24 stundir - 24.05.2008, Side 4

24 stundir - 24.05.2008, Side 4
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Bandarísk flugmálayfirvöld hafa bannað flugmönnum og flugum- ferðarstjórum að nota nikótínlyfið Champix. Dæmi eru um að öku- menn sem notað hafa lyfið, sem samþykkt var í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, hafi misst meðvitund og keyrt út af. Aðrir notendur lyfsins hafa slas- ast illa vegna falls af völdum með- vitundarleysis eða svima. Auk beinna slysa hefur verið tilkynnt um sjóntruflanir, hjartsláttartrufl- anir, krampa, alvarleg húðvanda- mál og sykursýki vegna notkunar nikótínlyfsins sem kom á markað hér á landi í fyrra. Lyfjastofnun hefur borist ein alvarleg aukaverk- un vegna lyfsins. Á síðasta fjórðungi síðasta árs voru skráðar 988 alvarlegar aukaverkanir af völdum Champix hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu, að því er segir í skýrslu vísindamanna á vef The Institute for Safe Medication Practices. „Fólk sem ekur bifreiðum, flýg- ur flugvélum eða notar önnur far- artæki notar Champix. Það getur þess vegna haft mjög alvarlegar af- leiðingar ef það missir meðvitund þótt ekki sé nema í nokkrar sek- úndur. Flugmönnum í Bandaríkj- unum hefur meira að segja verið ráðlagt að nota Champix vilji þeir hætta að reykja,“ sagði Curt Fur- berg, einn vísindamannanna, í við- tali skömmu áður en flugmönnum í Bandaríkjunum var bannað að nota lyfið nú í vikunni. Vísindamennirnir eru meðvit- aðir um að það sé ekki nóg að skoða bara skýrslur um aukaverk- anir en benda á að þær séu alvarleg viðvörun. „Flestar þessara auka- verkana stemma við virkni lyfsins. Það hefur áhrif á heilann og marg- ar þessara aukaverkana stafa frá heilanum,“ sagði Curt Furberg. Talsmenn bandaríska lyfjaeftirlits- ins segja skýrslu vísindamannanna sýna að nauðsyn sé á frekari rann- sóknum á aukaverkunum lyfsins. Evrópska lyfjastofnunin Emea hefur talið ástæðu til að fylgjast með notkun Champix, meðal ann- ars vegna þess að notkun þess hefur verið tengd sjálfsmorðstilraunum. Sofna við stýrið og keyra út af  Bandarískir notendur nikótínlyfsins Champix hafa misst meðvit- und og keyrt út af  Tilkynnt um alvarlega aukaverkun hér á landi ➤ Í leiðbeiningum með lyfinusegir að ekki eigi að aka bíl, stjórna tækjum eða vinna áhættusama vinnu fyrr en vitað sé hvort lyfið hafi áhrif á getu til þess. ➤ Notkunin hér er ríflega 1 dag-skammtur á 1000 íbúa. Ein til- kynning um alvarlega auka- verkun. NIKÓTÍNLYFIÐ CHAMPIX 24stundir/Friðrik Aukaverkanir Bandarískum flugmönnum hefur verið bannað að nota Champix. 4 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir GARÐARSHÓLMI EFTIR HUGLEIK DAGSSON KEMUR ÚT EFTIR FJÓRA DAGA ERTU AÐ MJÓLKA MIG? Ferðaskrifstofa Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is 2ja vikna ferð til Marmaris 57.900kr. Þú velur áfangastað og brottfarardag og tekur þ átt í lottói um hvaða gistingu þú fæ rð! Verðdæmið miðast v ið brottför 10. júní í 2 vikur. Innifali ð í verði: Flug, flugvallas kattar, gisting og íslensk farars tjórn. Sólarlottó til Marmaris Þurftirðu að hætta við laxveiðina í ár? * Netverð miðað við að 2 - 4 ferðist saman. Þú kemst samt í sólina með Plúsferðum flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 „Við höfum lýst áhuga á að leita tækifæra með þeim á sviði jarð- hita,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energi (GGE), aðspurður hvort koma emírsins af Katar hingað til lands í júlí tengist GGE. Starfsmaður frá GGE var með í för forstetans til Katar. „Ég vænti þess að koma emírsins til Íslands sé m.a. vegna áhuga á íslenskri orkuþekkingu.“ Hins vegar sé hann ekki hér á landi í boði GGE, né neinir samn- ingar á borðum. hos Emírinn af Katar kemur Áhugi hjá GGE „Við ætlum að jarða loforð rík- isstjórnarinnar um að koma til móts við fjölskyldur landsins í efnahagsástandinu sem nú ríkir, og því höfum við boðað til útfarar á fimmtudaginn á Austurvelli.“ Þetta segir Sturla Jónsson, tals- maður vörubílstjóra, um fyrirhug- aðar mótmælaaðgerðir vörubíl- stjóra á Austurvelli þann 29. maí næstkomandi. „Við ætlum að auglýsa mótmæl- in í fjölmiðlum og vonum að sem flestir láti sjá sig, en við viljum beina því til fólks að vera í sorg- arklæðunum ætli það sér að mæta. Við ætlum að keyra með klerkinn og venjulega líkkistu á vélavagni framhjá þinghúsinu og halda út- för.“ Sturla á ekki von á að mótmælin muni fara út um þúfur, líkt og gerðist á dögunum í Norðlinga- holti og telur að íslenska þjóðin standi enn þétt við bakið á vörubíl- stjórum landsins í sínum aðgerð- um. „Þessi gjörningur verður gerður í fullu samráði við lögreglu, en þar á bæ sjá menn ekkert þessu til fyr- irstöðu. Það hefur aragrúi af fólki komið að tali við mig á dögunum og lýst yfir stuðningi við okkar málstað. Þá hef ég m.a.s. verið hvattur til að huga að því að fara í framboð og ég myndi ekki hika við það ef ég fengi til þess stuðning og fjármagn. Það þarf að skipta út þessu fólki á þingi undireins, og koma inn fólki sem er annt um þjóðina sína.“ aegir@24stundir.is Vörubílstjórar munu efna til mótmæla á Austurvelli í næstu viku Jarða loforð ríkisstjórnarinnar Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á sykri í 2 kg pokum. Mikill verðmunur er á þessari vöru og var hæsta verð 79,1% hærra en það lægsta eða 167 króna munur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 80% verðmunur á sykri Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN Sykur í 2 kg pokum Verslun Verð Verðmunur Kaskó 211 Samkaup-Úrval 221 4,7 % Krónan 240 13,7 % Hagkaup 338 60,2 % Spar Bæjarlind 375 77,7 % 11-11 378 79,1 %

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.