24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 24.05.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Stjórnmála- og embættismenn taka ákvarðanir um og/eða framfylgja því hvernig skattpeningum almennings er eytt. Þeir eru með tékkhefti al- mennings í vasanum, ef svo má segja. Þeir spila úr því sem almenningur greiðir í skatta og útsvar; stjórnmálamenn í valdastólum eftir stefnu sinni og sannfæringu og embættismenn að vilja þeirra sem stefnuna marka. Hvað yrði framkvæmt ef allir ákvæðu að geyma að greiða skattinn þangað til það hentaði þeim betur? Ef einstaklingar tækju sér það vald að nota skattpeningana í eigin neyslu eða rekstur? Varla margt. Hver sem rekur fyrirtæki þarf að sjálfsögðu að reikna með skattgreiðsl- unum. Það er ekki einstaklingsins að ákveða hvenær skatturinn er greidd- ur. Einstaklingar geta hins vegar haft áhrif á það hve hátt hlutfall af tekjum skattbyrðin er. Það gera þeir í kosningum. Ólíkar áherslur flokkanna bjóða upp á misjafna skattbyrði. Embættismaðurinn Jakob Frímann Magnússon, sem þar til hann varð miðborgarstjóri sat í nefndum á vegum borgarinnar, hefur ekki greitt 4,5 milljónir í skatt af tekjum sínum frá síðasta ári. „Ég var með miklar tekjur á þeim tíma eins og fjallað hefur verið um. Ég borga mánaðarlega skatta af mínum föstu tekjum, en svo eru upp- söfnuð óregluleg laun svo sem laun vegna auglýsinga og hljómsveitaút- gerðar sem ég greiði skatt af einu sinni á ári.“ Hann semji því við skatta- yfirvöld um að greiða gjöld sín til þeirra í þrepum. Hann hafi margt á sinni könnu og hafi því miður ekki náð að ganga frá greiðslu áður en hús- ið hans var auglýst á uppboði. Stjórnmála- og embættismenn geta lent í fjárhags- kröggum eins og hver annar. Sé óreiðan tilfallandi en ekki viðvarandi er ekki ólíklegt að landsmenn sýni því skilning. Meðal annars óreiðunnar vegna birtir hið opinbera tölur um skattgreiðslu þegna sinna með þeim rökum að á hana verði bent. Þar sem menn fara jafnan betur með eigið fé en annarra kann mörgum að þykja einkennilegt að emb- ættismanni sem ekki greiðir skattinn sinn sé treyst til að ráðstafa almannafé. Gott að Jakob Frímann er búinn að semja við skattayfirvöld um sín mál. Hvenær borgar maður skattinn? SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Formaður þingflokks Samfylk- ingarinnar Lúðvík Bergvinsson vill báknið burt og stingur upp á að leggja niður embætti Ríkislög- reglustjóra og efla þess í stað hin ýmsu lög- regluembætti á landinu. BB dómsmálaráð- herra er ekki hrif- inn af þessu fikti í bákninu sem hann byggði og seg- ir: „Mér finnst afstaða hans illa ígrunduð og frekar einkennast af fordómum en rökum og hið sama á almennt við um afstöðu hans til lögreglumála.“ Snilldarsvar hjá hinum djúpvitra dómsmálaráð- herra og hljóðar svo á manna- máli: „Þú ert bara asni Lúðvík.“ Þráinn Bertelsson thrainn.eyjan.is BLOGGARINN Bara asni Það er eitthvert furðulegt raf- magn í loftinu. Einhver svona þjóðernisrembingur. Menn býsn- ast yfir því að ráðherrar og borgarfulltrúar séu alltaf erlendis og bruðli þannig með almannafé. VG bendir á það að ef slakað verði á kröfunum um innflutning á fersku kjöti sé voðinn vís. Út- lendingar eru hættulegir – sér- staklega ef þeir koma frá löndum fyrrverandi austurblokkarinnar eða eru öðruvísi en við á litinn. Sjávarútvegsráðherra segir að hrefnan sé íslensk og hana megi skjóta ef okkur Íslendingum sýn- ist svo – no matter what! Grímur Atlason eyjan.is/grimuratlason/ Voðinn vís Gengisþróunin skiptir miklu máli. Meðan við erum með krónu sem er ein óstöðugasta myntin í dag þá gætir því miður mikillar óvissu um verð- bólgu framtíð- arinnar. Veiking krónunnar mun valda verðbólgu- skoti á sama tíma og styrking henn- ar ætti að draga úr verðbólgunni. Nú er eðlilegt að neytendur og eftirlitsaðilar fylgist með því að seljendur lækki verð jafn hratt vegna sterkari krónu eins og þeir hækkuðu verð þegar krónan veiktist. Vonandi stenst spá greining- ardeildarinnar um að það dragi úr verðbólgu á næstunni. Jón Magnússon jonmagnusson.blog.is Óstöðug mynt Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Hver ræður í ríkisstjórninni? Er það Árni eða Jóhanna? segir í leiðara þessa blaðs í gær. Þar er vísað til óvissu sem al- mennt er talin ríkja um framtíð Íbúðalánasjóðs. Skýrt svar kom frá Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra á Alþingi í gær. Íbúðalánasjóður heldur áfram útlánum til almennings. Vissulega ræður Jóhanna yfir málaflokknum. Hún ræður hins vegar engu um hvað fjármálaráðherra seg- ir við almenna félaga sína í Sjálfstæðisflokknum eða við þingflokkinn. Ekki frekar en fjármálaráðherrann ræður því hvað umhverfisráðherra segir við fjölmiðla og náttúruverndarfólk um auðlindastefnuna og Fagra Ísland. Svo er ekki víst að vilji Alþingis sé á bak við ákvarðanir ráðherra, meðan ríkisstjórnin kemur fram eins og margar smástjórnir, ef einn ráðherra getur tek- ið ákvarðanir þvert á stefnu samstarfsflokksins. Ráðherrar sælir hver í sínum stól Ríkisstjórnin er sundurlaus hópur ósammála fólks sem á það sameiginlegt að elska ráðherrastólana sína og ríkisstjórnina án þess að taka ábyrgð á öðru en sín- um eigin gjörðum. Þetta er mat stjórnarandstöðunnar sem hefur verið óþreytandi síðustu daga við að benda á ágreiningsmál og ólíkar stefnur Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í hverju málinu á fætur öðru. Þar er af ýmsu að taka. Hrefnuveiðar, Íbúðalánasjóður, virkj- anir, stóriðja, Evrópumálin og eftirlaunalög eru meðal þess sem dregið var fram í umræðum á Alþingi í þess- ari viku. Algjörlega óviðunandi stjórnsýsla Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði, segir íslenska stjórnsýslu skera sig úr mið- að við það sem tíðkast víða erlendis. „Ríkisstjórnin hér er samsteypustjórn, þar sem báðir flokkar bera jafna ábyrgð á því sem gert er.“ Gunnar Helgi telur ekki geta gengið að ráðherra sneiði hjá þeirri ábyrgð og einblíni á eigið ráðuneyti. Hann tekur undir að í þessari ríkisstjórn sé áberandi tilhneiging til að spila sóló. Slík stjórnun sé algjörlega óviðunandi, en alls ekki ný af nálinni á Íslandi, þótt hún sé áberandi núna. „Ég held að þessi einkenni komi skýrar fram nú en í tíð síðustu ríkisstjórnar. Framsóknarflokkurinn Margir skipstjórar á einni skútu SKÝRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.