Norðlinga- holti og telur að íslenska þjóðin standi enn þétt við bakið á vörubíl- stjórum landsins í sínum aðgerð- um. „Þessi gjörningur verður gerður í fullu samráði við lögreglu, en þar á bæ sjá menn ekkert þessu til fyr- irstöðu. Það hefur aragrúi af fólki komið að tali við mig á dögunum og lýst yfir stuðningi við okkar málstað. Þá hef ég m.a.s. verið hvattur til að huga að því að fara í framboð og ég myndi ekki hika við það ef ég fengi til þess stuðning og fjármagn. Það þarf að skipta út þessu fólki á þingi undireins, og koma inn fólki sem er annt um þjóðina sína.“ aegir@24stundir.is Vörubílstjórar munu efna til mótmæla á Austurvelli í næstu viku Jarða loforð ríkisstjórnarinnar Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á sykri í 2 kg pokum. Mikill verðmunur er á þessari vöru og var hæsta verð 79,1% hærra en það lægsta eða 167 króna munur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 80% verðmunur á sykri Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN Sykur í 2 kg pokum Verslun Verð Verðmunur Kaskó 211 Samkaup-Úrval 221 4,7 % Krónan 240 13,7 % Hagkaup 338 60,2 % Spar Bæjarlind 375 77,7 % 11-11 378 79,1 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.